Víðir


Víðir - 20.10.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 20.10.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR 3 — Svíar og Spánverjar auka viSskiptin. Vöruskiptin milli Svía og Spónverja hafa fró 31. ógúst verið aukin um öO% frá gild- andi samkomulagi fram að þeim tíma. Varúð í pólsk- um höfnum. Sænska sjómannasamband- ið hefur ráðlagt meðlimum sínum varúð við landgöngu í pólskum höfnum og bent á, að^þar geti ýmislegt varðað fangelsi, sem ekki er refsivert að sænskum lögum, t. d. að tapa sjóferð'abókinni sinni. Og getur það varðað viku fangelsi. Sjómönnum er ráð- lagt að fara sem rninnst í land og gæta vel pappíra sinna og vera mjög varkárir í um- gengni við þá, sem þeir ekki þekkja. Gullforði Breta minnkar. A fyrsta ársfjórðungi 1951 jókst gullforði Breta um 360 milj. dollara, á öðrum um 54 milj., en á þeim þriðja minnk- aði hann um 638 milj. og var 1. okt. 3.269 milj. dollarar. Það er ekki að vænta neinna aðgerða í þessum efnum fyrr en eftir kosningarnar. Sænskt járn hækkar. 1. okt. hækkaði sænskt járn um 10—12%, og var bú- izt við þessu eftir hækkunina á belgiska járninu fyrir nokkru. Kol frá Indlandi er nú byrjað að flytja til Evrópu, og hafa Svíar m. a. fengið nýlega sinn fyrsta kola- farm þaðan, um 8.000 lestir. A næstunni er von á öðrum 8.700 lesta farmi af steinkol- um frá Kalkútta. svo öflugt fylgi meðal kjós- endanna, að hann geti gert fyrirætlanir langt fram í tím- ann án þess að þurfa stöðugt að hugsa um að glata ekki vinsældum hjá þjóðinni, flokkur, sem metur meir góð- an árangur eftir tvö ár en eft- ir einn mánuð. Hvernig á að auka framleiðsluna? Englendingar nota allmiklu meira en tekjur þeirra hrökkva fyrir. Hinn ■ óhag- stæði verzlunarjöfnuður hef- ur stigið svo mjög, að hann er nu 600 milj. sterlingspund á ári, en það er meira en á krepputímunum síðustu (545 milj.). Kosningastefna íhalds- flokksins er: Meiri fram- leiðsla, ef lagðar eru minni hömlur á frjálst framtak, og dregið verði úr útgjöldum ríkisins. Það er auðvitað mik- ið vafaatriði, hvort það muni í raun og veru leiða til meiri framléiðslu, ef allt er gefið frjálst. í orði er það að vísu rétt, en ýmis sálfræðileg at- riði koma til greina, og mæla 75% frílistinn. Eins og kunnugt er, áttu löndin innan Efnahagssam- vinnu Evrópu að gefa frjálst hjá sér 75% af innflutningn- um íyrir 1. marz s.l. Nú hefur komið í Ijós, að Vestur-Þýzkaland, Danmörk, ísland, Noregur, Grikkland og Austurríki eru enn þannig fjárhagslega sett, að þau falla undir undantekningarnar, og eru þannig undanþegin því að gefa til fulls frjálsan hinn ákveðna hluta af innflutn- ingsverzluninni. Þau lönd, sem hafa full- nægt skilyrðunum, þannig að þau hafa gefið frjálsan 75% af innflutningnum, eru: Belgía, Luxemburg, Frakk- land, Irland, Ítalía, Portúgal, Svíþjóð, Sviss og Stóra-Bret- land. Tyrkland hefur beðið um að vera undanþegið, og er beiðnin í athugun. Holland fékk frest til 1. sept. 1951. Dýrari bílar. Ford Motor Company í Bretlandi hefur tilkynnt, að hinar brezku gerðir af bílum þeirra verði hækkaðar um 27—37 sterlingspund (1200 —1700 krónur). Atvinnuleysi minnkar nú mjög hratt í heiminum. í Sviss hefur tölu atvinnu- lausra fækkað um 73% á einu ári, í Finnlandi um 64%, í Bandaríkjunum um 42%, í S.-Afríku um 41%, í Ástra- líu um 51%, í Frakklandi um 26%, í Vestur-Þýskalandi og Belgíu um 14%. Fá lönd sýna vaxandi atvinnuleysi. Bæði Danmörk og Noregur eru þó meðal þessara landa, Noregur með 24% aukningu og Dan- mörk með 6%. sum á móti, en önnur mæla með. Það er vitað, að kola- skorturinn er nú í minnsta lagi 5 milj. lestir, og ómögu- legt er að auka framleiðslu á rafmagni að því marki, sem iðnaðurinn krefst. Og engar horfur eru á, að nýir atvinnu- vegir geti bætt úr (athafna- leysið er nú aðeins 1%). Breta skortir auðsjáanlega skilning á, hvernig mögulegt er að auka framleiðsluna, eins og nú er ástatt. Þeir benda á, að hún hafi aukizt um 40% síð- an 1945, að útflutningurinn sé nú 75% meiri en árið 1938, og það sé sparað á öllum svið- um bæði opinberlega og með- al einstaklinga svo mjög, að ekki sé nokkur leið að ganga lengra í þeim efnum. Gagnrýnin gegn umbótun- urn í stjórnmálunum mun hafa allmikil áhrif á kosning- arnar, en varla að eins miklu leyti og margir halda. Marg- ar miljónir manna njóta góð's af heilbrigðismálaþjónust- unni, og finnst þeim þeir standa í mikilli þakldætis- slculd við þá ríkisstjórn, sem Kaupa Bandaríkin togara í Svíþjóð? Það hefur verið getið um það í sænskum blöðum, og sænskur skipasmiður borinn fyrir því, að til tals hafi kom- ið, að hinar minni skipasmíða- stöðvar í Svíþjóð byggi 100 togara fyrir Bandarikin fyrir verðmæti, sem svarar til um 200 milj. ísl. króna. Engin staðfesting hefur þó fengizt á þessu, og sameiginlegur fé- lagsskapur þessara skipa- smíðastöðva kannast ekki við það. Meiri vinna — hærri laun. Hin þrjú stóru andkomm- únistisku verkalýðssambönd í Frakklandi liafa sett á fót sameiginlega nefnd með það takmark að finna leiðir til þess að auka afköstin og tryggja verkamönnunum sanngjarnan hluta af árangr- inum. Þjóðbankastjóri Dana er nýkominn frá Washing- ton. En þar varð honum elck- ert ágengt með að fá lausn á dollaravandamáli Dana. „Vér getum ekki sem stendur vænt neinnar hjálpar frá hvorug- um af „fjármálatvíburunum“ — hvorki frá Gjaldeyrissjóðn- um né AIþjóðabankanum“. Kolaskorturinn í Evrópu. Efnahagssanlvinnustofnun- in hefur komizt að raun um, að Evrópu vanti 30—50 milj. lesta af kolum til þess að vera sjálfri sér nóg á næsta ári. Þennan skort er aðeins hægt að bæta sér að nokkru leyti með innflutningi frá Banda- ríkjunum vegna skorts á skip- um og fullnægjandi aðstöðu til losunar í evrópiskum höfn- um. hefur komið í kring þessum hagsmunamálum þeirra. Á- rásirnar, sem gerðar liafa ver- ið á núverandi ríkisstjórn, m. a. frá læknafélögum, eru að sínu leyti réttmætar og þeim sjálfum samkvæmar, en þar er margt, sem taka þarf með í reikninginn. Og það er erfitt að hugsa sér það, að stjórn- málaaðgerðir sósíalista muni kosta verkalýðsflokkinn mörg atkvæði. Sigur íhaldsmanna? En það þurfa ekki miklar breytingar að eiga sér stað, til þess að Ihaldsmenn nái aíl- miklum meirihluta í kosning- unum. Um 200 sæti í neðri deild eru setin af fulltrúum verkalýðsflokksins með mjög litlum meirihluta atlcvæða. Breyting um aðeins 1% frá því síðast mundi haia það í för með sér, að Ihaldsmenn fengju 17 sætum meira (en það er allt of lítið til að mynda ríkisstjórn, sem væri föst í sessi). Ef breytingin yrði 2%, fengi íhaldsflokkur- inn um 70 meirihluta, og KORN. Árið 1945 stofnaði lækna- deildin við Columbia háskól- ann fyrstu sálgreiningar- og sálarrannsóknarstofnunina í Bandaríkjunum með það fyr- ir augurn að kvnna sér undir- meðvitundina og sambandið milli sálar og líkama. ★ t sauðaþjóðfélagi mun með tímanum komast á úlfaríkis- stjórn. ★ Þingmaðurinn David Ecc- les segir um peningana, ef sósíalistar færu með völdin: „Ef þú notar þá, ertu í öng- um þínum yfir því, hve lítið þú færð fyrir þá, en ef þú geymir þá, bráðna þeir eins og ís fyrir sólu“. ★ Nútímamenn leggja meiri áherzlu á að láta sér líða vel en að gera öðrum gott. * Svíncieyjan. Crozet-eyjarn- ar eru eyjaklasi í Indlands- hafi. Ein af evjunum, sem var viðkomustaður margra skipa á tímum seglskipanna, kallast Svínaeyjan. Nafnið fékk eyj- an af því, að skipstjóri einn setti þar árið 1935 svínahóp, sem síðar l'jölgaði þar mjög ört. ★ í Bandaríkjunum eru marg- ir nrenntaskólar í stórborgun- um, þar sem ómögulegt er að fá kennslu í sögu Fornaldar- innar. Hún er þar ekki einu sinni frjálst fag. En allir verða að taka námskeið í jazz, hljóð- færaleik, matreiðslu, meðferð bíla, trésmíði, leikfimi, skreyt- ingum, snyrtingu og sam- kvæmisdönsum — og margt af þessu er mjög kostnaðar- samt. væri það nóg. Að lokum er svo spurning- in um forsætisráðherrann. Attlee er yfirleitt vel metinn og vinsæll, og það hefur nú kornið í ljós, að hæfileikar hans sem leiðtoga stjórnarinn- ar eru miklu meiri en rnenn fyrr höfðu haldið. Bevan hef- ur grafið niður stríðsöxina, eins og búizt var við, og það mun auðVitað efla fylgi verka- lýðsflokksins. En því er ekki að leyna, að klofning hefur orðið innan flokksins, og það geta andstæðingarnir að sjálf- sögðu notað sér með allmikl- um árangri. Svo er það Churchill. Það' er álitið .sjálfsagt, að hann taki við stjórnartaumunum að loknum sigri í kosningun- um. Það hefur ekkert að segja, þótt hann eigi marga andstæðinga, ekki sízt innan síns eig'in flokks. Það er ekki aldurinn og heldur ekki ein- veldishyggjan í stjórn hans, sem því veldur. Mönnum finnst, að hann hafi ekki — þrátt fyrir hinar afar miklu persónulegu vinsældir Sjóinannasaga. Afi minn segir mér eftirfarandi sögu án þess að ábyrgjast, að hún sé sönn: Um borð í gufuskipi einu fór eitt sinn fram útför sjómanns, og var settur kola- moli við' hlið hans í stað steins eða járns. Einn kyndarinn skellihló, meðan á hinni sorg- legu athöfn stóð. Þegar útför- inni var lokið, ásakaði skip- stjórinn kyndarann fyrir ó- sæmilega hegðun. Hinn hlát- urmildi svaraði: „Ég hef nri séð svo marga vesalinga fara til helvítis, en fjandinn hafi það, ég hef aldrei áður séð, að þeir hafi sjálfir haft kolin með sér“. ★ Peningur i munninum. Fyrr á tímum var það venja við útfarir á hafi úti að láta pen- ing í munn hins látna. Það var gert til þess, að hinn látni gæti greitt ferjumanninum Charon sjóferðina til ríkis hinna dauðu. ★ Cargadórar. Orðið' „eargo“ er spánskt og þýðir skips- ferming. Fyrir tíma sjótrygg- inganna var næstum alltaf maður með um borð í skip- unum, sem átti að hafa urn- sjón með fermingúnni og ef til vill að reyna að kaupa eða selja nýjar vörur. Maður sá, er hafði þetta starf með hönd- um, var kallaður „cargadór“. Smám saman, eftir því sem sjótryggingar fóru í vöxt, dró úr starfi cargadóranna. ★ Það er sumt fólk, sem ekki er hægt að segja vingjarnlegt orð við, án þess að það haldi, að maður meini það. ★ Fy rst stelur hann dóttur minni frá mér, og svo gerir hann mig að afa“. hans — hina þjóðlegu stefnu í friðsamlegum kosningum, sem sá flokkur verður að hafa, sem keppir eftir sigri. Menn hafa heldur ekki glyemt því, sem gerðist árið 1945, — það var mörgum „holl lexía“. í allt sumar hefur nafn Edens borið hátt, þegar rætt hefur verið um verðandi forsætis- ráðherra. En það er alkunna, að það er alveg óhugsandi, að hann taki við stjórnartaum- unum, án þess að fram komi eindregin ósk um það frá Churchills hálfu. Og þeirrar óskar er varla að vænta fyrst um sinn. Nýléga hélt hið svokallaða „draugaráð“ fund fyrir lukt- um dyrum til þess að Ijúka við kosningaundirbúninginn. Churchill stjórnaði fundinum. í ráðinu eru 14 menn. Af for- ystumönnum í virkri stjórn- málastarfsemi á sviði fjármála má nefna David Eccles, sem er fulltrúi ungra íhalds- manna. Margir þcirra liafa i allmórg ár verið' í allharðri andstöðu við leiðtoga flokks- Ins (Macmillan-flokkurinn).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.