Víðir


Víðir - 10.11.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 10.11.1951, Blaðsíða 1
i XXIII. Reykjavík, laugardaginn 10. nóvember 1951. 32. tölublað. Hraðs í þýzkri fogarasmíði. Minnst 11 nýir togarar eru mi í pöntun hjá eða smíðum í þýzkum skipasmíðastöðvum íyrir þýzk fyrirtæki. 8 af þeim eru milli 500 og 600 br. lestir og eru í smíoum í þremur skipasmíðastöðvum í Bremer- haven, og eiga þeir allir að vera tilbúnir i'yrir síldveiðarn- ar næsta sumar, sem byrja um iíkt leyti og hér, og þó heldur seinna, um miðjan júlímánuð. Allt eru þetta gufutogarar, en Vulcan-skipasmíðastöðin í Bremen-Vegesaek, er að kyggja 2 dieseltogara, 450 br. lestir, sem eiga að' bera 250 lestir af fiski. Einn gufutog- ara er svo verið að byggja í Hamborg fyrir útgerðaríélag þar. Norðmenn eiga 4 togara í smíðum í Þýzkalandi, 630 br. lestir. Islendingar eiga, sem kunn- ugt er, 2 dieseltogara í smíð- um í Bretlandi, og eru þeir rétt ókorhnir. Eru þeir systur- skip Hallveigar Fróðadóttur, sem er 621 br. lest/ Þeir eru með 1390 hestafla vélum, sem snúast 420 snúninga á mínútu. L. í. Ú. - fundurinn. Sfór fogarl. Hollenzka skipasmíðastöðin Bræðurnir Pot í Bolnes hefur nýlega afhent Société Havra- ise de Péche hinn nýja stóra dieseltogara, „Satumia", 1625 lestir. Togarinn er 71.6 m á lengd, 11 m breiður og 5.8 m djúpur (siðumál). Hánn er íneð 1300 hestafla MAN-vél. Eina siglutré skipsins eru tveir sterkir hólkar, sem eru soðnir saman efst. ð>ýzk síldarflufningaskip. Tvö útgerðarfélög í Ham- borg hafa nýlega pantað hin fyrstu tvö þýzku síldarflutn- ingaskip, hvort 660 br. lestir. Eiga þau að bera 800 lestir og vera tilbúin næsta vor. Nýr ausfur-þýzkur fogari. Eyrsti stóri togarinn, 1100 lestir, sem verið hefur í bygg- ingu ásamt mörgum togurum af sömu gerð í ríkisskipa- smíðastöðinni í Stralsund á aústursvæðinu í Þýzkalandi, en þar hafa Rússar eftirlit, er nýlega fullsmíðaður. Þessi stærsti þýzki togari fór reynsluför í Norðursjóinn núna rétt fyrir síðustu mán- aðamót. Útgerðarmenn eru nú komnir saman tii fundar- halda, eins og venja þeirra er á haustin, og í fyrra lagi að þessu sinni. Það er nú svo komið, að útgerðin er alltaf komin í strand eftir árið og finna þarf nýjar leiðir eða endurbæta þær, sem fyrir. voru, til að ileyta henni vfir næsta út- hald. Orsakir þessa óheillavæn- lega ástands eru einkum tvær: Minnkandi afli. Meiri hækk- un á útgerðarkostnaði en sem nemur hækkun á afurðaverð- inu á erlendum markaði. Og úrræðin, sem fundin eru útgerðinni til bjargar hverju sinni, eru sama eðlis. Nokkru af byrðunum er velt yfir á heildina, aðeins á mismun- andi hátt hverju sinni. Þegar fiskábyrgðin var bjargræðið, var ríkissjóður milliliðurinn, með gengislækkuninni var farið. krókalaust, og með báta- gjaldeyrinum eru kaupsýslu- mennirnir milliliðirnir. Og af öllu þessu er árang- urinn einn og hinn sami, út- þynntari króna, en bátaútveg- urinn situr í sama farinu. Og kannske varla það, því að fyr- ir utan það, sem áður er nefnt, hefur ríkið, bankarnir og ein- stök fyrirtæki orðið að gefa eftir af skuldum við útgerð- ina tæpar 50 miljónir króna (ríkissjóður 17V2 milj., bank- arnir 9 milj. og einkafyrirtæki 22 milj.Ti En hvernig hefði farið, ef ekkert hefði verið að gert? Bátarnir hefðu legið í landi, kannske meira eða minna heila vertíð. Þeir hefðu fallið í verði niður úr öllu valdi, og loks, þegar atvinnuleysið' var orðið það mikið í landi, að menn urðu að fara á sjóinn til þess að leita sér bjargar, hefði ver- ið reynt að ná einhverju sam- komulagi við sjómennina um greiðslu hins aukna útgerðar- kostnaðar. Kaupgjald í landi hefði ekki hækkað' með vax- andi dýrtíð. Margur bölsótast út í þær leiðir, sem farnar hafa verið til þess að koma í veg fyrir stöðvun útgerðar- innar. En sársaukalaust hefði Togarinn er með 920 hest- afla aðalvél og 300 hestafla hjálparvél. Hann er 69 m lang- ur^ og getur verið 35 daga að veiðum án þess að leita lands. áður. það ekki verið, ef framleiðsl- an hefði stöðvazt eða dregizt mikið saman, á meðan jafn- vægi var að komast á milli tilkostnaðar og markaðsverðs. Verndun fiskimiðanna um- hverfis landið fyrir offiski og ágangi útlendinga er að verða brennandi áhugamál allra þeirra, sem láta sig þessi mál einhverju skipta. íslendingar hljóta að færa út landhelgina og taka svo afleiðinguntun, hverjar sem þær verða. Hans Andersen þjóðréttarfræðing- ur, sem hefur manna mest kynnt sér þessi mál, mun flytja um þau erindi á þess- um fundi útgerðarmanna, og er það vel. Þá mun fiskverðið og dýr- tíðarmálin setja sinn svip á íundinn, eins og vant er. Trú- 'egt er, að reynt verði að ná eitthvað hagstæðara verði fyrir fiskinn með áframhald- andi gjaldeyrisfríðindum, því engum blandast hugur um þarfir útgerðarinnar fyrir hærra fiskverð til þess að mæta auknum tilkostnaði á öllum sviðum. Önnur úrræði en gjaldeyrisfríðindi eru vart tiltæk eins og er, hversu hald- góð sem þau kunna nú að reynast, þegar vöruskortinum hefur einu sinni verið full- nægt. Þá mun fjárþörf útgerðar- innar verða ofarlega á baugi á þessum fundi. AJIar greinar atvinnulífsins gera nú kröfur um aukið fjármagn. En ekki er útgerðinni og fiskiðnaðin- um hvað sízt þörf á fjármagni. Stofnlánadeildin er nú þurr- ausin og Fiskveið'asjóður allt of lítils megnugur til að geta fullnægt þörfinni í þessum efnum. Helzt eru það þá bank- arnir, sem yrðu til að leysa vandræði_ manna í þessum efnum. Útgerðin og fiskiðn- aðurinn eru líka orðin ó- trúlega þurftarfrek, hvað rekstrarfé snertir. I fyrra þóttu bankarnir líta með miklum skilningi á þessi mál, en síðan hefur aukin dýrtíð stöðugt kallað á meira rekstr- arfé, og það, sem gott þótti fyrir ári, hrekkur nú skammt. Þessi L. í. Ú.-fundur verð- ur sjálfsagt til þess að þjappa útgerðarmönnum sem bezt saman um hagsmunamál sín, því að á því er sannarlega ekki vanþörf frekar en oft 2 slór amerísk farþegaskip. Tvö stærstu skipin, sem smíðuð hafa verið í Banda- ríkjunum síðasta áratuginn, eru teiknuð og smíð'uð af Bethlehem Steel Company í skipasmíðastöðinni í Quincy, Mass. Þau heita „Independence" o'g „Constitution" og eru eign Ecport Lines, Inc. Þau sigla nú áætlunarferðina frá New York til Miðjarðarhafs. Þau geta flutt 1003 farþega auk áhafnarinnar, sem er 577 manns. Þau eru einnig smíð- uð þannig, að hægt er að breyta þeim fljótt og kostn- aðarlítið í herflutningaskip, og þá rúma þau 5000 manns með öllum útbúnaði. Smíði skipanna var hafin í júní 1941, en var stöðvuð, þegar Ameríkumenn fóru í heimsstyrjöldina. Það hafði upphaflega verið ætlun út- gerðarfélagsins að smíða þrjú skip, sem tækju 600 farþega og hefðu allstóra lest, Én vegna hins breytta ástands í heiminum var álcveðið að smíða tvö skip, sem tækju 1000 farþega og hefðu tiltölu- lega litla lest. Kjölurinn að „Tndepen- dence" var lagður í júní 1949 og það afhent í janúar 1951. Kjölurinn að „Consstitution" var lagður í júlí 1949, því var hleypt af stokkunum í júní 1950 og afhent í júní 1951. Skipin eru smíðuð úr efni, sem brennur ekki og þolir al- veg eld. Til smíða skipanna hefur hvorki verið sparaður tíini, erfiði eða hug\átssemi til að gera þau sem bezt úr garði, og bera þau vitni nýtízku skipa- smíðalist í Bandaríkjunum. Þau eru hraðskreiðustu og öflugustu farþegaflutninga- skip, sem enn hafa verið smíð- uð' í Bandaríkjunum og kom- ast allt upp í 26 sjómílur cá klst. — Sigla þau frá New York til Napoh -— 4000 míl- ur — á tæpum átta dögum, sem er tveim dögum styttri tími en tími þeirra skipa, sem nú sigla þá leið. Skipskrokkunum er skipt niður í 15 vatnsþétta hluta. Göngunum er skipt niður í 35 vatnsþéttar dyr, sem opna má allar í einu og einn- ig eina í einu. Leiðsla er til þeirra frá brúnni, og má opna þær þannig, og þó einnig við hverjar dyr. Þegar litið er á, hve far- þegafjöldinn er mikill, er ekki einkennilegt, að nýtízku far- þegaflutningaskip eru oft kölluð fljótandi gistihús. Það er t. d. fátt um þægindi á fullkomnustu gistihúsum, sem ekki er að finna um borð í þessum skipum, öllu heldur eru þægindin enn meiri. I sölunum eru veitingar, næturklúbbar og setustof- ur. Þar eru góð tækifæri til að dansa, og fyrir fundahöld og kvikmyndasýningar er glæsilegur salur. f þrem glæsi- legum borðsölum geta 750 manns neytt matar í einu, og Iitlir hópar geta fengið mat framreiddan annars staðar. Maturinn er biiinn til í tveim eldhúsum. Þrjú þvottahús annast um þvottinn, eitt fyrir farþegana, eitt fyrir skipið og eitt fyrir áhöfnina. Skipin geta flutt 580 lestir í kælirúmum, þar sem hitinn er frá -^--15° upp í -(-10°. Ymis skip, sem sigla um At- lantshafið, flytja með sér til fimm daga ferðar 2000 lestir af drykkjarvatni. En aftur á móti hafa þessi skip eiming- artæki til þess að framleiða ferskt vatn. Það vegur 48 lest- ir og eyðir 26.5 lestum af o'líu til að framleiða 2000 lestir af drykkjarvatni. Vatnsneyzlan í skipum sem þessum er um 400 lestir á dag. NorSmenn skilja nauð- syn þess aS eiga mikinn verzlunarflota. Verzhmarfloti Norðmanna er mi 2162 skip samtals eða 5.7 milj. br. lestir. Auk þess eru í smíðum eða pöntun 286 skip, samtals 2 milj. br. lesta. ÍSFISKSÖLUR: Dagar milli Söludagur: Skipsnafn: sölu: Sölust.: Lestir Meðalv. kg.: 2. nóv. .Ii'm Þorláksson, Bvk Grimsby 218 £10508 kr. 2.20 2. — Kellvíkingur, Keílavík 24 Grimsby 263 £ 14597 — 2.50 5. — Hallveis Próðad., Rvk 25 llull 243 £11801 — 2.60 e. — Goðanes, Norðfirði 27 Grimsby 280 £13598 — 2.20 7. —' Surpuise, ITafnarfirði 23 Grimsby 259 £12137 — 2.15 7. — Hafliði, Siglufirði 22 Hull 267 £ 11979 — 2.05 8. — NepU'mus, Reykjavík Vélbátar: Grimsby 231 £10993 — 2.15 30. okt. Þráinn, Neskaupstað Aberdeen 25 £ 1625 — 2.95 5. nóv. Valþór, Seyðisfirði Aberdeen 34 £ 2182 — 2,90

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.