Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 12

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 12
36 Baldnr Andrésson PRINS GUSTAF. EFTIR BALDUR ANDRÉSSON. Stúdent! — Nafnið kitlar, ekki að eins nýbakaðan stúdentinn með hvítu húfuna og rósina í hnappagatinu, heldur einnig föður hans og móður, systkinin og vinina. Það eru bjartar vonir bundnar við stúdentsdaginn. Þeg- ar eg varð stúdent, þá var deginum fagnað með gleði og söng að stúdentasið. Einn kastaði fram þessari spurn- ingu: Hver er gleðiríkasti dagurinn í lífinu? Sumir sögðu að það væri trúlofunardagurinn, aðrir giftingardagurinn — því þeir voru áslfangnir — en flestir sögðu, að það væri stúdentadagurinn. Þeir síðastnefndu færðu góð og gild rök fyrir sinni skoðun. Þeir sögðu, að stúdentinn væri laus við agann í Menntaskólanum. Honum væri innanbrjóst eins og fuglinum, sem sleppt væri út úr búri. Þessari tilfinningu væri lýst í gamla slúdentasöngnum: „A, a, a, valete studia". Ennfremur hefði slúdentinn Aladdínslampann i höndunum og gæli valið um það, sem Iiann helzt vildi verða: guðfræðingur, læknir, lögfræðing- ur, verkfræðingur o. s. frv., en sá stúdent er ekki til, sem efast um, að hann verði maður á sínu sviði. Það er því engin furða, þólt til séu margir stúdentasöngvar. En þó er til einn stúdentasöngur, sem ber af öllum öðrum. Hann er eftir stúdent og prins, og er texlinn þannig: „Sjung om studentens lyekliga dag. Lfltom oss fröjdas i ungdomens vár, an klappar hjiirtat med friska slag och den ljusande framtid ar vár! lnga stormar iin i vára sinnen bo, hoppet iir vár van och vi dess löften tro, nar vi knyta förbund i den lund dar de hiirliga lagrarna gro, Hurra!"

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.