Víðir


Víðir - 20.10.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 20.10.1951, Blaðsíða 4
 "1 Þeir, sem vilja íylgjast vel með, lesa V í ÐI. V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. 1 J Mesta ótíð hefur verið þessa viku, sunnan- o g suðvestanáttir. Hefur hafáttinni fylgt mikið brim, svo að slíkt hefur ekki komið í Bugtinni í marga mánuði. Það má segja, að um lengri tíma hafi þar verið ríkj- andi norðaustanátt. Hafbrimið hefur svo rifið lausan botngróður þann, sem vaxið' hefur í sumar, og hef- ur þetta mjög spillt aðstöðu til veiða á miðunum, einkum á Sviðinu. I Garðsjónum hef- ur þarinn verið minni. Það er ekkert nýtt, að hafbrim rífi gróðurinn lausan á haustin, og berst hann þá oft mikið á land, þó það hafi verið minna í seinni tíð en oft áður. Háþrýstisvæð'i er nú yfir Skandinavíu, og á meðan það helzt, er ekki von til, að breyti um átt hér úr sunnan og suðvestan. Þetta veðurfar getur vel haldizt fram undir mánaðamót. Staðviðri eru nú orðin miklu meiri en áður. Aflabrögð hafa verið mjög rýr, þá sjaldan á sjó hefur verið kom- izt. Helzt hefur eitthvað feng- izt í Garðsjónum, þar sem þarans hefur gætt minna. í fyrradag fékk IslendinguT-inn (litli) þar t. d. 3 lestir af fiski. Gerði það 4000 krónur. Sama dag var annar bátur á Svið- inu og fékk ekki nema 160 kg. Afli nokkurra báta einstaka róðra í vikunni: Drífa 2 lestir, Siglunesið 1 Y> lest, Hermóður og Bragi 2 lestir, Vilborg og Þristur 1 lest. Togararnir. Tíðin hefur verið þolanleg, þó hefur hún verið rysjufeng- in fyrir Vesturlandi, norðlæg átt og stundum bylur. Aflabrögð hafa verið heldur treg og mjög lítið að glæðast. Við Grœnlancl eru nú veð- ur farin að verða hörð með frostum, einkum norðan til á svonefndum Stóra-heilagfiski- banka. Isrek er einnig tölu- vert norður með landinu. Það er því farinn að verða hver síðastur að stunda fiskveiðar við Grænland að þessu sinni, enda eru öll íslenzku skipin á leið þaðan eða í ]>ann veginn íið fara þaðan. Fara sum þeirra beint til Englands eða Danmerkur með aflann, en önnur koma heim eða koma við hér. Markaðunnn hefur verið dágóður þessa viku. Hefur salan farið eftir aflamagni og gæðum aflans. Það hefur ver- ið mjög svipað að selja í Þýzkalandi og Bretlandi hvað sölurnar snertir. Annars er það allt annar fiskur, sem selst í Þýzkalandi en Englandi, og í tregfiski er hægara að hafa meiri afla þegar hann má vera mjög ufsa- og karfaborinn, en það vilja Þjóðverjar gjarnan, þó að þeir vilji einnig fá þorsk. Englendingum er hins vegar minna. gefið um ufsann og karfann, þó að lítils háttar megi fljóta með. Isfiskveiðamar hefjast nú sjálfsagt fyrir alvöru hjá öll- um togurunum. Mega skipin sigla til Þýzkalands og selja þar til 15. nóvember, en lengra nær ekki löndunar- samningurinn. Er hætt við, ef öll skipin fara að sigla á Bret- land, að markaðurinn þoli það ekki, nema tíð' verði þá þeim mun verri og lítið berist að af fiski þess vegna. Vestmannaeyjar. Bátar reru í fyrradag. Sum- ir lögðu, en aðrir ekki, því að hann var rokinn upp, ]>egar lcomið var út á miðin. Afli var enginn. Nokkrir bátar eru hættir veiðum og aðrir í þann veginn að' hætta. Dragnótabátur fór út í vik- unni og fékk sáralítið. Otíðin er svo mikil, að það er aldrei hægt að fara út. Menn eru nú farnir að undir- búa báta sína undir vertíðina og eins veiðarfæri. Sandgerði. Það má segja, að ekki hafi gefið á sjó það sem af er októ- ber, og því engin síld borizt á land, þangað' til i fyrradag að bátar reru almennt. Afli var mjög lélegur, enda óhag- stætt veður. Dálítið varð vart við síld í dýptarmæli, en hún stóð yfir- leitt það djúpt, að ekki náðist til hennar. Mest varð vart við síld grunnt á Hafnarleirnum. Á þeim slóðum fengu tveir, þrír bátar sæmilegan afla, npp í 100 tunnur, og var það' eina veiðin hjá flotanum. Menn gera sér vonir um, að eitthvað veiðist enn af síld, ef brevtir til um veður, og helzt ef hann gengur í hæga norðanátt. Það er dauft yfir atvinnulífinu eins og í flest- um sjávarplássum, þegar ekki gefur á sjó. Flest aðkomufólk er farið burtu. Keflavík. Það má segja, að steindautt hafi verið þessa viku. Þó fóru nokkrir bátar út á miðviku- dagskvöldið, en komu yfir- leitt með lítinn afla, 5, 10 og 20 tunnur, og var síldin svo smá, að hún var ekki söltun- arhæf. Tveir bátar fengu þó góðan afla, Andvari 100 tunn- ur og Skíðblaðnir 60 tunnur. Fengu þeir síldina djúpt á Hafnarleirnum, en þó grynnra en fjöldinn. Hjá þessum bát- um var síldin sæmilega stór. Dragnótabátarnir hafa lítið verið á sjó þessa viku og áfli hjá þeim mjög tregur, þegar þeir hafa komizt út. Mikið hefur verið um skipa- komur þessa viku. Norskt skip hefur verið að losa 350 lestir af kolum. Þá hefur ver- ið' losað úr togaranum Kefl- víking 300 lestir af salti frá Þýzkalandi. Norskt skip hef- ur verið að ferma 320 lestir af fiski- og' síldarmjöli. Og Drottningin er í dag að ferma 1400 tunnur af síld, á annað hundrað lestir af lýsi og 600 pakka af söltuðum ufsa. Hctfnarfjörður. Á fimmtudaginn reru allir bátar, og var veiði treg. 2—3 bátar fengu 20—25 tunnur, Jón Dan 25 tn., en flestir fengu 2—3 tunnur og sumir ekkert. Danskt skip er að taka 300 lestir af fiskimjöli. Allir togararnir eru á veið- um, nema Júlí, sem er í slipp í Reykjavík. Júní er enn við Grænland og um það bil að fylla sig og leggja af stað til Englands. Verið er að vinna við höfn- ina af kappi. Er um það bil verið að Ijúka við að slá undir loftið í stóra kerinu, sem á að lengja hafnargarðinn, og verð- ur þá farið að steypa það. Akranes. Bátar fóru almennt út á miðvikudagskvöldið og fengu lítinn afla, 5 og upp í 20 tunn- ur, og sumir ekki neitt. Bjarni Olafsson er á veið- um fyrir frystihúsin. Enn er verið að vinna við bryggjuna, sem átti að koma fram af sementsverksmiðj- unni, og verður enn ekið í hana nokkru grjóti í haust til þess að ganga vel frá öllu und- ir veturinn, eftir því sem hægt er. ísafjörður. Tíð hefur verið stirð þessa viku, þó hafa trillurnar getað skotizt út og reytt sæmilega, mest ýsu. Einn bátur úr Súðavík er byrjaður róðra með' línu og hefur farið tvisvar á sjó og veitt lítið. Fékk hann í öðr- um róðrinum 1000 kg. og hin- um 1500 kg. Isborg er á veiðum, og er ætlunin, að hún sigli með afl- ann. Sólborg er við Grænland. Grettir hætti að grafa i höfninni núna í vikunni. Enn- þá er þó ekki hætt að vinna við höfnina, og er skipasmíða- stöð' M. Bernharðssonar þar með nokkra menn við vinnu. Á SiglufirSi er einn bátur, Skjöldur um 100 lestir, farinn að róa með botnvörpu. Kauptrygging er ekki hjá skipverjum, heldur hafa þeir hlutinn eins og hann verður. Saltfiskur til Danmerkur. Nokkrir togarar hafa farið með saltfisk til Esbjerg í Danmörku. Hafa þeir fengið danskar kr. 1.20 fyrir kg. upp til hópa. Faxasíldin. Búið er að senda úr landi 7163 tunnur af Faxasíld. í landinu eru ófarnar 55352 tunnur. Mikið af síld fer með Drottningunni núna. Síldin þykir feit og góð. Ef lýsisverð hækkar ekki getur orðið örðugt fyrir verksmiðjurnar að kaupa síld fyrir óbreytt verð. Fram að síðustu mánaðamótum var liægt að láta síldarlýsið koma undir fyrirframsamninga, sem gerðir voru við Breta í vor, um £ 140 fyrir lestina, og féll hvallýsið' þar undir. En nú er verð á lýsi mnn lægra £ 115 —120 lestin. Saltfiskurinn frá 1950. Ríkisstjómin hefur sent L. J. Ú. til uinsagnar beiðni út- gerðarmanna um, að fiskur frá árinu 1950, sem seldur var til Suður-Ameríku, verði látinn falla undir hinn svo- nefnda bátagjaldeyri, en á þessum fiski var mjög slæm útkoma, ýmist vegna skemmda eða að fyrir hann fékkst svo lágt verð. Meiri- hluti stjórnar L. í. Ú. sam- þykkti að mæla með þessu. Mikil olía hefur undanfarið verið flutt til landsips. Hafa skip legið fyrir framan olíustöð'varnar og losað olíu, og eins hafa olíuflutningaskip verið að losa í Hvalfirði. Vilja olíufélögin birgja sig upp fyrir veturinn, áður en allra veðra er von. Þegar skip þurfa að liggja svona fyrir utan og komast ekki upp að, getur alltaf far- ið, eins og fór fyrir Clam í fyrra, sem rak upp í Lauga- nes, og laskaðist svo þar, að það leiddi til þess, að það rak á land við' Reykjanes og brotnaði í spón. Akurey seld? Ráðamenn bæjarútgerðar- innar á Akranesi ásamt þing- manni sýslunnar hafa undan- farna daga verið í Reykjavík að semja um kaup á togaran- um Akurey fyrir bæjarútgerð Akraness. Akurey er einn af nýsköp- unartogurunum, venjulega gerðin. Aðaleigandi hlutafé- lagsins sem á hana er Oddur Helgason, útgerðarmaður. Talið er að kaupverðið sé- um 6 miljónir króna. Höföaborg, áður Belgaum, stendur nú í Slippnum víst við' það til- búin að fara niður. Höfða- kaupstaður hefur keypt skip- ið. Verkfall? Búizt er við, að verkfalí skelli á á togaraflotanum 15- des., ef ekki takast áður samn- ingar. Fundur L. í. Ú. hefur yerið ákveðinn 7. nóv. n .k. Á leiö frá Grænlandi. Færeyskir línubátar, sem? hafa verið á leið frá Græn- landi til Færeyja og komið hafa hér við, skýra svo frá- að í suinar hafi verið miklu minni afli hjá þeim en í fvrra sumar. Erfiðleikar útgerðar- manna í Færeyjum. Vegna f j árhagserf iðleika Sjóvinnubankans í Færeyjum hafa einhverjir útgerðarmenn’ orðið að selja sum nýjustu og beztu skip sín úr landi til Englands — eins og togarann Jóannes Paturson. Var sölu- verðið sem svarar 4:l/t milj- ísl. krónur. Aöstaöan við Grænland. Færeyingar ásamt útlend- ingum höfðu liggjandi við Grænlartd skip, sem keypti fiskinn af Færeyingum. Var hann umsaltaður, en þó ekkí nærri fullstaðinn. Verðið var eina krónu danska kg. (kr- 2.36). Færeyingarnir losuðu sjálfir fiskinn yfir í skipin. Tvö olíufélög hafa sett upp olíugeyma á Grænlandi. r, Rœðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið rœðir. 1 —= Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .................... i Heimili ............... Póststöð .................. Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.