Víðir


Víðir - 01.12.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 01.12.1951, Blaðsíða 3
VlÐIR 3 | Verzlunarháskóli Noregs í Bergen er með áform um námsferð' til T>ofoten í marz. Ætlunin er að leigja skip til fararinnar, sem á að standa :yfir í 8—10 daga. Ivennslan fer fram um borð, og snertir allt, er þorskveiðarnar varð- ar. Ennfremur er hugmyndin að taka með. sérfræðinga, ! menn úr stjórn fiskimálanna og félagsskap útvegsins. Sölu- samband þurrfiskframleið- enda hefur lofað sem svarar -25 þús. ísl. króna til íerðar- innar. Síldarsfofninn er enn mikill og eru því góð' skilyrði tii mikillar veiði næstu vertíð (í Noregi), ef veðurskilyrðin verða hagstæð, á meðan á veiðunum stendur, segir hinn kunni norski fiskifræðingur Devold. Ennfremur segir hann: Um er að ræða 3 mjög góða árganga, eða 1937, 1943 og 1944 árgangana, sem hefur verið langmest af í síldveið'- inni síðustu ár. T viðbót ’i’ið þessa árganga voru í vorsíldveiðunum í fyrra 40% af 1947 árganginum. Það er mjög sjaldgæft, að ár- gangur geri svo snemma vart við sig í jafnríkum mæli, svo það er ástæða til að ætla, að einnig þessi árgangur muni verða mikill. En annars Jítur út fvrir það — a. m. k. að' því er varðar síðustu 20 árin — að veðr- áttan hafi meira að segja en sjálfur síldarstofninn um það, hver árangurinn verður af veiðúnum. Fiski- oy hafrannsóknir með fjarsýni. Ekki aðeins skipsflölc, en einnig gróður- og fiskilífið verður nú hægt að atlmga nánar með fjarsýnistækjum frá þilfari skipsins. Eins og kunnugt er, fékk almenning- ur fyrst vitneskju um þetta þegar brezka flotastjórnin fann flak hins sokkna kaf- i)áts „Affray“. Um leið' he.f- ur hin skozka hafrannsókna- stofnun í Millport unnið að þessu viðfangsefni og smíðað fjarsýnistæki, en með því á að vera hægt að fylgjast með lífinu á hat'sbotninum af þii- fari rannsóknarskipsins. Með þessu tæki á einnig að vera hægt að fylgjast með til- raunatækjum, sem sökkt væri undir yfirborð sjávar í rann- sóknarskyni. Mikilvægi þess- arar uppfinningar fvrir fisk- veiðarnar þarf ekki frekari skýringar við. Urrlði hreyfisf í lax. Þegar um er að ræða bragð og útlit, er hægt að breyta urriða í iax, segir dýrafræð- ingurinn Page í skýrsiu sinni til frönsku akademíunnar. Page segir, að iaxinn iifi að mikiu leyti á skeldýrum. Hann maiaði því skel af humar í duft, leysti það síð'an upp i kioroformi og blándaði því síðan saman við kjöt. Þessa biöndu lét hann svo urriða éta. Eftir 17 daga fóru þeir að Hta út eins og laxar, og er urriðarnir voru soðnir, voru þeir eins á bragðið og lax. Berklaprófun á nú að fara fram á öllum fiskimönnum í Þrændalögum. KORN. — Eg hef heyrt, að þú sért hættur að' selja fyrir þitt fyrra firma og sért nú farinn að selja smjörlíki. Hvernig geng- ur það? — Eins og smjör. 1 Ameríku á það frekar við en nokkurs stað'ar annars staðar að bjarga sér sjálfur. Maðurinn og konan vinna bæði, koma seint heim og verða að gera allt sjálf. Jafn- vel hjá hinum bezt sta'ðu er fulit útiit fyrir, að vinnukon- ur verði eins sajldgæfar eftir 10 ár og einkabílstjórar. ★ Meðaitekjur í Bandaríkj- unum eru 1100 dollarar, en meðaltekjur eru ekki nema 380 dollarar í Evrópu, 170 í Suður-Ameríku, 75 í Aíríku og 50 í Asíu. Ryksug-ur úr plastic. — Vegna • skorts á máhni er Lewyt Corporation í Banda- ríkjunum farið að framleiða plastic ryksugur, sem munu verða alveg hljóðlausar, sterk- ari og 2 kg. léttari en þær, sem nú eru til úr máimi. ★ Okkur ætti að vera það ijóst af reynslunni, að án frelsis er alls engin trygging fyrir öryggi, jafnvel hinu allra nauðsynlegasta og efnaleg- asta. Þegar menn því talá mn að draga úr kröfum um frelsi til þess að auka öryggið, þá fara þeir vissulega viliir vegar. ★ Risask j aldbaka, 2 metrar á lengd, fannst nýlega í Norðursjónum. Vó dýrið 700 kg. Það er álitið, að gjaldfrest- ur eða afborgunarleiðin, þar sem hún á við, tvöfaldi eða jafnvel þrefaldi söluna. Við- skiptamönnunum finnst þeim vera sýnt traust með því að fá lán og meta það yfirleitt. ★ Það er reynsia manna, sem framleiða einhverja vöru, að það sé hagkvæmt að fram- leiðandinn hafi jafnframt smásöluverzlun að einhverju leyti, þó ekki sé nema tii þess að fyigjast betur með kröf- um viðskiptavinanna. * Otto Mönsted, hinn frægi danski smjöriíkisframleið- andi, sagði einhverju sinni, að ef fólkið viidi fá smjörlíkið í gullöskjum, settum demönt- um, skyldi það sannarlega fá það — aðeins ef það greiddi fyrir það. Það er þessi hugsun, sem menn verða að hafa í huga, þegar selt er tij Bandaríkj- anna. Bandaríkjamenn vilja greið’a fyrir útlitið, og enginn skyldi gleyma, að 96% af allri sölu fer frtfm í sjálfsölubúð- um. ★ 00% af matvörusölunni i Bandaríkjunum er í höndum venjulegra smásala og 40% hjá keðjuverzlununum, og hafa stærstu þeirra, eins og Atlantic & Pacific Tea Co. og First National, þúsundir slíkra búða. ★ T Bandaríkjumnn búa 150 miljónir manna, og samkvæmt hagskýrslum, sem Ameríkan- ar eru alls staðar með, fara þeir hvern rúmhelgan dag í 529.000 matvörubúðir og eyða 100 milj. dollurum. „Hesturinn' brenndur. Þegar sjómennirnir á tím- um seglskipanna höfðu ver- ið á sjónum í fjórar vikur, höfðu þeir unnið fyrir því kaupi, sem þeir höfðu fengið fyrir fram, áður en lagt var úr höfn. í tilefni þess varð að gera sér dagamun. Gerð var eftirlíking af hesti í eðli- legri stærð úr gömlum segl- dúk, og var hann troðinn út með ónýtum köðlum, tré- spónum og fleiru. Síðan var hellt tjöru og olíu yfir hest- inn og hann dreginn upp á stöng. Hann var síðan út- byrtur, og svo var kveikt í þessum einkennilega skapn- aði. Hesturinn, sem átti að tákna, að skuldin væri greidd skipstjóranum, leið kvalafull- an dauða. Og nú gátu menn áhyggj ulausir bruggað ráð sín um landgönguleyfið í næstu höfn. * „Jarðarhomið“. Hinir fornu Karthagómenn færðu guði sínum fórnir, þegar þeir fóru fram hjá Gíbraltarhöfða. Ivlettur þessi var kallaður „jarðarhornið“ eða „endi- mark allra siglinga“. ★ Þanniij qengur það. Þegar „Queen Elizabeth“ hafði lok- ið herþjónustunni sem liðs flutningaskip o. fl. og átti aft- ur að hefja siglingar sem skemmtiferðaskip, varð sem kunnugt er að gera á því miklar breytingar og lagfær- ingar. T stað hins fábreytta stríðsútbúnaðar kom þægi- legri útbúnaður. Til þess að klæða hásgögnin og ýmislegt fleira voru notaðar húðir af alls 1500 kvikfjár. verður kommúnisfninn fyrir miklum álitshnekki. Hervæðing Evrópu og Bandaríkin. Hin athyglisverða og rót- tæka sókn brezku stjórnar- innar í þá átt að rétta við greiðslujöfnuðinn mun hafa víðtækar afleiðingar, þegar fram líða stundir. Það er ekk- ert vafamál, að takmörkunin á innflutningi er mjög alvar- legt áfall fyrir samvinnu Evr- ópuríkjanna m. a. og fyrir öll áform Evrópuráðsins. Það er þó svolítil bót í máli, að af- leiðinganna verður ekki vart fyrst um sinn, og áður en tak- mörkuninni verður framfylgt, er það hugsanlegt, að ástand- ið ha.fi batnað á öðrum svið- um það mikið, að hægt sé að komast hjá hinum róttæk- ustu aðgerðum. Að baki þeirrar bjartsýni liggur sú hugsun, að öng- þveitið í Englandi — og- einn- ig í Frakklandi — sé að nokkru leyti sjálfskaparvíti. Það hefur átt sér stað og á sér enn stað mikill fjárflótti, sumpart eftir ólöglegum leið- um. Úrræði Butlers fjármála- ráðherra eru ef til vill fyrst og fremst til þess ætluð að hafa róandi áhrif. í annan stað á að senda Ameríku- mönnum yfirlýsingu, sem skuli sýna þeim, að Evrópu- mönnum sé a. m. k. alvara í þetta sinn. Því er haldið fram af áhrifamönnum, ekki sízt í London, að nú verði með ein- hverju móti að komast hjá að bið'ja Ameríkumenn um meiri hjálp en þegar hefur veiið lagt á ráðin um. Hið góða samband milli Englands og Bandaríkjanna hefur á síð- ustu tveim, þremur árum orð- ið fyrir miklum skakkaföll- um, og afleiðingin hefur m. a. verið hin alkunna og stöð- ugt vaxandi gagnrýni Ame- ríkumanna á gáleysi lýðræð- isríkja Vestur-Evrópu. Tak- ist Englendingum að koma fjármálunum í fastar skorð'ur af eigin rammleik, munu margar helztu ákúrur Banda- ríkjamanna falla úr sögunni. Einkennandi fyrir afstöð- una í Ameríku eru þessi um- mæli þingmannsins Mac- Kellars, sem er formaður fjár- veitinganefndarinnar: „Chur- chill ætti ekki að biðja um meiri hjálp frá Ameríku. Þjóð vor stynur sjálf undir skatta- byrðunum, sem eru þyngri en þær nokkurn tíma hafa verið í nokkru Iandi“. Þetta er ekki hárrétt, en almenningur held- ur, að það sé rétt. Það verður af mörgum á- stæðum athyglisvert að fylgj- ast með, hvernig þeir í Was- hington ráð'a fram úr erfið- leikunum, sem steðja að á öll- um sviðum vegna sífelldrar aðstoðar við Evrópu. Þingið er orðið stöðugt meir þenkj- andi. Það lítur út fyrir, að dregið verði mjög úr áætlun- unum um hernaðarað'stoð handan við hafið. Undir þess- um kringumstæðum er það ákaflega vafasamt, hvort fyr- irætlanirnar varðandi Eng- land, sem fyrir löngu liafa verið gerðar, nái til fulls fram að ganga. Fyrir Vestur-Evr- ópu í heild er fjárveitingin 5.8 milljarðir dollara. Á næstunni verða hafnar umræður um, hvernig fé því skuli jafnað niður á einstök ríki innan At- | lantshafsbandalagsins. Áðúr en Churchill kemur til Was- hington snemma í janúar, mun undirbúningsumræðun- um vera lokið. Nú þegar bendir allt til þess, að Stóra- Bretland muni fá töluvert stærri skerf en áður var bú- izt við. Annars mun þingið senni- lega nota hrossakaupa-að- ferðina í ríkum mæli, þegar að niðurjöfnuninni kemur. Hinir íhaldssömu armar inn- an beggja flokkanna munu vilja setja skilyrði fyrir því að veitt verði aðstoð’ þeim hluta Evrópu, sem þeir kalla róttæka. Búast má við, að eitt af þeim sé Spánn. Spán- verjar þarfnast fjárstyrks, ef til vill fremur en nokkur önn- ur þjóð, en Franco hefur ver- ið drembinn og heldur ósam- vinnuþýður, — hann vill „selja sig dýrt“. Ameríku- roenn eru staðráðnir í að komast yfir herstöðvar á Spáni, og það vita Spánverj- ar. Það versta í þessu. sam- bandi er, að einkum Frökk- um mun við það finnast þeir vera „svikinr“, — en álíta elvlvi Ameríkumenn, að ekki sé hægt að verja meginlandið fyrr en við Pyreneafjöll? Við' þessari spurningu hefur enn ekki fengizt neitt fullnægj- andi svar. Peron. Forsetakosningarnar í Ar- gentínu komu mönnum mjög á óvart. Var það einkum vegná þess, að stjórnarand- staðan fékk hvorki meira né minna en 35% allra greiddra atkvæða, langtum meira en nokkur hafði búizt við. Sér- hvert atkvæði á móti Peron er atkvæði með frelsinu, kvað við, en þó voru ekki mörg tækifæri til að útbreiða þau hvatningarorð, svo að þau bærust mönnum til eyrna. Áróðurinn fyrir kosningarnar var algjörlega „einráðúr“, m. a. 'höfðu fylgjendur Perons tekið sér einkarétt á öllum útvarpssendingum, og í raun og veru voguðu engin dag- blöð að mæla á móti einræð- isherranum. Undir slíkum kringumstæðum eru öll at- kvæði gegn stjóminni til mikillar ánægju og uppörv- unar.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.