Víðir


Víðir - 10.11.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 10.11.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja fylgjast vel meS, lesa V í Ð I, V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staSar. j( TíSin hefur verið einmuna góð þessa viku, veðurblíða hvern dag, heið'skírt loft og logn eða lítill andvari, stundum við norður og norðaustur. AflabrögS hafa verið misjöfn og vfir- leitt tregari en áður. Fiskur- inn, sem aflazt hefur, er smá- ýsa eins og áður, koli og smá- lúða, alveg sæmileg stærð og töluvert magn. Afli nokkurra báta einstaka róðra: Islendingur 2)4 lest (800 kg. koli), Aðalbjörg 1)4 lest, Hermóður 2 lestir (240 kg. koli), Þristur 4 lestir (750 kg. koli), Vilborg SY2 lest (680 kr. koli) ogBragi 6)4 lest (820 kg. koli). Arinbjörn fékk einn daginn 62 tn. af síld, sem fór til fryst- ingar. Togararnir. Tíðin hefur verið góð hjá tog-urunum þessa viku og aflabrögð alveg sæmileg. Nokkur skip hafa fengið full- fermi. Markaður helzt nokkurn veginn stöðugur, en hefur þó aðeins fallið. Síðustu togarar, sem eiga að ná sölu í Þýzkalandi, áður en samningstímabilið rennur út, verða að leggja af stað um þessa helgi. Verið er nú að vinna að framlengingu samn- ingsins, en enn er óvíst um árangurinn af þeim samningá- umleitunum. Yfirleitt allir togararnir eru nú á veiðum fyrir Vestur- Iandi, á Halanum og fyrir austan ísafjarðardjúp. Aðal- aflinn er þorskur og lítils hátt- ar karfi. Fisktegundir í skip- unum eru nokkuð misjafnar, eftir því hvar þau halda sig. Skipin, sem eru á Halanum, sigla yfirleit til Þýzkalands, en hin, sem eru fyrir austan Djúp, til Englands, þai’ sem er meira af þorski og stútungi. Um þetta Ieyti cr oft orðin vond tíð fyrir vestan, en í haust hefur hún vfirleitt verið góð, þó að vondar hrynur liafi oft gert við og við, sem or- sakað hafa frátök frá veiðum. Ef engar ráðstafanir verða gerðar til að vinna fisk af ein- hverjum hluta skipanna inn- an lands, er ekki útíit fyrir annað en, að þau sigli öll til Bretlands, þegar samningur- inn við Þýzkaland rennur út, og má þá búast við, að það orsaki verulegt verðfall á brezka markaðnum. Vestmannaeyjar. Síldveiðinni er nú að heita lokið, þó eru 4 bátar fyrir sunnan enn þá og leggja upp þar. I dragnótina er heldur tregt, þó hafa bátar í vikunni komizt upp í 2 lestir yfir dag- inn. Vélbáturinn Gotta fór út á þriðjudaginn með línu, og er það fyrsti báturinn. Félck hún sy2 lest af fiski, mest ýsu og löngu. Var hún með 18 stampa af línu og fór á heima- mið. Daginn eftir féldc hún sama aflamagn. Lundinn á einnig beitt, og fleiri eru í undirbúningi með að byrja með línu. Enginn bátur stundar nú botnvorpuveiðar. Grindavík. 5 bátar eru enn við síld- veiðar, sem hafa þó verið heldur h'tið stundaðar í þess- ari viku. Þeir fóru út framan af vikunni og fengu lítið. Mest komst veiðin upp í 60 tunnur hjá einum bátnum. Einn bátur hefur róið með dragnót og aflað ágætlega, 4)4 lest einn daginn og 3 lest- ir annan, og þá aðeins eftir hádegi. Aflinn er mestmegnis ýsa. Menn eru nú' farnir að tala um að róa með línu. SandgerSi. Síldveiðin hefur verið treg, skást um 50 tunnur. Margir bátar eru nú hættir, en 12 bát- ar munu þó halda eitthvað áfram. Síðan söltun var hætt, hefur ekki borizt meira að af síld en það, að hægt hefur verið að anna því að' frysta hana til beitu og útflutnings. Dragnótaafli Irefur verið sæmilegur. Bátar eru nú að búa sig út á línuveiðar, og byrja 3 bátar sennilega næstu daga. Keflavík. Síldveiði hefur verið mjög lítil þessa viku, á miðviku- daginn fékk hæsti báturinn 82 túnnur, en á fimmtudag- inn var hæsti báturinn með 40 tunnur, og veiði almennt miklu minni. Og margir sáu ekki síld. Almennt eru menn að hætta síldveiðunum, en einhverjir ætla þó að halda eitthvað áfram og leggja upp í frystihúsin. Það lítur ekki vel út með síldveiðina, síð- ustu dagana hefur verið ágæt tíð, en veiðin samt í'arið minnkandi. Fyrsti báturinn, Nanna úr Keflavík, fór út með línu á miðvikudaginn var. Var afli tregur, 1300 kg. alls af öllum liski nema háfi, en af honum var gráseilað. Aflinn fór til Reykjavíkur, nema háfurinn, hann var reitt- ur af jafnóðum. (í Englandi er markaður fyrir l'rosinn háf). Gert er ráð fyrir, að ein- hverjir byrji með línu undir mánaðamótin næstu. Hjá dragnótabátum hefur verið rýr afli undanfarið. Arnarfellið hefur verið að losa 1300 lestir af salti. Hafnarfjörður. Síldveiðin hefur verið treg. Bátar hafa fengið þetta 20— 50 tunnur í lögn. Síldin er mestmegnis fryst. Þeir mæla enn stundum á mikilli síkl, en það er erfitt að eiga við hana. Enn eru 16—18 bátar, sem stunda síldveiðar, 2 heima- bátar eru hættir og 3 aðkomu- bátar. Bátarnir munu halda eitthvað áfram, en það er við'- búið, að einhverjir hætti, ef þeir verða fyrir mjög miklu netatjóni, en háhyrningur hef- ur verið áleitinn við að eyði- leggja net manna. Akranes. Aflabrögð hafa verið mis- jöfn hjá síldveiðibátunum 0g heldur rýr. Um miðja vik- una komu 10 bátar einn dag- inn með 619 tn., annan dag- inn lcomu 7 bátar með 240 tn. og þriðja daginn 13 bátar með 714 tn. Sumir hafa sett sæmi- lega veiði, en aðrir ekki feng- ið neitt. Veiðarfæratjón hefur verið mikið', og hafa bátar komið með sundurtættar trossurnar, og einn bátur varð að hætta fyrir veiðarfæraleysi. Síldin er fryst til beitu og útflutnings, en nokkur er- lendur markaður er fyrir frosna síld, eins og stendur. Tröllafloás og Straumey hafa verið að ferma karfa- mjöl. Vestmanneyingar kaupa fiskibáta erlendis frá. I ár eru Vestmanneyingar búnir að kaupa 2 fiskibáta frá Danmörku. Eru eigendur annars bátsins þeir, sem áttu Sigurfara, sem sökk við Eyj- ar í vetur, og hins Sighvatur Bjarnason skipstjóri og út- gerðarmaður o. fl. Þá eru Jó- hann PáLsson skipstjóri og út- gerðarmaður o. fl. í undirbún- ingi með að kaupa bát frá Danmörku. Gísli Magnússon og fleiri skiptu á stærra skipi og vél- bát í Færeyjum. Allt eru þetta stórir og vandaðir bátar. Útgerðarlánin. í síðasta blaði var rætt nokkuð um nauðsyn þess, að útgerð'arlán yrðu veitt tíman- lega, svo að öllum undirbún- ingi undir vertíðina væri lok- ið snemma, og vertíð gæti hafizt strax upp úr áramót- um þess vegna. Undanfarin ár hefur það dregizt fram undir áramót og fram yfir árámót, að útgerðarlán væra véitt, þó að bönkunum væri þar ekki um að kenna, og stafaði, sem kunnugt er, af samningum út- gerðarmanna og ríkisstjórnar- innar um starfsgrundvöll fyr- ir útgerðina. Blaðið hefur nú fregnað', að bankarnir hafi, þegar þetta var skrifað, verið byrjaðir að veita útgerðarlán og séu nú til viðræðna um þessi mál, eins og venja er til. Það þarf ekki að lýsa því, hve tímanlega veitt útgerð- arlán eru mikilvæg fvrir út- gerðina og atvinnu í haust og fyrst eftir áramótin, þegar alltaf er lítið um vinnu af skiljanlegum ástæðum, ef ekkert er úr sjónum að hafa. Haust. Aleð hverri vikunni, sem líður, verða dagarnir styttri og næturnar því lengri. Fugla- söngurinn frá sumrinu er þagnaður, hóhnar og’ sker eru auð og yfirgefin, en hátt í lofti sveima mávar og veiði- bjöllur, sem bera vott um, að lítið æti sé í sjónum. Einmana skarfur situr á fremstu nýp- um og dröngum. Það er haust yfir ströndinni. I verstöðvun- um er dauft yfir mannfólkinu. Þessir tveir mánuðir, nóv- ember og desember fram að áramótum, eru sá tími árs, sem minnst er um að vera til sjávarins. Þá er á milli ver- tíða, ef svo mætti segja. Svo er þó ekki hjá togurunum, því .að ]>ar eru aldrei vertíðarskil.. Síldveiðunum er svo til lokið, og vetrarvertíðin byrjar vart nokkuð sem heitir fyrir ára- mót. Aður fyrr í tíð opnu slcip- anna var jólafastan oft not- uð til þess að fara í hákarla- legur, og lánaðist oft vel, þótt tíð' sé þá að öllum jafnaði rysj- ótt. Þá var það, að Vestfirð- ingar byrjuðu oft sínar veið- ar jafnvel í miðjum nóvember, þar sem fiskur gekk þar fyrr. Eins var stundum byrjað fyr- ir áramót hér sunnanlands, en ekki var það almennt, því að vermenn komu sjaldnast fyrr en eftir hátíðar. A haustin voru hins vegar oft stundaðar lóðarveiðar, sem ekkert áttu skylt við vetr- arvertíðina. Var það með heimamonnum, fáir á og sótt á lieimainið með stutta línu. Hófust þessar veiðar oft úr því kom fram í október. Gekk þá jafnan mikið af stórri ýsu. Var veiðum þessum oft haldið áfram alveg fram að því, að vetrarvertíðin hófst. Lánuð- ust þessar veiðar oft vel, þeg- ar tíð var góð. Þessar veiðar voru jafnt stundað'ar á trill- um sem vélbátum, sem voru þó í minna lagi. Nú er öldin önnur. Nú dett- j ur engum í hug að reyna N'i'ir ýsu. Það má vera, að hún sé j nú ekki sem fyrr á miðunmn, en það hefur heldur ekki ver- ið reynt undanfarið. Það \ ar 1 algengt, að trillurnar fengju þetta 500—800 kg. og vélbát- arnir þetta 2000 kg. og það upp í 3000 kg. Þétta þótti í þá daga gott, þegar litið var annað við að vera. Það’ var lífrænt starf :,ð 1 afla fisks úr hafinu, og enn mikilvægara væri það nú, þeg- ar hægt er að margfalda verð- mæti fisksins með því að vinna hann í landi en þegar hann var fluttur út í ís ýmist í lcössum eða laus í skipunum. Er nú orðin sú ördeyða á miðunilm, að enginn vill leng- ur líta við línuveiðum að haustlagi á trilhim eða minni vélbátum? Eða er það land- vinnan’ sem allir eru eftirP Er nú ekki lengur hægt að hafa lifibrauð af sjómennsku nema á hávertíð eða með hluta- tryggingu?' Það er eitthvað bogið við þá útgerð. En hvern- ig sem því er farið, að enginn fæst nú lengur til þess að stunda línuveiðar að haust- lagi, er það víst, að affara- sælla er það fyrir þjóðina en standa við klakahögg. laxveiin vid Kanada. Búizt var við, að minna yrði soðið niður af laxi í ár við Bristolflóann í Alaska en gert hefur verið síðan 1897, en þá voru soðnir niður 688.000 kassar. Þegar þetta var skrif- að, var þó ókunnugt um, hve mikið frystiskipin voru með, en það er einnig soðið niður, þegar í land kemur. Sennilega eru þau með 13% af veiðinni. Búizt er við, að framleiðslan í ár verði 37% minni en í fyrra. r ; Ræðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem liafa sömu áhugamál og blaðið ræðir. { j Undirritaður óslcar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .......................................... Heimili ....................................... Póststöð ..................... TU vikublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661).

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.