Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 13

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 13
Prins Gustaf 37 I fulla þrjá fjórðunga aldar hafa slúdentar á Norður- löndum sungið þennan söng, án umhugsunar um það, hvort lífið yrði langt eða stutt, dimmt eða bjart, fátækt eða ríkt. Þetta lag syngja allir stúdentar, bæði lagvisir og óiagvísir. En þeir hafa ekki allir vitað, að höfundur lags- ins var rúmlega tvítugur konungssonur, Gústaf prins, hertogi af Uppsölum, sonur Óskars I. Svíakonungs og Josephinu drottningar, fædd prinsessa af Leuclenburg. Gústaf prins er af ætt Bernadotta marskálks, sem var einn af snjöllustu herforingjum Napoleons mikla. Hann var gjörður að konungi í Sviþjóð. Afkomendur hans hafa margir verið gáfaðir menn. Óskar II. Svíakonungur, bróðir tónskáldsins, var ræðusnillingur. Carl XV. Svía- konungur orti kvæðið: „Stilla, stilla susar gröna skogens sáng!" Norska tónskáldið Joh. Svendsen hefir samið kór- lag við kvæðið, og er það birt í Organtónvmi; kvæðið í laus- legri þýðingu Guðmundar Magnússonar (Jóns Trausta) („Friður, friður blíður faðmar strönd og sund"). Menn vita ekki með vissu, hvenær Gústaf prins samdi þennan stúdentasöng. Það hefir verið nálægt árinu 1850. En það er þó vitað með vissu, að lagið varð til á undan kvæðinu. Skáldið Herman Sátherberg — en bæði Gústaf prins og Otto Lindblad hafa samið lög við kvæði eftir iiann — getur þess í cndurminningum sinum, að dag nokkurn hafi hann verið boðaður á fund prinsins. Prins- inn kvaðst ætla að ferðast til Uppsala næsta dag, til þess að reyna að koma fjöri í stúdentasönginn, og hefði hann i þeim tilgangi samið kórlag. Hann bað siðan skáldið a'ð scmja kvæði við lagið. Hvort prinsinn hefir fengið kvæð- ið með sér í ferðina, eða að það hafi verið ort síðar, hermir ekki sagan. Kvæðið er tvö erindi. Seinna erindið er ættjarðaróður („Svea, vár moder, hugstor och skön."). En það er aldrei sungið. Fyrra erindið „Om sludentens lyckliga dag" er ávallt eitt sungið, en hinu sleppt. Lagið var sungið opinberlega i fyrsta sinn árið 1852 á stúdenta-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.