Víðir


Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 17.11.1951, Blaðsíða 4
 — ^ Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í ÐI. 2/fðin V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. — Síldarfrysting Tíðin. Alla vikuna hefur framúrskarandi blíða. Afli hefur yfirleitt verið rýr og það sáratregur hjá flestum. ís- lendingurinn (stóri) fékk þó ágætis afla í fyrradag og m. a. 4 lestir af flatfiski. Gerði afiinn 15.000 krónur. Hann var úti í tvo daga. Afli nokkurra togbáta ein- staka róðra: Marz 4% lcst (þar af 000 kg. koli og 1650 kg. lcarfi), Bragi 2 lestir (710 kg. koli), Þristur 2 lestir (210 kg. koli og' 470 kg. karfi), Að- albjörg 1% lest (koli 100 kg.). Dragnótabátar: Skógafoss % lest og Hafþór 1 lest. Nokkrir bátar, sem hafa stundað botnvörpuveiðar, eru nú hættir, aðra er verið að hreinsa, en svo eru líka nýir að byrja. 2—3 bátar eru nýbyrjaðir á línu. Fóru þeir í útilegu á miðvikudaginn. Annars er síðari hluti þessa mánaðar og næsti mánuður versti tíminn hvað aflabrögð snertir hér í Bugtinni, og lag- ast það ekki, fyrr en kemur fram um áramót. Hins vegar geta bátar farið að reita á línu í Breiðafjarðarbugtinni úr því þessi tími er kominn. Um þetta leyti hófst haustvertíð þeirra Ólafsvíkinga og Sand- ara, sem sóttu þangað. I Togararnir. Það hefur verið storma- samt fyrir vestan, þótt hér ha,fi verið þessi eimnuna tíð. Hafa einhverjar frátafir verið þar á veiðum. Skipin eru flest að veiðum á Halanum og fyrir austan Djúp, og hefur afli verið al- veg sæmilegur, þegar tíðin hefur ekki hamlað, en þó mis- jafn. Ekkert skip hefur þó komið með fullfermi þessa dagana. Markaðurinn hefur verið góður þessa viku. Svo að segja öll skipin hafa. siglt til Bret- lands. 6 skip ætluðu t. d. að leggja afla sinn á land í Brct- landi á mánudaginn kemur, en aðeins eitt kemst að, hin verða að landa á þriðjudag- inn og miðvikudaginn. Það eru upp undir 2 skip á dag, ef allir íslenzku togararnir sigla til Bretlands. Það þykir gott, ef hægt er að koma einu ís- Jenzku skipi að á mánudög- um, sem ■ eru eftirsóttustu markaðsdagarnir og þá allt fullt af Englendingum. Það hefur fengizt leyfi til þess að landa fram að næstu mánaðamótum í Þýzaklandi, en um miðjan mánuðinn hækkar tollurinn um 5% eða um hehning, var áður 5% en verður þá 10%. Það er mjög vafasamt, að togararnir muni nota sér þennan markað, þar sem líka var búizt við, að hann myndi falla um þessa helgi. Allur löndunarkostnað- ur í Þýzkalandi var 22%, en verður nú 27%. Togararnir fengu um dag- inn ágætan afla djúpt út af Ilorni á óvenjulegum stað, dýpra en vanalega. Nú í seinni tíð, eftir að Halinn fannst, hefur togara- flotinn lengst af árinu verið þar að veiðum. Um þetta leyti árs var hér áður fyrr oft ver- ið að veiðum í Breiðubugt- inni, þar sem fékkst þá oft góður afli, og var bezti tím- inn þar nú og fram undir ára- rnót. Þá voru skipin líka um þetta leyti á Hornbankanum, norðaustur af Horni, og á Kögurbankanum út af Ivögri og fyrir austan Djúp. Þar er hreinn þorskur. V estmannaeyjar. 3 bátar róa með línu, og hafa þeir aflað 2—3 lestir. Einn bát er enn verið að búa á línuveiðar. 7—8 bátar stunda drag- nótaveiðar, og er afli hjá þeim tregur, komizt hæst í 2 lestir. 2 bátar stunda botnvörpu- veiðar. Annar þeirar fékk í út- drættinum 1% lest í 3 hölum. Verið er að losa úr flutn- ingaskipi 3000 lestir af salti frá Spáni. Grindavík. Allir eru nú hættir síklveið- um. Einn bátur stundar drag- nótaveiðar og hefur aflað á- gætlega, venjulega 2—3 lest- ir í róðri og komizt upp í 5 lestir. Aflinn hefur verið væn ýsa. SandgerSi. Fáir bátar stunda nú enn síldveiðar, þó eru netin enn í nokkrum, og er ætlunin að reyna eitthvað áfram. Annars eru formenn vondaufir með, að nokkur veiði sem heitir verði úr þessu. Það hefur ekk- ert fengizt síðustu lagnirnar. Tíðin hefur þá verið ljómandi góð, en síldin virðist farin. Síld hefur þó oft fengizt eftir þennan tíma hér sunnanlands. Einn bátur er byrjaður að róa með línu, og fékk hann 1% lest í útdrættinum. Einn bátur stundar drag- nótaveiðar og hefur aflað vel, I'engið upp í 4 lestir yfir nótt- ina, kola og ýsu. Keflavík. Aðeins 2—3 bátar stunda enn síldveiðar og hafa ekkert veitt. Einn þeirra fékk einn daginn 4 tunnur, en hinir ekk- ert. Hjá báti þeim, sem fékk þessar 4 tununr, voru öll net- in, sem nokkur síld var í, eyðilögð af háhyrningi. Þessir bátar eru nú að hætta. Nanna, sem byrjuð var að róa með línu, hefur aflað' lít- ig, báðurn megin við 2 lestir, fyrir utan háf, sem ekki hefur verið hirtur. Megnið af aflan- um er langa, sáralítill þorskur og ýsa. Nanna rær með 28 stampa. Fiskurinn er seldur til Reykjavíkur í bæinn. Það er gert ráð fyrir, að einliverjir fleiri bátar byrji með línu um næstu mánaðamót. Hjá dragnótabátum hefur afli verið lítilfjörlegur, þá sjaldan þeir hafa skotizt út, bezt á aðra lest af fiski. Arnarfellið tók í vikunni 700 lestir af. Spánarfiski og Drottningin síld til Danmerk- ur. Hafnarfjörður. Flestir bátar eru nú hættir síldveiðum, þó eru nokkrir bátar enn að, en veiði hefur engin verið. Það er því dauft yfir útgerðinni eins og er. Togararnir siglá allir með afla sinn á útlendan markað. Það hefur eitthvað komið til tals, að togarar bæjarútgerð- arinnar legðu afla sinn á land til vinnslu, en afráðið er ekk- ert í þeim efnum. Ishús Hafnarfjarðar h.f. er að stækka nokkuð hjá sér vegna réykingar á fiski. Ilefur húsið áður reykt nokkuð fisk, en í smáum stíl. Akranes. Margir bátar eru hættir síldveiðum, og þeir 5 bátar, sem enn eru að, fá engan afla. Af þeim á Haraldur Böðvars- son & Co. 4. Eina nóttina í Það þarf ekki um það að ræða, hve mikilvægt það er fyrir vélbátaútgerðina að hafa næga og góða beitusíld. Það hefur þó nokkrum sinnum komið fyrir í útgerðarsögu Is- lendinga, að þeir hafa orðið að fá beitusíld frá Noregi, þó að það sé orðið fátítt seinni árin. Beita þessi þótti vond, þó að notazt yrði við hana í skorti á annarri beitu. Síðan fiystihúsunum fjölg- aði og kæligeymslur þeirra voru betur einangraðar og vélakostur þeirra aukinn, hef- ur síldarfrystingunni farið mjög fram, og einkurn þó að því er varðar geymslu hennar. Og má nú segja, að hér sé fryst góð beita, þegar þess er gætt að taka síldina, þegar hún er feitust og bezt, sem á þá’einkum við um Faxasíld- ina. • Sú var tíðin, að helzt þótti eklci beitandi öðru en norðan- síld. En nú er bæði það, að aðstaða er ekki lengur til þess að frysta neitt magn að ráði fyrir norðan, og svo hitt, að síldveiðin hefur alveg brugð- izt þar undanfarin ár, og að lokum hefur mönnum svo yfirleitt fallið eins vel við Faxasíldina til beitu eins og norðansíldina. Einkum hefur hún það fram yfir norðansíld- ina, að hún tollir betur á, þó að sú norðlenzka sé tíðast feitari. í ár er nú búið að frysta til beitu 42.864 tunnur (35.518 sunnanlands og 6.346 norðan- vikunni i.<r einn báturinn um allan sjó að leita að síld og fann ekki. Goðafoss tók í vikunni 2000 kassa af freðfiski til megin- landsins. Bjarni Ölafsson kom um síðustu helgi með 287 lestir af fiski til vinnslu í frystilnis- unum, mest karfa, aðeins 14 lestir af öðrum fiski.. Var hann 6 sólarhringa að fá þenn- an afla. Utgerðarstjórinn lætur vel yfir þessum veiðum, þær séu ekki verri, þegar vel gengur að afla, en veiðar fyrir erlend- an markað. Fyrir atvinnuna í bænum eru þessar veiðar hinar mikilvægustu, en allir hafa nóga vinnu, þegar tog- arinn er búinn að vera inni. En af því að skipið er ekki nema eitt, eru eyður á milli. Tvö skip væru mjög ákjósan- leg. Verið er nú að setja upp marga bátana til þess að ditta að þeim fyrir vertíðina. Isafjörður. Veðrið hefur verið einmuna lands). í fyrra var búið að frysta á sama tíma 49.185 tunnur. I fyrra voru alls fryst- ar 71.000 tunnur. Veiði er nú minni en urn þetta leyti í fyrra. Meðalnotkun mun vera um 60—70 þús. tunmir,. en það fer mjög eftir tíðinni, hve mikið fer af beitu. Alltaf er eitthvað selt úr landi af beitusíld, og eins hef- ur nokkrum sinnum verið seld síld úr landi til manneldis,. einkum til Frakklands. Á s.l.. ári voru fluttar út 14.632 tunnur af síld. Það er allt útlit fyrir, að: meira mæt'ti flytja út af síld bæði til manneldis og eins til beitu en gert hefur verið. Þannig er t. d. líklegt, að Frakkar, Pólverjar og Tékkar myndu viljá kaupa frosna síld til manneldis. Og eins og nú horfir, er útlit fyrir, að þarna gæti verið um verulegt magn að ræða. Það er einnig mjög' sennilegt, að auka mætti lit- flutning á beitusíld, einkunr til þeirra þjóða, sem stunda fiskveiðar við Grænland, t. d.. Færeyinga, Dana og jafnvel Norðmanna. Tslendingar standa vissulega framarlega f frystingu beitusíldar, þegar allrar vandvirkni er gætt, og jafnvel mun framar en Norð- menn, sem frysta síldina mest í einum hrærigraut í 50 kg.. kössum. Þó selja þeir beitu- síld til annarra þjóða og það ekki í svo smáuin stíl, eins og' þegar þeir seldu í sumar Portúgölum 13.000 kassa af beitusíld (þ. e. 6.500 tunnur). gott, hlýindi og auð jörð. Tvær trillur reru alla síð- astliðna viku með línu og' öfluðu 400—800 kg. Var um helmingurinn ýsa. Einar Hálfdán, 38 lesta vélbátur, í Bolungarvík, er búinn af fara 2—3 legur og hefur feng- ið mest 3% lest. Páll Pálsson frá Hnífsdal, bátur af svip- aðri stærð, er byrjaður að róa og hefur fengið mest 2% lest í lögn. Togarinn Isborg fór á veið- ar 6. þ. m. og siglir út með aflann. Togarinn Sólborg kom til Isafjarðar í dag og fer sennilega á ísfiskveiðar. Var hún á saltfiskveiðum við Grænland og landaði 226 lest- um af saltfiski í Esbjerg í Danmörku. r Rœðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, scm liafa sömu áhugamál rœðir. 0(1 blaðið L -9 HUNDESTED-MOTOR — hin aflmikla, þýöa og ódýra vél. Stærðir 10—360 hestöfl. TJndirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .................................... Heimili ................................. Póststöð ..................... Til inkublaðsins Víðir, Reykjavík. (Sími 6661). m verið

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.