Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Page 9

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Page 9
Söngmót í Osló og Stokkhólmi 1935 33 í þessu volduga tónhafi. Blaðadómarnir um kantötuna voru mjög loflegir, þótt gert væri reyndar ráð fyrir þvi, að eitt og annað mundi fyrnast og falla í glevmsku, eins og ekki er óalgengt um slík tækifærisljóð. Það er elcki fyrir alla, að fara í fötin lians Hándels gamla! Síðasti konsertinn í'ór fram úli á hinu mikla íþrótta- svæði, Stadion. Það var sunnudaginn l(i. júní, kl. 6 síð- degis. En um morguninn var guðsþjónusta á Birger Jarls-torgi. Var hellirigning og rok og útlilið allt ann- að en glæsilcgt. Þegar hinar marglitu söngfylkingar gengu inn á völlinn, sitt hvoru megin, undir fánum sín- um, var sama hvassviðrið, kalt og demburnar alltaf öðru hvoru. En tilkomumikil sjón var þetta þó, enda er ekki hætt við, að Svíum mistakist við slik tækifæri. Það eru „karlar, sem kunna sig“. Hinn mikli skari átti að syngja undan veðri, og var það að vísu nokkur bót í máli, þótt fyrirsjánlegt væri, að margt og mikið hlyti að fara út í veður og vind. Hálfu verri var þó aðstaða barnasöngflolcksins, er stóð liinum megin á vellinum og álti því að syngja á móti veðri. Var mesta furða, hvað söngur þeirra lieyrðist glöggt. En þau höfðu ckki sleppt seinasta orðinu fyrr en þau tóku undir sig stökk niður af pallinum og þaðan á harðahlaupum yfir völl- inn. Vakti sú sjón litlu minni fögnuð en sjálfur söng- urinn. Það tæki of mikið rúm í Heimi, ef prenta ætti söngskrána á þessum „Jubileumskonsert“, og væri það þó ekki ófróðlegt. Lögin voru 2(5 samtals (3 féllu reynd- ar úr vegna lirotlferðar Estlendinganna) og skiptist á einraddaður og margraddaður söngur, með og án und- irleiks hljómsveitar. Kaflarnir voru með þessum fyrir- sögnum: Svensk hymnsáng. Unison sáng. Tyska folk- visor frán 15. ocli 1600-talet. Utlándska representations- körer. Svenska folkvisor frán 15. och 1600-talet. Sein- ast lagið var „Sverige“ eftir Stenliammer, sungið „uni- sono“.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.