Víðir


Víðir - 01.12.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 01.12.1951, Blaðsíða 4
LÞeir, sem vilja fylgjast vel meö, lesa V í ÐI. -------------------------------- V í Ð I R flytur efni, sem ekki er annars staðar. ________________________________ Tíðin hefur verið rysjótt þessa viku, umhleypingasamt, og hefur hanri verið á öllum átt- um. Nokkur snjókoma var eina nóttina, en snjóinn tók fljótt upp. Til sjávarins hefrir verið ó- kyrrt, brim og læti og ónæð- issamt fyrir litla báta, þá sjaldan kornizt hefur verið á sjó. Nokkurt umtal hefur verið' um, að bæjartogararnir legðu upp afla sinn til vinnslu í landi, og ef úr því yrði, ætti Bjarnarey að geta orðið inni í næstu viku. Mikill sogadráttur hefur verið í höfninni, og skemmdi erlendur togari, sem íá við eina bryggjuna, hana mikið. Er skaðinn jafnvel talinn nema 50 þúsund krónum. heíur yfirleitt verið tregur. Utilegubátarnir hafa helzt verið að fá eitthvað. Þannig kom Jón Valgeir inn einn daginn með 11 lestir og Guð- mundur Þorlákur með' 6% lest. Afli nokkurra báta einstaka daga: Drífa (trolli 2 l/> lest, Bragi (trolli 4 lestir, Leifur fdragnót) 2 lestir, Hafþór (dragnót) 1 lest. Togararnir. Tíðin hefur verið storma- söm fyrir vestan. Togararnir hafa fengið smáhrotur, en yf- irleitt hefur verið tregt. Lítur nú út fyrir, að' mark- aðurinn sé farinn að ná sér í Englandi aftur. Markaður í Þýzkalandi er enn líkur og hann hefur verið undanfarið, eklci alveg í toppi, þó heitir þetta gott verð þar. A veiðum við Grænland hafa verið togararnir Neptún- us og Marz, en eru nú nýfarn- ir til Englands og selja sitt hvorum megin við helgina. Sólborg hefur einnig verið þar að veiðum. Tveir togarar eru á leiðinni til Grænlands, Karlsefni og Tngólfur Arnar- son, eða um það bil komnir þangað. Bæjartogararnir eru eitt- hvað að byrja að veiða fyrir innlendan markað. Vestmannaeyjar. Lítið hefur verið róið í vik- unni og afli tregur. Línubátar hafa fengið um 2 lestir í róðri, þó fékk einn bátur einn dag- inn 5 lestir, en hehningurinn af því var keila. Hjá drag- nótabátum hefur ekki gefið, en sæmilegur afli var, þegar síðast var komizt á sjó. Engin hreyfing er enn í mönnum með að fara aftur á reknetaveiðar. Grindavík. Lítið hefur verið róið þessa viku. Tveir bátar úr Hafnar- firði liggja við og stunda síld- veið'ar. Hafa þeir fengið upp í 100 tunnur í lögn. Síldinni er ekið til Hafnarfjarðar, þar sem hún er fryst. 4 bátar róa með línu og einn með dragnót. Hafa línu- bátarnir verið að fá 4—5 lest- ir í róðri og það niður í 2 lestir. Fiskurinn hefur verið seldur til Reykjavíkur í fisk- búðirnar, sem hafa keypt afl- ann fyrir meðalverð upp til hópa. Dragnótabáturinn hef- u r ekkert fengið upp á síð'- kastið. Sandgerði. Tveir bátar hafa verið með reknet, og hefur veiði verið ágæt, á annað hundrað tunn- ur í 2 róðrum, sem þeir reru um síðustu helgi. Þeir urðu varir við mikla síld fyrir sunn- an Nes. Einir 5 bátar fara lík- lega út, þegar gefur. Afli var ekkert farinn að glæðast, þegar síð'ast gaf á sjó hjá línubátunum. Göngu- þorskur virðist enginn vera kominn á miðin ennþá. 2 bát- ar eru bvrjaðir með línu, en verið er að lagfæra marga fyr- ir vertíðina. Keflavík. Kyrrstaða hefur verið þessa viku í öllu, er lýtur að sjónum, þar sem ekki hefur verið komizt á sjó, sem heitið geti. 2 dragnótabátar fóru þó út einn daginn, og fékk annar þeirra mjög mikinn afla, 8 lestir, og var ekki úti nema 6 tíma. Aflann fékk hann í Garðsjónum rétt utan við línu, og var það þorskur og ýsa. Hinn fór norður í Bugt og fékk ekkert. Guðmundur Þórðarson HUNDESTED-MOTOR — hin aflmikla, þýða og ódýra vél. Stærðir 10—360 hestöfl. Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn ........................................... Heimili ................. Póststöð........................... TU víkublaðrins Víflir. Rrvkjavík íSími 6661). ★ Yfir 50 % ctf danska fiskibátaflotanum er með GRENAA-VÉL. ★ Norðmenn kaupa GRENAA-VÉLfNA meira en nokkra aðra vél í Danmörku. Fleiri og fleiri íslendingar kaupa GRENAA-VÉLINA. GRENAA-VÉLIN hefur alla kosti, sem prýða mega eina vél. ^ GRENAA-VÉLIN er traustbyggð og örugg. Einkaumboðsmaður Grenaa Motorfabrik: MAGNÚS Ó. ÓLAFSSON, Hafnarhvoli. — Sími 80773. lekk 'rúmar 100 tunnur af síld s.I. sunnudag. Vöggur er einnig tilbúinn að fara út, en það gaf ekki fram eftir allri viku, og hefur fyrir það ekki orðið úr frekari undirbúningi, en hvotungur er í mörgum. Skip er að taka 500—600 lestir af brotajárni á vegum Sindra h.f. Á.jámið að fara til Englands. Akranes. Bjarni Olafsson kom í fyrradag inn með 250 lestir af fiski eftir 8 daga útivist. Verð'- ur fiskurinn eins og áður unn- inn i fryistihúsunum. Síðastliðinn sunnudag fóru 4 bátar út með reknet, og aðr- ir 4 ætluðu næstu daga, en þá gaf ekki fram eftir allri viku. Fara því væntanlega 8 bátar út næst þegar gefur. Þessir 4 bátar fengu 300 tunn- ur af síld alls. Síldina fengu þeir grunnt í Grindavíkur- sjónum. 3 bátar stunda línuveiðar og hafa fengið 3—5 lestir í róðri. Aflinn hefur verið mjög lönguborinn og nokkuð mik- ið af skötu í honum og drasli, sem kallað er. ísafjörður. Veðrið hefur verið slæmt þessa viku, suðaustan og norð'austan stormur, og oft með snjókomu. Lítið hefur því verið róið. Páll Pálsson frá Hnífsdal hefur farið 2—3 lagnir og fengið 2—5 lestir í róðri, og Einar Hálfdán frá Bolungavík álíka margar lagnir og fengið 3—4 lestir. ísborg seldi afla sinn í vik- unni í Þýzkalandi, og Sólborg fór til Grænlands 18. þ. m. og er búin að fá þar fullfermi, og um það bil að leggja af stað með aflann til Englands, eða nýfarin. Trillubátar hafa verið' að fá 400—500 kg. á 30—60 lóð- ir. (í hverri lóð eru 100 krók- ar). Lokið er við að grafa fyrir vatnsveitunni í bænum. Hlutafélagið Mímir í Hnífsdal hefur keypt einn af bátum Samvinnufélagsins, Valbjörn, sem er 42 lestir að stærð, fyrir 350 þús. krónur. Mun hann hefja róðra á næst- unni. Faxaflóinn nægtabúr. Er skipstjóri nokkur kom hér að einn daginn, sagði hann frá því, að hann væri viss um, að hann hefði fleygt 9/10 hlutum af ýsunni, sem hann fékk í vörpuna, fyrir borð aftur og þá að sjálfsögðu dauðri, því að hún þolir ekki neitt sem heitir á þilfarinu. Aðeins 1/10 hlutinn var sölu- hæfur, hitt var allt smælki undir löglegu máli. Skipstjórinn sagðist vera viss um, að Faxaflóinn yrði nægtabúr, sem allt Suð-Vest- urlandið gæti lifað á, ef hann yrði friðaður fyrir botnvörpu- og dragnótaveiðum. Erlendir togarar eru nú svo ágengir við landhelgi Noregs, að stund- um má sjá þá þar að veiðum úr landi. Töp hjá mikilvægum atvinnutækjum. Nýlega var gert bráða- birgða reikni ngsy f i rl it y f i r rekstur togarans Hafliða, sem bæjarútgerð Siglfirðinga keypti s.l. vetur. Sýnir yfirlit þetta tap, sem nemur 500— 600 þús. krónum, eftir því hve hátt eru metin keypt veiðar- færi, sem togarinn á nú. Það er talið, að Vestmanna- eýjakaupstaður hafi fram að þessu orðið að grciða eða taka á sig skuldbindingar, sem nema 2 ' miljónum króna, vegna togaranna tveggja, sem bærinn á, síðan þeir komu. Hefur útgerð togaranna trufl- að mjög allan bæjarrekstur- inn. Sömu sögu er að segja af togaraútgerð nokkurra ann- arra bæjarfélaga, þó að það hafi líklega hvergi gengið jafnilla. Þrátt fvrir þessa slæmu af- koniu munu fáir af ráða- mönnum kaupstaðanna hafa hug á að losa bæina við út- gerð þessa, meðan þess er kostur að halda skipunum. Svo mikilvæg eru þau fyrir atvinnulífið víðast hvar. Það er t. d. athyglisvert, að togari þeirra Akurnesing- anna hefur verið látinn veiða fyrir frystihúsin í haust þrátt fyrir ágætan markað á ísfiski. — — — Ræðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.