Víðir


Víðir - 27.10.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 27.10.1951, Blaðsíða 4
p~~ n — - Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í ÐI. V í Ð IR flytur efni, sem ekki er annars staöar. TíSaríarið. Vikan byrjaði með frosti, og féll hér fyrsta snjófölin á haustinu á sunnudaginn. Framan af vikunni var norð'- an strekkingur. Um miðja vikuna gerði kyrrt veður, en upp úr því gekk hann í aust- anátt með slyddu og bylhragl- anda við og við. Afli hefur verið sæmilegur af kola og smáýsu, en þorsk- ur hefur ekki sézt í honum. Aflinn hefur verið þetta 500 —1000 kg. af kola og um 2 lestir af öðrum fiski. Bátarnir fá afla sinn norð- anverðu við Hraunið frá Svið- inu og vestur undir Súlu, lítið' í Garðsjónum. Einnig hafa þeir verið að fá kola á Bolla- sviðinu. I fyrra haust urðu bátar helzt ekki fisks varir í Bugt- inni um þetta leyti, fengu þetta 300—500 kg., og svo hættu þeir. Það hefur ekki verið jafngóður afli um þetta leyti árs í Bugtinni í mörg ár. Venjulega hefur afli verið mjög tregur þar, ur því kom noklcuð fram í október, bæði í dragnót og botnvörpu. Jafnmikil kolaveiði og nú hefur ekki komið um langt skeið. Ysan er full af síli. Veiðin í Bugtinni er öll undir sílinu komin, þegar það er ekki, þornar alveg upp. Afli einstaka róðra í vik- unni: Islendingur (litli) 2 lest- ir (þar af koli 530 kg.), Bragi 4 lestir (koli 1100 kg.), Her- móður 21/2 lest (koli 860 kg.), Bristur 4V2 lest og Skógafoss (dragnót) 1% lest. Nokkrir síldarbatar: Arín- björn með 25 tunnur, Ásgeir 58 tunnur og Hvítá 42 tunn- ur. Togararnir. Flest allir togararnir hafa undanfarið verið á Halanum og fyrir austan Djúpið, og hafa sumir þeirra fengið þar ágætan afla. Austfjarðatogar- arnir hafa þó reynt eitthvað fyrir Austurlandi, en heldur hefur þar verið tregt. Akur- eyrartogararnir hafa fengið' góðan afla fyrir Norðurlandi, en ekki nema sumir, og aðrir hafa ekki fengið þar afla, þó reynt hafi. Fíðin héfur verið í'ysjótt, norðlæg átt og þó heidur um- hleypingasöm. Þeir togarar, sem stundað hafa veiðar við Grænland, eru nú sem óðast að koma þaðan. Er gert ráð fyrir, að þeir fari allir á ísfiskveiðar og selji afla sinn ýmist í Eng- landi eða Þýzkalandi (fram til 15. nóv.). Bjarni Ólafsson er líklega eini togarinn, sem veiðir fyrir frystihúsin eins og er. Grindavík. Veiði hefur verið heldur lít- ils hæstu bátar komizt upp í 40—50 tunnur, en margir líka með 10 og 20 tunnur og sum- ir ekki neitt. Þeir mæla fyrir síld, en hún stendur djúpt, og virðast ekki almennilega ná henni. I fyrradag var allur fjöld- inn af bátum á Hafnarleim- um, og var ljósadýrðin að sjá úr Jandi yfir Hafnarvíkina eins og að sjá upplýsta borg. Um 8 aðkomubátar stunda nú veiðar frá Grindavík. SandgerSi. Utlitið með síldveiðamar er heldur batnandi, beztu bát- arnir fengu um og upp úr miðri vikunni 90 tunnur og allt niður í 40 tunnur, svo margir líka ekki neitt. Sjó- menn telja vafalaust, að mikil síld sé yfirleitt á miðunum, en hún standi dýpra en venju- lega. Menn eru þá að reyna að sökkva netunum meira, stundum lánast það og stund- um ekki. Það var eftirtektar- vert í fyrra, hve Akranesbát- ar fiskuðu betur en aðrir, og má vera, að það hafi legið í því, að þeir hafi sökkt netun- um meira. Það var líka talið, að þeir hefðu haft nýleg og góð net. Það hefur ekki verið saltað mikið þessa fáu daga, sem gefið hefur á sjó, síðan byrj- að var að salta upp í síðústu sölu, og er tæplega búið að salta nema helminginn, um 7500 tunnur. Síldin hefur ver- ið smá, og svo hafa einstaka bátar verið að strekkja við að vera á sama stað og þá heldur kosið að fara ekki í land, þó að þeir þyrftu fyrir það að láta síldina í bræðslu. Keflavík. Á miðvikudaginn virtist svo sem síldveiðin væri aftur að verða góð, hæstu bátar fengu upp í 97 tunnur og nokkrir 40—70 tunnur. í fyrradag var síldin misjafnari og brellnari og ekki jafnal- menn veiði, bátar fengu þó þá 50—80 tunnur, en margir líka mjög lítið. Voru þeir yf- irleitt grunnt á Hafnarleirn- um, því þar hafði hún mælzt mest. En svo reyndist veiðin þarna óveruleg, og eru helzt Ííkur fyrir því, að þetta hafi verið smærri síld, sem þarna mældist. Þeir, sem voru utar, fengu stóra og betri síld. í dragnótina hefur verið lít- i]J afli og ekki gott næði. Vélbáturinn Fróði fór út með snvrpunót og fékk ekk- ert. Tveir dragnótabátar fóru einnig út með sílisnót og fengu heldur ekkert. Foldin losaði í vikunni á sjöunda hundrað lestir af sementi, sem fór upp á flug- völl. Hafnarfjörður. Þar hefur verið lítið og ekkert róið eins og í öðrum verstöðvum vegna ótíðar þar til núna eftir miðja vikuna. Flestir heimabátar hafa kom- ið með síldina til Hafnarfjarð- ar, og hafa þeir haft revtings- afla. Enginn togaranna er inni núna, þó er von á Júlí þá og þegar, en hann er búinn að vera margar vikur í slipp í Reykjavík. I fyrradag var byrjað að steypa lokið yfir stóra kerið, og er óvíst, að því verði lokið fvrir helgi, og er þó ekki steypt nema yfir helminginn af því í einu. Steypan er um Y2 m á þyklct. Grettir er nýkominn og far- inn að moka smárri möl upp að kerinu, þar sem hafnar- garðurinn á að koma meðfram kerinu. Þetta er gert vegna þess, hve botninn er gljúpur þarna. Síðan verður fyllt of- an á með grjóti og að lokum steypt yfir allt saman.- Búið er að brjóta nokkuð niður tvo veggi sundlaugar- innar og slá upp steypumót- um fyrir veggjum aftur, og er ætlunin að byggja yfir laug- ina, en hún hefur verið opin hingað til. Akranes. Bjarni Ólafsson kom inn á miðvikudaginn með 270 lestir af fiski, um helmingurinn karfi og hitt þorskur og ufsi. Fisk- urinn er allur unninn í frysti- húsunum fyrir Ameríkumark- að og ufsinn líka. Tekur vinnslan um 3 daga. Fólk er nú í færra lagi í frystihúsun- um. Fimmtudagurinn var skásti dagurinn í mánuðinum fram að því, og fengu bátar þetta 20—100 tunnur. Keilir var úti í nokkra daga með snyrpunót og kom inn í fyrradag með einar 5 tunnur. Þeir sögðu mikla síld, en að hún standi svo djúpt, að þeim takist ekki að ná henni. ísafjöröur. Ekkert hefur verið róið þessa viku. í Hnífsdal eru menn eitthvað í undirbúningi með að byrja. Bæjarbúar hafa ekki haft fisk í soðið og orðið að lifa á frosnum fiski, og þyk- ir það leiðigjarnt til lengdar. Dragnótabátur hefur ein- stöku sinnum komið frá Flat- eyri og selt afla sinn í bæinn. ísborg sigldi áleiðis til Eng- lands á þriðjudaginn með full- fermi og gat meira að segja ekki komið öllu niður. Meira en helmingur af aflanum var það,sem kallað er góður fisk- ur. Nú er farið að verða æði haustlegt, blöðin á trjánum eru að tapa sínum græna lit og verða rauðbrún, um leið og þau feykjast burt með haustvindunum. Rauðu berin á reyninum standa lengst 0g minna á gróður sumarsins, þegar allt er fyrir löngu orðið grátt. FjaUatopparnir í kring eru að verða alhvítir. Norðar í landinu er snjórinn að setj- ast niður í hlíðar, þó að hann taki þar enn upp á milli niðri á láglendinu. Hinni breyttu veðuráttu fylgir svo kuldinn. Hér sunn- anlands er þó tiðast ólíku saman að jafna, hvað snjó og kulda snertir, við norður- helming landsins. Sumarið — gott sumar a. m. k. sunnan- lands — er liðið. Þó að kvikasilfrið sé enn oftast ofan frostmarks, eru sjomennirnir farnir að búa sig betur. f sumar voru þeir í þunnu nankinsfötunum, oft með bera handleggi og ber- höfðaðir, stundum á normal- bolnum einum ofanklæða, þegar þeir voru að ditta að bátnum sínum við bryggjuna í sumarblíðunni. Nú eru þeir komnir í peysur og ullarvett- lingar Hggja á vélarhúsjnu, sem bera vott um, að stund- um geti verið notalegt að setja þá upp í hryssingi, þótt þeir séu ekki enn seftir upp, þegar verið er að leggja fiskinn á land. En oftast er verið úti að næturiagi, hvort heldur verið er, á reknetum eða botnvörpu- veiðum, og þá er oft frost, þó að ekki sé það á daginn. Sænskir sjómenn hafa mótmælt, að Tékkum verði selt smjör, sem getur ekki orðið nema á kostnað minni fiskinnflutnings. Yerzl- unarsamningurinn gerir eink- um ráð fyrir innflutningi á síld, en Svíar veiða allmikið af síld á Doggerbanken og víðar. Til sjófarenda. Kveikt hefur verið á nýj- ^ um vita á Hraunhafnartanga ! á Melrakkasléttu. Vitahúsið | er 15 m hár grár ferhyrningur, J steinsteyptur turn með svört- um lóðréttum röndum. Reistur hefur verið nýr viti fyrir innsiglinguna á Raufar- | höfn á Melrakkasléttu. Vita- húsið er 3 m hátt grátt, stein- steypt hús. Nýr radioviti er tekinn til starfa á Suðurnesi, sem er syðst á Seltjarnarnesi við Reykjavík. Þjónustutími er j stöðugt allan sólarhringinn. Nýr sæsími liefur verið \ ]agður þvert yfir Eskifjörð, frá miðri Ilólmaströnd í mitt Eskifjarðarkauptún. Upplýsingar þessar eru úr tilkynningu Vitamálaskrif- stofunnar nr. 10 — 1951. Lágmarksfrygging í Noregi! Landsfundur sjómannafé- ]aga Noregs hefur samþvkkt, að norskum fiskimönnum skuli eftirleiðis tryggður lág- markshlutur, 60 norskar krón- ur um vikuna, þ. e. 137 ís- | lenzkar krónur, um 550—600 krónur um mánuðinn. Norsk- ir sjómenn hafa elcki haft lág- markstryggingu áður og eru mjög ánægðir með þessa á- ; kvörðun landsfundarins. Hér ^ á landi er lágmarkstryggingin upp undir það eins há og verkamannakaup miðað við 8 stunda vinnudag. I sumurn verstöðvum er lágmarkstrygg- ing ekki í gildi yfir haiístmán- uðina nema á síldveiðum. Grænlendingar amasf viS úflendingum. Grænlendingar liafa mót- mælt því við Dani, að Fær- eyingum og Dönum sé leyfð fiskveiði inni á fjörðum, þar sem það torveldi mjög þeiira eigin veiði, m. a. vegna þess að fiskurinn vilji ekki taka beitu hjá þeim, þegar miklu hefur verið kingt þar niður af slori. Einnig eyðileggi hin mikla umferð um firðina sel- veiðina fyrir þeim. Þeir vilja einnig láta banna þeirn með öllu hvers konar veiði uppi í landi, en á henni hefur borið j eitthvað lítilsháttar. r, ~ . Rœðið við lcunrúngja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið rceðir. = =7 TJndimtaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafri ...................................... Heimili ........................ Póststöð .......................... Pil vihublaðsins Víðir, Reykjavík. (Simi 6661).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.