Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 8

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 8
32 Sigfús Einarsson og raddirnar í gáskafullum eltingarleik! Seinna frétt- ist, að þessu skemmtilega kórlagi, hefði aldrei verið tekið með jafnmiklum „hátíðlegheitum" eins og í þetta skipti. Ef litið er á söng Estlendinganna frá kór-tekn- isku sjónarmiði, þá bar hann af öðrum. Hrynjandi og samtök voru með ágætum. En þar að auki var hann fullur af lífi og hressandi eins og vorblær. Var því sízt furða, þótt honum væri tekið með miklum fögnuði. Það væri ekki óeðlilegt, þótt þessi frásögn um fulltrúa hinnar litlu og lítt kunnu þjóðar kæmi háttvirtum les- endum á óvart. En sannleikurinn er sá, að það er mikið vafamál, hvort sönglistin hefir náð fastari tökum á nokk- urri annari þjóð. Söngurinn er ríkur þáttur í menning- arlífi Estlendinga og hefir verið ómetanlegur styrkur i frelsisbaráttu þjóðarinnar. Þálttakendur i hinni 10. al- mcnnu söngbátíð á Estlandi, árið 1933, voru yfir 18.000 — átján þúsund — konur og karlar, auk 1800 blásturs- hljóðfæraleikara eða samtals 20 þúsund manns. Þetta eru tölur, sem tala! Flokkur sá, er söng i Stokkhólmi, var blandaður stúdentakór frá Tartu, stofnaður 1920. í honum voru 75 manns og söngstjóri Enn Vörk tónskáld. Samkeppni hafði farið fram um hátíðarkantötu til mótsins og urðu úrslitin þau, að verðlaunum var skipl á milli tveggja tónskálda, er fyrr voru nefnd, Oskars Lindberg og Gösta Lundborg. Voru þær nú báðar sungn- ar með undirleik hljómsveitar, sín á hvorum konsert, önnur undir stjórn Viktors Lundquist, aðalsöngstjóra mótsins, en hin undir stjórn .Tohns Norrmann, er til- nefndur Iiafði verið honum lil aðstoðar, þegar Sven Li- zell dó, eins og áður er sagt. Önnur kantatan endaði á þjóðsöngnum, „Du gamla, du fria", er tónskáldið hafði undirbúið með viðeigandi tilbrigðum. Þegar kom að sjálfum þjóðsöngnum, risu allir úr sætum sínum og tóku undir einum rómi. Varð af þessu áhrifamikill söngur, cn hljómsveitin mun hafa átt fullt í fangi með að halda sér á floti, svo að hún sykki ekki til botns

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.