Víðir


Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 1
XXII. Reykjavík, laugardaginn 7. okt. 1950. 34. tölublað. Fiskiðnaðarráðstefna í Bergen. Hinn 25. sept. hófst fisk- iðnaðarráðstefna FAO í Berg- en. Þátttakendur í ráðstefn- unni voru 120 frá 18 löndum. Dr. Georg Borgström frá rannsóknastofu sænska nið- ursuðuiðnaðarins hélt þar fyr- irlestur um %iatvælaþörf heimsins og gat þess m. a., að undanfarin ár hefði mann- kyninu fjölgað' um sem nem- ur íbúatöhi, Bandaríkjanna. Eins og væri, væri fiskur að- eins 2% af neyzluvörum heimsins. Stöðugt væri verið að taka nýjar tegundir af fiski til neyzlu, og hið kerfis- bundna fiskklak yrði alltaf mikilvægara. Stærsta við- fangsefni friðarins væri að seðja hálfan miljarð manna, sagði Borgström, er hann lauk máli sínu, og hafið geym- ir nú brátt eina varaforðann, SALTFISKURINN. sem við eigum eftir. V Síldarkraftur. Norðmenn hafa nú á prjón- unum áform um mikinn út- flutning á síldarkrafti til Austurlandabúa, sem lifa einkum á hrísgrjónum. Það getur ekki verið um það að ræða að selja síld á hinn aust- urlenzka markað í fersku á- standi, heldur sem nokkurs konar síldarkraft, sem búinn er til á þann hátt að mala og gerja fiskinn, og er ætlun- in að blanda kraftinum sam- an við hrísgrjónarétti. Laxveiði í Norðursjónum. Það er mikið veitt af laxi í Norðursjónum, en menn ótt- ast þar eins o<í annars staðár, að gengið verð'i um of á stofn- inn. Er helzt talað um að hækka takmörkin á stærð- inni, sem flytja má í land. Einnig er talað um að stækka öngulinn, sem laxinn er veidd- u'r á, til þess að minni laxin- um gangi verr að bíta á krók- inn. I vetur mun hafrann- sóknaskipið „Jens Væver" merkja lax í Norðursjónum. Haustveiðin á laxinum er um það leyti að byrja núna í Norð'ursjónum, og eru fyrstu skipin að koma inn með veiði sína. Eitthvert fyrsta skipið var frá Borgundarhólmi og kom með 128 laxa í lestinni. Á meðan íslendingar sinntu ekki öðru en að flytja út nýj- an fisk í ís og flaka fisk og frysta hann, héldu aðalkeppi- nautar okkar áfram að verka saltfisk, eftir því sem aðstæð- ur þeirra leyfðu. Ekki reyndist þessum þjóð- um þó kleift að halda sínum fyrri markaði til Mið'jarðar- hafslandanna, og allmikið dró úr saltfiskverkuninni hjá þeim sem afleiðing af stríðinu. Þessar fiskveiðiþjóðir voru þó fyrri til en Tslendingar að hefja saltfiskinn til vegs á ný í útflutningi sínum, og gaf framleiðsla hans þeim ekki síður tekjur en önnur fisk- verkun. Islendingar höfðu hins vegar áfram sæmilegan markað fyrir frosna fiskinn og ísfiskinn og hröðuðu sér ekki að því að' breyta til um verk- un. Og það má segja, að fyrst í ár sé verulegt magn af salt- fiski í landinu, einar 50.000 lestir, og hefði þó orðið mun meira, ef togararnir hefðu ver- ið gerðir út í sumar, þó senni- legt sé, að einhverjir þeirra hefðu stundað karfaveiðar. I vetur og vor gerðu menn sér nokkuð' aðrar vonir um verð á saltfiski en síðar varð, þó að enn kunni að rætast úr í beim efnum. Fiskmagnið var mikið oí? tækifæri til hús- þurrkunar líti], og sumarið fór, eins og allir vita, svo, að im'ög Htið var hægt að þurrka úti. Fiskurinn var í hættu fyr- ir s^pmmrlum af jarðslaga og ! rauða. Það var því tekið' það ! ráð að selja strax í vor eins mikið ma^n'og mögulegt var, bó að IHska yrði verðið. Þau I lönd, sem einkum var selt til, voru Orikkland, ítalía og Portúgal. Salan fór fram í friálsum gialdeyri, sterhngs- pundum. enda hefur alltaf verið lögð mikjl áherzla á það af ríkisstiórnum og innflutn- ingsyfirvöldum að selja sem mest af útfhithingsafurðum í frjálsum gjaldeyri. Þjóðinni hefur líka einatt verið það nauðsyn. En framleiðendur hafa líka oft við það þurft að sjá af hærra verði. Það kann að' vera, að það hafi engin áhrif haft á verðlagið á salt- fiskinum, hvort selt var til þessara landa í sterlingspund- um eð'a þeirra eigin mynt. Færeyingar seldu Itölum í lír- um fyrir mjög svipað verð, og keyi^tu Danir þær, og reiknuðu þeir Færeyingum líruna á um 40% hærra gengi en hér er gert, miðað við ís- lenzka mynt. Færeyingar seldu einnig í ár mikið af sa.lt- fiski sínum til Spánar, sjálf- sagt einar 10.000 lestir og annað eins af þurrfiski. Er þetta um helrhingur af árs- framleiðslu Islendinga. Ekki er allt þetta magn þó af þessa árs framleiðslu Færeyinga. Fiskverðið á Spáni er mun hærra en í áðurnefndum löndum. En þar er ekki um annað að ræða en vöruskipti, og h'afa Danir verið Færey- ingum þar innan handar með kaup á vörum. Þannig hafa Færeyingar fengið í ár mun hærra. verð fyrir sinn saltfisk en líklegt er, að Islendincar fái. T Nor- egi er hærra blautfisksverð á fiski en á Tslandi, í hverju sem það liggur. Islendingum er að siálf- sögðu mikil nauðsyn á að geta hækkað verðið í áð'ur- nefndum löndum. Grikklandi. Italíu og Portiísyal. ef hæirt á að vera að framleiða s'ajtfisk fyrir þann markað með nií- verandi blautfiskverði; ^vað þá hærra verði. En þnð verð- ur siálfsagt erfitt. Nú hafa verið seldar til Spánar um 3500 lesfir af salt- fiski og þurrfiski til samans, og er verð'ið mun hærra en í áðurnefndum löndum. en sá bösrímll fylgir skammrifi. að Soánveriar víb'a selia vörur fyrir andvirðið. Það wtur verið erfitt fvrir Ts^endiup-a að selia mikið maa af fiski til Spánar í vöruskiptum, en bað er erfitt a. m. k. fvrir framleiðendur að seh'n fisk +il landa, þar sem beir fó ekki uopborinn framleiðslukostn- að sinn. Það má vel vera, að mörg- um finnist þnð ekki sem sann- giarnast, að framleiðendur vilii fá að selia bangað fram- leiðsluvörur sínar, sem verðið er hæst án tilhts til þess, á hvern hátt varan er greidd, ef á annað borð getur verið um eðlileg viðskipti að ræða og hægt er að koma vörum, sem kaupa þarf, í peninga, En myndi ekki bóndanum þykja hart að vera sagt að selja mjólkina sína í Hafnar- firði fyrir segjum % hluta af því, sem hann gæii fengið fyr- ir hana í Reykjavík, þó aldrei nema einhver viðskipti væru hagkvæmari í Firðinum. Eða verkamaðurinn mætti ekki ráða hjá hvaða atvinnurek- anda hann ynni, t. d. ekki hjá beim, er greiddi honum % hærra kaup, en segði, að hann yrði að verzla við sig. Verka- maðurinn myndi ekki gera það lengur en hann teldi sér hag í því sjálfur. Þannig gæti Hka verið um fisksöluna til landa, sem aðeins biðu upp á vöruskipti. Það yrði ekki lengur selt þangað en hægt væri að losna við vöruna frá þeim. Fullt frjálsræði í við'- skiptum er bezt, en vöru- skipti geta oft verið nauðsyn- leg. Tækist að auka saltfisksöl- una til Spánar, virðist það í bili helzta vonin til að fá hækkað verð fyrir saltfiskinn. Allmikið magn er enn óselt af saltfiski. o<r getur vel far- ið svo. að meðalverðið' hækki, ef roikið af honum fer þangað. Norrænar konur heimsækja Island Næsta sumar er í ráði, að' ]60 konur frá Nnrðurlöndum fari í heimsókn til Islands, og verður lagt upp ^rá Bergen 7. cágúst 1951. Eru þetta með- limir í Nordiske Kvindes Samarbeide, en bær ákváðu fvrir tveim árum á móti í Hillerörl nð vinna að fram- kvæmd beirrnr hugmyndar, að norrænar konur gætu ferð- Rzt saman +il Tslnnds. Norska skipafél. Bernt Fauske hef- ur heimilað ferðafólkinu skip sitt „Brand V" með svo ha£- kvæmum skilmáhim, að dvöl og matur í skininu í 17 daga kostar ekki meira en 00— 700 danskar krónur, eftir því hvort ferðalangarnir vilia búa í 2 eð'a 4 manna klefum. ,.Brand V" er sama skipið og flutti norrænu stúdentana til Tslands s.l. sumar. Síldarsöltunin. TJm síðustu helgi, laugar- dagskvöldið 30. sept. var búið að salta í eftirtöldum ver- stöðvum, sundurliðað eftir söltun arstöðvum: Vestmannaeyjar 5/+00 tn.: Hraðfrystistöðin 2483 Vinnslustöðin 2147 ísfélagið 770 Þorlákshöfn 153 tn.: Meitillinn h.f. 153 Grindavík 9794 tn.: Hrað'frystihús Grindavíkur 3132 Hrað'frystihús Þórkötlustaða 2922 Júl. Dan. & Sigf. Bald. 1805 K. Þ. T. 1H9 Guðm. Guðm. o. fl. 464 Karl K. Karlsson 352 SviS frá Grænlandi. Að þessu sinni hefur það reynzt ókleift að fá dilka- eð'a sauðasvið í Danmörku, og hafa Danir orðið að snúa sér til Grænlendinga til þess að fá bætt úr þessu. Hafnir 921 tn.: ísfell h.f. 921 Sandgerði 10.272 tn.: Miðnes h.f. 3806 Garður h.f. 3085 Óskar Halldórson 2755 Jóhs. Jónsson 626 Keflavík 15.693 tn.: Hrað'frystihús Keflavíkur 2936 Keflavík h.f. 1738 F. E. B. 4149 Loftur Loftsson 3458 Margeir & Björn 2875 Píldal & Hannes 257 Söltunarst. Ver 280 Njarðvík 2796 tn.: Karvel Öaunmss. 1486 Eggert & Valtýr 1310 Vonar /,21 tn.: Vogar h.f. 201 Söltunarst. Eldey 220 Hafnarfjörður 7665 tn.: Fiskur h.f. 2210^ Jón Gíslason 3184 Beint. Bj. o. fl. 1093 Bátafél. Hafnarfj. 634 ís h.f. (Kópav.) 544 Reidcjavík 2/04 tn.: fsbjörninn h.f. 892 Bi. Gottskálksson 351 Sveinbj. Einarsson 649 Hallgr. OHdsson 376 Hlutafél. Kári 136 Akranes 8582 tn.: Har. Böðv. & Co. 5116 Ásmundur h.f. 1532 Fiskiver h.f. 1934 Heildarsöltunin nam um síðustu helgi 64.101 tn. Á þriðjudagskvöld fyrir land- leguna um miðja vikuna var búið að salta 72.500 tunnur.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.