Víðir


Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 4
1 Þeir, sem vilja íylgjast vel með, lesa V í ÐI. V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. ________________________________ Fiskiðnaður í Ameríku. Ótíð hefur verið síðan um síð- ustu helgi og gæftir slæmar, hafáttir. Bátar hafa stundum orðið að fara í land um mið- nætti í miðjum róðri vegna véðurofsans. Aflinn hefur farið eftir tíðinni og verið rýr, 2—3 lestir í róðri. Kolinn virðist vera heldur að minnka og dýpka á sér. Ann- ars hefur aflinn hjá togbát- unum verið sæmilegur, þetta 4—5 lestir í róðri og %—1 lest af kola hjá minni bátun- um. Aflinn er mest smáýsa, svo að varla sést ýsa yfir % kg. Yfirleitt er hún 300—400 gr., og virðist eins og alltaf fara minnkandi. Smávegis þyrsklingur er í aflanum. Vestmannaeyjar. Þessa viku hefur verið haf- átt og óveður og ekki gefið á sjó. 2 bátar eru hættir síld- veiðum, og er viðbúið, að menn fari að trénast upp á þessu, ef tíðin batnar ekki og síldin getur farið að veiðast á ný. _ Vélbáturinn Sæfari, um 35 lestir, er aflahæstur á síldinni af Eyjabátum með' 2600 tunn- ur. Það er venjulegur haust- bragur á öllu og þá heldur lít- ið um atvinnu, og ekki sízt, þegar veðráttan er svona. Grindavík. Ekkert hefur verið róið þessa viku vegna erfiðs tíðar- fars, og þannig ekkert verið saltað, eftir að söltun var leyfð á þeim 15.000 tunnum, sem seldar hafa verið til Sví- þjóð'ar. Aflahæsti báturinn er Hrafn Sveinbjarnarson með um 3000 tunnur. Bvrjaði hann strax 30. júlí. Aðkomubátar hafa verið að hætta, sérstaklega þeir minni, og þá einkum bátar af Vest- fjörðum. Sárafáir aðkomubát- ar eru nú í höfn í Grindavík. Sandgerði. 3 bátar fóru út fyrir síðustu helgi. Fengu þeir enga veiði. Síðan hafa verið ógæftir. Sjómenn eru yfirleitt von- daufir með síld, fyrr en kem- ur þá lengra fram á haustið. Þeir búast við daufri veiði út þennan inánuð, en telja ekki ólíklegt, að þá geti eitthvað farið að lagast. Það er ekkert óvanalegt, þó að ekki fáist síld, það eru fleiri haustin, síðan 1935 að byrjað var að stunda þessar veiðar, sem svo hefur verið. Nokkrir bátar, sem byrjuðu strax í sumar, um 20. júlí, hafa svipaða veiði, upp undir 3000 tunnur. Annars er veiði all misjöfn. Hjá þeim bátum, sem byrjuðu, eftir að þeir komu að norðan, er afliiin miklu lélegri og miklu minni en í fyrra, sjálfsagt um helm- ingi minni. Gerir það, að september brást nú alveg, en hann hefur oft verið bezti mánuðurinn hjá þessum bát- um. Keflavík. Hvað síldveiðarnar snertir er allt steindautt, aldrei hægt að komast á sjó og þar af leið- andi enga síld að hafa. Eins og vant er, eru menn alltaf að vona, að síldin fari að veið- ast aftur, en hún fer sínar eig- in götur. Annars eru menn þeirrar skoðúnar, að síldveiði verði enn einhvern tíma haustsins. I dragnótina hefur verið talsverður afli, þannig kom einn bátur um miðja vikuna með á sjöttu lest af fiski, og þar af % lest af kola eftir nóttina. Bátar hafa fengið upp í 2 lestir af kola yfir nótt- ina. Hafnarfjörður. Allur flotinn hefur legið í höfn í viku vegna gæftaleys- is, en sjómenn vona, að síld veiðist, er á sjó gefur. Enginn Hafnarfjarðartog- aranna er í höfn. Akranes. Það hafa verið frátök í heila viku, og er þá allt dautt, eins og gerist í öð'rum sjávar- plássum, þegar ekkert fæst úr sjónum. Af þeim bátum, sem fóru norður, er Keilir hæstur með urn 2000 tunnur. Þeir, sem alltaf hafa verið heima, hafa ekki öllu meiri afla. Flestir bátar eru með 1500—1600 tunnur og margir líkir. Bjarni Olafsson er enn í viðgerð, sem á að verða lokið núna um helgina. Ekki er enn ráðið, á hvaða veiðar hann fer, en nokkuð umtal er um, Framhald af 1. síðu. 29% fór til niðursuðuverk- smiðja, 25% var notað til að vinna úr mjöl og olíu og aðr- ar tæknilega unnar afurðir og 1% til annarrar vinnslu. Samanbörið t. d. við Noreg fór óvenjumikill fiskur til nið- ursuðu, svo að ekki sé talað um Island, sem stendur mjög aftarlega í niðursuðuiðnaði borið saman við önnur lönd. A austurströnd Ameríku er fisksins meira neytt nýs en á vesturströndinni. Boston er miðstöð fiskveiðanna á aust- urströndinni, og flyzt þangað einkum þorskur og ýsa, sem veidd eru í botnvörpu. Tog- ararnir eru oft um 2 vikur í ferð'. Stundum er fiskurinn svo vatnsborinn og slæptur, að flökunarvélarnar í verksmiðj- unum geta ekki flakað hann, heldur verður að gera það í höndunum, og eru þá flökin send ný á markaðinn, t. d. til Chicago. í Boston þykir þetta slæmt, og þörf er á breytingu til batnaðar. Fiskimálaráðuneyt- ið í Ameríku hefur efnarann- sóknarstofu í Boston, sem tekið hefur að sér að leysa vandamálið. Þeir álíta, að' viðfangsefnið verði leyst með því að koma fyrir frystitækj- um í stærri togurunum. Að- ferðin er þannig, að fiskurinn, sem hvorki er slægður né hausaður, er frystur í grind, sem snýst í sterku saltvatni i eina klukkustund. Frosni fiskurinn er látinn í einangr- aðan klefa. Frystitæki sem að hann veiði fyrir frystihúsin vegna atvinnuástandsins í bænum. Ísaíjöröur. ísborg losaði fyrir nokkr- um dögum 130 lestir af fiski, mest, karfa, sem fór til vinnslu í frystihúsunum. Annars er ekkert við að vera til sjávar- ins, það er varla, áð fáist í soðið'. Versta ótíð hefur svo verið þessa. viku. Bátarnir hafa flestir verið á síldveiðum fyrir sunnan, og eru margir þeirra í þann veg- inn að hætta og koma heim. Svo er einnig um Hnífsdæl- ingana og Bolvíkingana. Einkum á þetta við um smærri bátana. Einn bátur er byrjaður línuveiðar í Súgandafirði, en hefur aflað heldur illa. Hér áður fyrr var vertíð byrjuð um miðjan nóvember, og afli þá fullt eins góður og þegar kom fram yfir áramót. Seinni árin virðist vera fiskilaust allan ársins hring. þessi ásamt geymsluklefum fyrir um 90 lestir af frosnum fiski kosta sem svarar 825.000 ísl. kr., og eru það um 10% af því, sem togarinn allur kost- ar. Það er sagt, að' fiskur, sem frystur er á þennan hátt, sé afbragðsgóður, þegar hann kemur í verksmiðjurnar. Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til að láta fiskinn í ís um borð í bátunum. Ein að- ferðin, sem revnd hefur verið í Kanada, er að einangra lestarrúmin mjög vel. Hvort þessi aðferð gaf betri árangur en frystingin í Boston, er enn ekki að' fullu Ijóst. Einnig hafa verið gerðar miklar tilraunir með límvatnið, m. a. til þess að auka innihaldið af B12- vitamini. Því miður þarf Hm- vatnið að standa í þrjá daga, eftir að liinar örsmáu lífverur hafa verið settar í það', áður en fengið er hámarks magn af Bl2-vitamini. Þetta krefst mikilla heilabrota, og enn leikur vafi á um það, hvort það muni svara kostnaði að auka innihaldið af Bl2-vita- mini á þennan hátt. Nú fæst það vitamin ódýrt sem auka- pródúkt við framleiðslu á streptomycin. Hermenn reyna ný meðul við sjóveiki. Víðtækar tilraunir með ný meðul við sjóveiki hafa ný- lega verið hafnar í Englandi undir umsjón brezka sjóhers- ins. 150 landhermenn hafa af fúsum vilja boðizt til að láta gera á sér tilraunina. Til- raunirnar fara fram í Porto- bello Bathing Pool í Edin- borg, og er þar vél, sem get- ur komið af stað öldum, sem eru meira en meter á hæð. Hermennirnir taka inn mis- munandi meðul, sem varna uppköstum. Síðan fara þeir í gúmmíbjörgunarbáta, og öld- urnar eru settar af stað, og síð'an gerðar athuganir á, hver áhrifin verða. Af skilj- anlegum ástæðum eru ekki valdir til þessa sjómenn. Til- raununum er haklið áfram í hálfan mánuð. Á Bondi Beach, í New South Wales, er 235 lesta steinn. Hann skolaðist á land frá Ivyrrahafinu í ofsalegum stormi 15. júlí 1912. Hversu óskaplegt er afl sjávarins. r, Ræðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. 1 'j Togararnir. Aflabrögð hafa verið léleg á heima- miðum, þó hefur verið eitt- hvað dálítið hjá þeim togur- um, sem hafa. stundað veiðar fyrir Þýzkalandsmarkað. — Fyrri hluta vikunnar var ó- tíð, sem tafði fvrir veiðum. Skipin mega vera 12 daga á veiðum, í hæsta lagi 14 daga, og þó helzt ekki, og þyk- ir það gott, ef þau fá 3000 kítt, upp undir 200 lestir. Við Grænland hefur verið' góður afli, hafa ísfisktogar- arnir verið þetta viku að fylla sig. íshroði er byrjaður að gera vart við sig fyrir vestan Grænland og norður með landinu. Markaðurinn hefur undanl'arið verið góð'- ur bæði í Bretlandi og Þýzka- landi. Sum skipin hafa ekki fengið eins góða sölu og önn- ur, en það hefur þá oftast ver- ið af því, að fiskurinn hefur ekki verið eins góður og skyldi. Á Grænlandsmiðum. Veiða í sált: Austfirðingur, Olafur Jóhannesson, Pétur Halldórsson, Uranus, Þor- steinn Ingólfsson og ísólfur. Neptúnus er í Esbjerg eftir að hafa selt þár saltfiskfarm, t>g Marz er á leið þangað'. Veiða í ís fyrir Bretlands- markað: Bjarni riddari, sem selur á miðvikudaginn, Fylk- ir, sem selur á fimmtudaginn og Ingólfur Arnarson, sem sel- ur á íostudaginn. Á veiðum fyrir brezkan markað. Geir, Harðbakur, Hvalfell, Skúli Magnússon, Svalbakur, Goðanes og Jörundur, sem fer út á inorgun. Á veiðum fyrir þýzkan markað. Á leið til Þýzkálands: Ell- iði, sem selur í dag, Surprise, sem selur á mánudag og Haf- liði, sem selur á þriðjudag. Akurey, Egill rauði og Helga- fell selja öll í næstu viku. Askur er á leið heim frá sölu í Þýzkalandi. A veiðum: Bjarnarey, Is- borg, Jón forseti, Karlsefni og Röðull. A heimleið: Hallveig Fróða- dóttir, Egill Skallagrímsson, sem kemur hingað væntan- lega í dag, Keflvíkingur og Kaldbakur, sem koma vænt- anlega hingað á morgun, báð-' ir frá Þýzkalandi. Úr viðgerð eða hreinsun: Bjarni Ólafsson, Jón Þor- láksson og Júlí. Vndirritaður óskar eftir að gerast áskrífandi að Víði. ' Nafn ........................................ Heimili ....................................... Póststöð .......................... Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.