Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Page 8

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Page 8
32 Sigfús Einarsson og raddirnar í gáskafullum ellingarleik! Seinna frétt- ist, að þessu skemmtilega kórlagi, hefði aldrei verið tekið með jafnmiklum „hátíðlegheitum" eins og í þetta skipti. Ef litið er á söng Estlendinganna frá kór-tekn- isku sjónarmiði, þá har hann af öðrum. Hrynjandi og samtök voru með ágætum. En þar að auki var hann fullur af lífi og liressandi eins og vorblær. Yar því sizt furða, þótt honum væri tekið með miklum fögnuði. Það væri ekki óeðlilegt, þótt þessi frásögn um fuiltrúa hinnar litlu og lílt kunnu þjóðar kæmi háttvirtum les- endum á óvart. En sannleikurinn er sá, að það er mikið vafamál, livort sönglistin hefir náð fastari tökum á nokk- urri annari þjóð. Söngurinn er ríkur þáttur í menning- arlifi Estlendinga og hefir verið ómetanlegur stvrkur í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Þáttlakendur í liinni 10. al- mennu sönghátíð á Estlandi, árið 1933, voru yfir 18.000 — átján þúsund — konur og karlar, auk 1800 blásturs- hljóðfæraleikara eða samtals 20 þúsund manns. Þelta eru tölur, sem tala! Flokkur sá, er söng í Stokkhólmi, var Jilandaður stúdentakór frá Tartu, stofnaður 1920. í honum voru 75 manns og söngstjóri Enn Vörlv tónskáld. Samkeppni liafði farið fram um hátíðarkantötu til mótsins og urðu úrslitin þau, að verðlaunum var skipt á milli tveggja tónslválda, er fyrr voru nefnd, Oskars Lindljerg og Gösta Lundborg. Voru þær nú l)áðar sungn- ar með undirleik hljómsveilar, sín á hvorum konsert, önnur undir stjórn Viktors Lundquist, aðalsöngstjóra mótsins, cn hin undir stjórn Johns Norrmann, er lil- nefndur liafði verið honum til aðstoðar, þegar Sven Li- zell dó, eins og áður er sagt. Önnur kantatan endaði á þjóðsöngnum, „Du gamla, du fria“, cr tónskáldið liafði undirhúið með viðeigandi tilbrigðum. Þegar kom að sjálfum þjóðsöngnum, risu allir úr sætum sinum og tóku undir einum rómi. Varð af þessu áhrifamikill söngur, cn hljómsveitin mun liafa átt fullt í fangi með að halda sér á floti, svo að hún sykki ekki til bolns

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.