Víðir


Víðir - 15.12.1951, Qupperneq 1

Víðir - 15.12.1951, Qupperneq 1
XXTII. Reykjavík, laugardaginn 15. desember 1951 37. tölublað. Jólahugleiðing. Það var fyrir nokkrum ár- um, í Indlandi, að trúboði — doktor í læknisfræði —, sem liafði verið sendur til Ind- lands að boða Krist, og flytja jólahugleiðingar um barnið í jötunni, var að dauða kom- inn. Tveim árum áður hafði móðurkirkjan sent annan lækni-trúboða til þess að taka við starfi hans, þegar hann léti af því, lífs eða liðinn. Gamli maðurinn var nú lagzt- ur í rúmið, og óhugsandi, að hann stigi framar í fæturna. Því var það, að yngri maður- inn kom á hverjum degi til sjúklingsins, um fimmleytið að deginum, opnaði skjala- tösku sína, las bréfin, sem hann hafð'i fengið þann dag, Jagði fram skýrslu yfir dags- verkið og lauk svo samveru- stundinni með sambæn. Venjulegast rauk læknis- kapeláninn ujjp frá bæninni fremur óðslega, og kvaddi sjúklinginn á þessa lund: ,,Doktor, konan mín og dreng- urinn minn eru farin að bíða eftir mér til kvöldverðar, ég verð að hraða mér“. Eitt síðdegið kom ungi trú- boðinn að venju í heimsókn j^essa, settist við rúm sjúk- lingsins, opnaði skjalatösku sína og gaf skýrslu sína. Enn- fremur báðu þeir hina venju- iegu sambæn sína. En í stað þess að rjúka upp eins og venjulega og kveðja með þess- um orðum: „Vel á minnzt, konan mín og drengurinn minn bíða eftir mér“, sat ungi maðurinn kyrr í saúi sínu og var mjög hátíðlegur og alvar- legur útlits. Gamli maðurinn ieit á hann og virti hann fvrir sér, hugsandi, nokkra stund og mælti loks: „Sonur minn, það' er eitt- hvað, sem amar að þér, og þú hefur enn ekki sagt mér frá. Ef það er eitthvað, sem snert- ir starf þitt, slcaltu segja mér það. Þú þarft ekkert að ótt- ast, að mér verði mikið um það“. Ungi maðurinn stóð upp og mælti: „Þetta er algért einka- mál. Ég tel réttara að vera ekkert að angra þig með því“. „Tylltu þér, sonur, seztu niður. Eg þarf að tala við þig. Ég er orðinn svo gamall, að ég gæti verið faðir þinn. Segðu mér allt af létta. Það myndi sannarlega vera mér fagnað- arefni, ef ég gæti hjálpað þér“. Ungi maðnrinn settist ekki. „Doktor. Þetta er algert einkamál. Ég kann ekki við að ofþyngja yður með þvi. Ég ætla að biðja Guð að hjálpa mér að ráða fram úr því“. „Nei, seztu niður, sonur minn. Mig langar til að heyra það, ef þú vilt vera svo vænn að segja mér það' — ef það er ekki alger leyndardómur“. „Nei, það er ekkeft lauu- ungarmál“. Ungi maðurinn settist, himinglaður y'fir að geta létt á hjarta sínu, opnaði skjala- veski sitt og tók upp tvö bréf. „Ég féklc tvö bréf í dag. Annað þeirra er frá prestinum okkar. Þér þekkið hann. Við tilheyrum sömu kirkjunni. Hitt bréfið er frá skrifstofu- stjóranum í erlenda trúboðs- félaginu okkar, hann er sömu- leiðis meðlimur í vorri kirkju. Presturinn tilkýnnir mér, að hann sé á leiðinni að segja af sér. Þér vitið, að þetta er stærsta kirkjan í umdæminu. Ilann segir mér, að kirkju- söfnuður þessi muni kveðja mig til prests, ef ég komi aft- ur til Englands. Ennfremur segir skrifstofustjórinn, að ef ég vilji koma heim og taka við þessu, muni ég verða inn- an skamms kosinn skrifstofu- stjóri trúboðsfélagsins. Jæja, hvað á ég' að gera?“ „Hvað lízt þér, sonur minn?“ „Já, ég minnist rétt svona á það, þér eruð búinn að vera hér langa hríð“. „Já, nærri því fjörutíu og sex ár“. „Já, og konan yðar og börnin dóu hérna?“ „Já, konan mín og fimm börn okkar dóu hér öll í einu úr hitabeltis sóttveiki. Ef við hefðum verið heima í Eng- landi. eru mestu líkur til, að þau hefðu öll verið á lífi nú“. „Og allt, sem þér hafið bor- ið úr býtum fyrir það, doktor, — þér fyrirgefið, ég ætla ekki að hryggja yður —, allt, sem þér hafið borið úr býtum, er agnarlítil kirkja og örfáir alt- arisgestir“. „Já, agnarlítil kirkja, smá- kytra úr sólbökuðum leir- stykkjum, og fimmtíu og þrír safnaðarmeðlimir og fimmtíu og þrír kveldmáltíðargestir“. „Segið mér nú eitt, herra doktor", mælti ungi maður- inn. „A ég að grafa mig lif- andi hér í Indlandi og að lið- inni hálfri öld bera sömu laun úr býtum og þér. Eða á ég að hverfa aftur til Eng- lands og vinna þar meira stór- virki?“ Ungi maðurinn þagnaði. Honum var ekki grunlaust, að hann hefði sært tilfinning- ar gamla mannsins. Gamli maðurinn lét aftur augun og virtist þungt hugsi. Ungi mað- urinn tók eftir því, að varir hans hærðust í bæn. Eftir nokkra stund opnaði öldung- urinn augun, leit alvarlega Jraman í unga manninn og mælti: „Sonur minn. Eg held ég geti hjálpað yður. Ég fer nú að deyja, næstu daga, senni- lega bráðlega. Eg á að fara að rölta upp þrepin að perluhlið- inu og drepa þar á dyr. Eng- iHinn mun opna hliðið og láta mig skrifa í vistmannabókina. Þessu næst mun hann fylgja mér að liásæti náðarinnar. Ég mun trauðla hafa gengið nema nokkur skref eftir hin- um gullnu strætum, þegar hör u n dsdök k IIi n d ú a stú I ka með fagnaðar-geislandi augu kemur trítlandi og dansandi út úr einhverri yndislegustu hliðargötunni. Hún grípur báðar hendur mínar með litlu höndunum sínum, hoppar upp af kæti og getur varla komið upp orðunum fyrir gleði og segir: -Doktor, mér þykir svo vænt um, að þér eruð kominn hingað. Ég hef verið að bíða eftir yður“. Og ég mun horfa á hana og sennilega ekki koma henni fyrir mig. „Hvað er þetta, þekkið þér mig ekki, doktor?“ mun hún þá segja. „Það' er afsakanlegt., bless- uð litla stúlkan mín“, mun ég segja. „Ég sá ykkur svo marg- ar í Indlandi, að ég man ekki beinlínis eftir þér sérstak- Iega“. Og þá mun hún segja mér nafn sitt og bæta við: „Hvers- lags er þetta, doktor. Þér skírðuð mig. Þér fermduð inig. Þér leidduð mig til Krists. Og þér töluðuð yfir kistu minni og blessuðuð mig frá húsi Drottins. Viljið þér nú ekki gera eina stóra bón fyrir mig?“ „Jú, svo sannarlega“, mun ég þá segja, „og’ með mestu gleði“. „Viljið þér lofa mér að leiða yður fram fyrir Krist?“ „Með mestu ánægju, elsku- lega barn“. Og svo göngum við niður þetta stræti. Og hún mun sýna mér allt það dýrðlega, sem fyrir augun ber, öll stór- hýsin, listaverkin og helga menn, og segja mér frá þessu öllu saman. Og svo komum við að hinu hvíta hásæti náð- arinnar. Og af því að það er Jesús, sem situr þar í hásæti, er hann ekki að bíða eftir því, að ég komi til hans. Hann kemur fagnandi á moti mer niður gullþrepin. Og rétt þeg- ar ég er að því kominn að falla honum til fóta og um- faðma fætur hans, grípur litla stúlkan aðra hönd Krists í þá hönd, sem hún lrefur lausa, leggur svo báðar hend- urnar, Krists og mína, saman á heita, litla brjóstið sitt, og segir: „Blessaður Jesús, Frels- ari minn, þessi maður yfirgaf föðurland sitt, heimili, föður og móður, systkini, frændur og viui. Hann kom til Ind- lands til þess að lifa og deyja meðal míns lýðs. Hann nrissti konu sína og öll sín börn. Hann gat ekkert annað gert ('n sitja hjá þeim, biðja fyrir þeim, halda i hönd þeirra og horfa upp á þau deyja. Loks gaf hann einnig upp öndina. Ilann var fyrsti maðurinn, blessaði Frelsari minn, sem sagði mér frá þér, og mig langar ti' að verða fvrst til að segia Iv'"' frá honum“. Eödd ga’”'" mnnnsins óm- aði og sveif brott eins og Til kaupenda Víðis. Næstu daga verða sendar út póstkröfur fyrir blaðinu fyrir síðari helming árs- ins, og eru áskrifendur vinsamlega beðnir að innleysa þær, þegar þeir fá tilkynninguna frá póst- húsinu. Næsta blað kemur ekki út fyrr en eftir áramót. Gamalt og nýtt verður sent út fyrir jól. _________________________ Hvað er andleg heilbrigði ? Sá maður er andlega heill, sem er a) gæddur hugarrósemi b) fær um að umgangast aðra menn með hófsemi c) fær um að takast á hendur án uggs og ótta þær skyldur og kröf- ur, sem vandamál lífsins búa honum. Heilbrigður er sá maður, sem viðurkennir takmarkanir sínar og lætur þær ekki á sig fá, og hvorki ofmetur né van- metur hæfileika sína, nýtur ánægju hins daglega lífs, og virðir og umber aðra. Ef menn geta hlegið að sjálfum sér, ber það vott um heilbrigði, og einnig það, að halda íullum sönsum þegar erfiðleikar og þrautir steðja að. Hugsandi menn eru lieilbrigðir, þeir, sem opnir eru fyrir nýjum hugmyndum og tilraunum, þeir sem alltaf leggja sig fram við störf sín, og hugsa fyrir framtíðina og eru ósmeikir við hana. hljómur í brostnuin liörpu- streng. Ungi trúboðinn sat þarna hljóður og hugsandi hneig því næst á hnén, og þrýsti andlitinu að líkania gamla mannsins í rúminu, og andvarpaði: „Doktor, ég verð hér“. Gleðileg jól! Jónm. Halldórsson. \

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.