Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 10

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 10
34 Sigfús Einœrsson Hér komu Norðmemi skörulega l'ram. Sljórnandi kórs- ins var Victor Jenssen útgerðarmaður. Það er væntanlega ekki erfitt að gela sér til um það, að hér hafi verið um all-myndarlegan söng að ræða, þar sem 5000 Svíar tóku lagið, og reyndar miklu flciri stundum, því að áheyrendur tóku undir í þeim lögum, er sungin voru „unisono". Leggur Sambandið mikið upp úr einrödduðum söng, og það ekki að ástæðulausu, því að sennilega er fátt betur til þess fallið að sameina hugina heldur en einmitt hann. Hefir hann áreiðanlega mikla félagslega þýðingu. Þeir, sem ekki hafa lieyrt mik- inn mannfjölda syngja einraddað, með lífi og sál, geta tæplega gert sér í hugarlund, hvilík lyfting er í slíkum söng. Á þeim stundum verða „allir eitt". Því miður fór veðrið sízt batnandi, er á sönginn leið, heldur jafnvel þvert á móti. Þessir duttlungar náttúr- unnar komu að sjálfsögðu harðast niður á söngfólk- inu, en þeir stórspilltu einnig ánægjunni fyrir áheyr- endum, sem voru eðlilega miklu færri en menn höfðu búizt við. En hvað um það — þessi söngur bar, eins og allur annar söngur Svíanna á mótinu, órækan vott um, að sönglistin á mikil og djúp ítök i hugum þeirra og þá ekki síður um hitt, að unnið er viturlega og kapp- samlega að því, að hefja menningu þjóðarinnar á sem hæst stig í þeim efnum, er hér ræðir um. Öllum bar saman um, að framfarir væru greinilegar frá því, er söngmót var haldið næst á undan, og mætti að veru- legu leyti þakka það margháttaðri starfsemi Sambands- ins, svo sem árlegum námskeiðum fyrir söngstjóra, bóka- og blaðaútgáfu o. fl. „Ett sjungande folk — ett lyckligt folk"! Eg held jafnvel að sænska þjóðin sé þetta hvorttveggja nú þeg- ar. En eg ætla að enda þessar línur með þeirri ósk, að hún eigi fyrir sér að verða það á ennþá fullkomn- ari hátt.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.