Víðir


Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 24.11.1951, Blaðsíða 4
V í Ð IR flytur efni, sem ekki er annars staðar. 1 Uiúit' Þeir, sem vilja fylgjast vel meS, lesa V í ÐI. m Gæftir. Tíðarfarið hefur verið held- ur umhleypingasamt þessa viku. Fyrstu dagana var sæmi- legt, vindur við austur, en hátt á til landsins, en um miðja vikuna gerði austan- hrinu, svo að ekki varð' kom- izt á sjó í tvo daga fyrir Suð- urlandinu, en þá hækkaði hann sig á aftur. Frá Reykja- vík var ekki róið á fimmtu- daginn. Aflabrögð. Hjá togbátum, sem reru frá Reykjavík, en þaðan eru nú stundaðar mest þorskveiðar eins og stendur, var afli sæmi- legur, en mjög misjafn, Bragi fékk einn daginn 8 lestir af fiski yfir nóttina. Margir fengu þetta 3—5 lestir, en sumir líka minna. T Vestmannaeyjum er nokkur dragnótaútgerð, og fékk einn bátur, Hellisey, um síðustu helgi 5 lestir af stór- um þorski og 500 kg. af flat- fiski yfir nóttina. Annar bát- ur fékk í byrjun vikunnar um 3 lestir af fiski og nokkurn kola. Mb. Björg skemmdist nokk- uð af ekli, er olíukyndingar- tæki, sem voru í káetunni, sprungu og brenndust 2 menn nokkuð. T Ólafsvík hefur tíðarfarið hamlað nokkuð' róðrum þessa viku, en afli hefur verið góð- ur, þegar komizt hefur verið á sjó. Er það aðallega flat- fiskur, og hafa bátarnir feng- ið á aðra lest í róðri, þó hef- ur afli verið nokkuð misjafn. Lítið sem ekkert, er róið frá Sandi. A Tsafirði er nú engin út- gerð. Nokkrar trillur róa þó og afla soðfisks. Reytingsafli er hjá þeim, en engan veginn góður. Tsfirðingar telja nú engan grundvöll fyrir þorskútgerð á stærri vélbátum eins og til- kostnaði og aflabrögðum er háttað. Undanfarið, þegar gert hefur verið' út á haustin, hefur aflinn verið 4—4% lest í róðri hjá 30 lesta bátum og þaðan af stærri, og er háseta- hlutur úr því 75—80 kr. Þeg- ar ekki er róið nema annan og þriðja hvern dag, verða mánaðarlaun með slíkum aflabrögðuin rýr. Engin kauptrygging' er á ísafjarðarbátunum á haustin, eftir að sildveiðum lýkur og fram að áramótum, og þarf það ekki að hamla útgerð. Einir 5 bátar frá ísafirði eru við reknetaveiðar liér sunnanlands og að minnsta kosti 2 frá hvorum staðnum, Bolungarvík og Hnífsdal. SíldveiSarnar. Á Akranesi hefur gengið misjafnt þessa viku eins og víðast annars staðar.Einstaka bátur hefur sett í ágæta veiði. I landlegunni lágu allir Akra- nesbátarnir í heimahöfn. Ejallfoss tók í vikunni 4800 tunnur af síld til Svíþjóðar. Til Svíþjóðar fara víst í allt einar 00—70 þúsund tunnur af síld. Vikustöðvun verður nú á slátruninni á Akranesi, þar til skilarétt hefur farið fram um sýslurnar, en þá verður lógað öllu fé, sem eftir er. í Grindavík var landlega um miðja vikuna vegna aust- anáttarinnar. Afli var heldur tregari fyrri hluta vikunnar, en sjómenn kenndu stór- straumnum um og ókyrrari véðráttu. Telja þeir, að veiði- horfur séu svipaðar og verið hefur, ef ótíð spillir ekki veið- inni. Fáir aðkomubátar voru þar í landlegunni. Sjómenn eru nokkuð' hræddir við austanáttina í Grindavík, þar sem brima- samt vill þá verða í Arngeirs- staðavikinni, þar sem þeir verða að fara inn í ITópið. Ur öðrum verstöðvum, þar sem síldveiðar eru stundaðar, er svipaða sögu að segja. Mun minna hefur borizt á land af síld þessa viku en oft áður. Þó að landlegur séu, er nóg að gera í verstöðvunum. Ver- ið er að slá til tunnur og færa til og ýmislegt starfað, sem orðið hefur að sitja á hakan- um, með'an hrotan var. Nú er verið að skipa síld um borð í flestum verstöðv- um, því að mörg skip eru að taka síld til útflutnings. Stúlkur fá nú 15.20 kr. fyr- ir að salta tunnuna og eru þær, sem fljótastar eru, um þrjá stundarfjórðunga með tunnuna eða ljúka tveim tunnum á hálfri annarri stund. Á meðal söltunarstöðv- um vinna þetta 25 stúlkur. Byrjað er að salta síldina, þegar bátarnir fara að' koma að upp úr hádeginu. Oft er söltun lokið um kvöldmat, en hún getur líka staðið til klukkan tvö á nóttunni og jafnvel lengur. Þegar landlega er og söltun hefur verið lokið snemma eða ekki róið daginn áður, er oft slegið upp balli, og er þá oft mikið rætt á planinu, hvort róið muni verða, og er ýmist þyngra á metunum ballið eð'a von um mikla söltun daginn eftir, og fer það nokkuð eftir því, hve lengi hefur verið ró- ið án hvíldar. Roðflettingarvélar ' Eins og áður hefur verið skýrt frá í bláðinu, er verið að smíða 20 roðflettingarvél- ar i vélsmiðjunni Tléðni, sem Olafur Þórðarson frá Laugar- bóli á hugmyndina að. Sívalningurinn, sem flakið leggst að, á meðan roðflett- ingin fer fram, snýst 24 snún- inga á mínútu, og er þánnig 'hægt að' roðfletta jafnmörg flök, eða 24 á mínútu, ef ver- ið er nógu handfljótt. 1 ha. rafall snýr sívalningnum. Loka éða tunga grípur um roðið við endann á flakinu og fer með það á sívalningnum að stálhníf, sem hreyfist í sí- fellu fram og aftur og flettir roðinu af fiskinum. Vélin er bvggð í borð úr stáli, sem er málmhúðað. Framtakssamir bílstjórar. Siglufjörður er, eins og kunungt er, fyrst og fremst byggður upp vegna hinna miklu síldveiða og síldariðn- að'ar. Þorskútgerð hefur a. m. k. nú seinni árin verið þar lítil. Þó er alltaf nokkuð róið þaðnn á þorskveiðar, einkum á haustin og vorin. Nú lætur það að líkum, að lítil atvinna er á Siglufirði ut- an síldarvertíðar, en þó er alltaf nokkur vinna í sam- bandi við verksmiðjurnar. Sú stétt manna, sem hefur orðið i'ln úti með atvinnu á Sifflu- firði ve<rnn síldveiðibrestsin.s, er" bílstiórarnir. 1 haust hafa þeir ^ekið ci<r saman um að kaur»a bnmi þor«k, sem aflast á Siglufirði. og salta hann til þess að sk'ma sér við bað at- vinnu. Þeir hafa fengið á<rmt- an mann. sem nvtnr trausls. til bess að bafa forustu fvrir si<r. og befur þetta gengið eft- ir vonum. S'ómennirnir una þessu vel, þeir hafa <retað selt. fiskinn á 75 aura k<>'.. og þó að það sé ekki hatt verð’, er samt orðin ástæða til þess að taka slíkt fram. þar sem nú er víða á landinu aðeins 65 aurar fvrir kg. af slægðum fiski með haus. Þetta er að vísu útá- greiðsla. Fiskurinn á Austur- og Norðurlandi er smár og sjálfsagt erfitt að greiða fyrir hann sama verð og stóran þorsk. Og það er Hka meira en vafasamt, að' hærra verð fáist fyrir hann með því að salta liann, og hver vill vera að kaupa fisk fyirr verð, sem er ef til vill augljóst, að ekki er annað en tap. En allt sýnir þetta í hvert óefni þessum málum er komið, að fiskverð- ið og þar með hlutur sjó- manna og^ útgerðarmanna skuli rýrna að sama skapi, sem kjör annarra hækka vegna hækkandi vísitölu. Ut- gerðarkostnaður eykst vegna lækkaðs-gengis au'k hækkándi verð’lags á veiðarfærum, beitu og olíu. Það má vel vera, að víða séu menn fegnir að stunda sjó upp á þessi býtti, þar sem ekki er upp á neina aðra at- vinnu að hlaupa, en ekki er mikið réttlæti í því, og ekki er það hollt þjóðarbúskapn- um að reka sjómenn út í að stunda veiðar á smáskeljum, þar sem tilkostnaðurinn er nógu lítill, en láta stóru bát- ana liggja, af því að enginn skilyrði eða geta er til þess að gera þá út. Sammnganefnd til Póllands. Á næstunni fer nefnd til Póllands lil þess að semja mn viðskipti við Pólverja. Hveiti í skiptum fyrir fisk. Það eru líkur fyrir því, að skipti á um 1500 lestum af fiski og um 2000 lestum af hveiti muni takast bráðl. við Ungverja. Söluverðið á fiskin- um er hagstætt og hveitiverð- ið er það sama og greitt hef- ur verið fyrir hveiti frá Amer- íku undanfarin 2 ár. Þetta eru því hin hagkvæmustu við- skipti fyrir íslendinga. Tunnuskorturinn. Ekki hefur enn frétzt um tunnukaup erlendis frá, en heldur mun vera erfitt að fá tunnur. Takist að fá tunnur og skipin, sem flytja síldina út nú, geti komið með þær til baka, sem að svo komnu máli er ekki ástæða til þess að efast um, ætti það ekki að skaða, þó að einhverjar tunnufyringar yrðu til næsta árs, því ólíklegt er, að tunn- ur lækki í verði, heldur hið gagnstæða. Skeldýraveiði. Það má merkilegt heita, hvað íslendingar sinna líti'ð annarri veið'i en helztu nytja- fiskanna. Menn hafa bvrjað Jítilsháttar á öðrum veiðum, en svo ýmist hætt þeim með öllu eða dregið úr þeim. Þann- ig var t. d. um humarveið- arnar fyrir um 10 árum, en nú eru þær hafnar á ný. ICú- fiskur var veiddur fyrir vest- an fyrir eitthvað 5 árum, í ein tvö ár, og hann seldur vestur til Ameríku. Virtist það gefa góða raun, og enn betra ætti það að vera nú, þar sem dollarinn er hér um bil þrisvar sinnum hærri en hann var þá. En svo urðu nokkrir örðugleikar, sem átti þó að' vera auðvelt, að yfir- stíga, og þá var hætt. Skvldu ekki hörpudiskar finnast hér? Fiskurinn í þeim er einhver verðmætasta fisktegund, sem til er á ameríska markaðnum, og er þá n’iikið sagt. Þá ætti að inega rækta ostrur, sem eru mjög mikið seldar ves*ra og víðar og þykja herra- mannsmatur. FriSun fyrir offiski. Stofn ýmissa fisktegunda fer stöðugt minnkandi vegna ofveiði, og miklar líkur eru lil, að sumar þeirra muni að ínestu ganga til þurrðar. ef ekkert verður að gert. Vís- indamenn hafa árangurslaust bent á, að takmörkun á veið'i og jafnvel friðun sumra svæða alveg eða viss tímabil væri nauðsynleg. En þetta hefur að vonum mætt andúð sió- manna yfirieitt, sem er nokk- uð eðlilegt, þar sem slíkar tak- markanir myndu koma harð- ast niður á þeim til að byrja méð. Þetta mál á þó alltaf vaxandi fylgi að fagna, og það' er ef til vill ekki svo fjarri, að íslendingar geti fengið við- urkennda nauðsyn þess að friða helztu gotstöðvarnar og uppeklissvæði fisksins að meira eða minna leyti.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.