Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 4

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 4
28 Sigfús Einarsson ög fremst. „Ett sjungande folk" — það á sænska þjóð- in að verða! Söngfólkið mun hafa saknað vinar í stað, er það kom til mótsins. Aðalsöngstjóri Sambandsins var þá fyrir skömmu látinn. Hafði hann andazt 22. maí á minnis- stæðan hátt: Er þau Friðrik ríkiserfingi og Ingiríður prinsessa höfðu birt trúlofun sína, fór fram móttöku- hátíð í Stokkhólmi, að tilhlutun borgarstjórnarinnar. Sven Lizell stjórnaði söngflokknum og hljómsveitinni. Þegar kom að síðasta erindinu í Morgunsöngnum úr „Elverskud" eftir Gade, gekk Sven Lizell niður af stjórn- pallinum og hneig niður örendur, en kórinn lauk söngn- um yfir hinum látna höfðingja og ástsæla foringja: „Og med Guds Sol udgaar fra 0st en himmelsk Glands paa Jord, et Glimt fra Paradisets Kyst, hvor Livets \bild gror." Virðist svo sem þetta hafi verið fagur dauðdagi manns, er verið hafði einn af aðalleiðtogum þjóðar sinnar í sönglegum efnum, um langt skeið, en var nú farinn að heilsu, svo að hann hafði verið varaður við þvi að taka að sér söngstjórnina við fyrgreint tækifæri. Auk Svíanna tóku Norðmenn, Sænsk-finnar og Est- lendingar þátt í mótinu, og kom einn flokkur („Re- præsentationskór") frá hverju landi. í þeim siðasttalda voru 75, en fleiri miklu í hinum, eða nálægt 200 manns í hvorum. Var þá söngfólkið orðið töluvert á 6. þúsund. Kvöldið áður en mótið hófst, héldu Sænsk-finnar sam- söng í Engiibrektskirkju. Stendur kirkjan „hátt á bjargi" og er hið fegursta musteri, hvar sem litið er, inni og úti. Eg hafði hlakkað mikið til að hlusta á söng i sliku umhverfi, en varð óneitanlega fyrir nokkrum vonbrigð- um. Það var ekki fyrir þá sök, að söngurinn væri ekki prýðilegur, heldur vegna efnisins, er var að vísu frem- ur einhæft, en þó sérstaklega ókirkjulegt. Og fyrir því

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.