Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Side 14

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Side 14
38 Baldur Apdrcssou samsöng í Uppsölum undir stjórn J. A. Josephson tón- skálds. Jafnvel þótt prinsinn hefði ekki samið nema þetta eina lag, þá var það nóg til þess að skipa honum veglegt sœti meðal karlakórstónskálda á Norðurlöndum. En hann samdi mörg önnur lög, bæði kórlög og einsöngslög, og þar á meðal kórlagið fræga: „Glad sásom fágeln i morgon- stunden“. Að því verður vikið síðar í þcssari grein. Það mun vcra sönglögum lians að þakka, að honum var reistur minnisvarði í Uppsölum árið 1927, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu lians. Minnisvarðinn er af ungum manni, sem iieldur á rós. Myndhöggvarinn hefir þannig viljað minna á hið vinsæla sönglag hans: „I rosens duft.“ Stúdentalagið, sem gert hefir verið að umtalsefni hér að framan, er hér á landi sungið við textann: „Syngið við hörpu hreimfagurt Iag.“ Hitt karlakórslagið eftir hann, sem náð liefir mikilli frægð, er vorsöngur. Iiöfundur lextans er sami maður- inn, sem samdi stúdentakvæðið, Herman Sátherberg. Ivvæðið fer hér á eftir: „Glad sásom fágeln i morgonstunden halsar jag váren i friska natur’n. Larkan mig ropar och trasten i lunden, árlan pá ákern oc-h orren i fur’n. Se, hur de silvrade báckarna siná hoppa och slá vánliga armar kring tuvor och stenar. Se, hur det sprittar i buskar och grenar av liv och av dans i den hárliga vársolens glans.“ Tónskáldið Olto Lindblad liefir einnig gjört gott kór- Iag við jietta kvæði, sem er alkunnugt hér á landi, en hér ei það ávallt sungið við frumsamið íslenzkt kvæði. Það er nefnilega lagið: „Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún.“ Þetta lag er, eins og allir vita, framúrskarandi lag, sem enn í dag er í fullu gildi.

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.