Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 15

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 15
Prins Gustaf 39 Kn eg býsl þó við því, að um það séu ekki skiptar skoð- anir, að lagið eftir prinsinn taki þó hinu fram, því það nær betur vorgleðinni, er frískara og fegurra, sé það rétt sungið. Prinsinn var aðeins 19 óra gamall, þegar liann samdi það. Lagið eftir Lindblad er algengara hér á landi, en isl. karlakórar hafa sungið lagið eftir prinsinn fyrr og siðar, þar á meðal landskórinn síðast i snjallri meðferð söngstjórans, lierra Ingimundar Árnasonar frá Akureyri. Enda þótt lagið eftir prinsinn sé perla meðal norrænna karlakórslaga, þá liðu samt 10 ár áður en það var sungið opinberlega. Söngstjórinn Oscar Arpis lét fyrstur syngja það opinberlega á stúdentasamsöng í Uppsölum árið 1856. Hann lét þá syngja bæði lögin á sama samsöngn- um. Hann liafði miklar mætur á kórlögum Otto Lindblads, stúdentasöngskáldsins frá Lundi, og var mjög hrifinn af Iagi lians við þennan texta. Hann hefir sennilega tekið ]>að fram yfir lagið eftir prinsinn. Það er sagt, að liann hafi látið syngja lagið eftir prinsinn með þungum göngu- hraða (marztakt), en ekki létl og fjörlega, eins og það er nú sungið. Hann virðist því liafa misskilið tónskáldið. Prins Gústaf er fæddur 18. júni 1827 í höllinni Haga, skammt frá Stokkhólmi, en skáldið Carl Michael Bell- mann hefir gert höll þessa ódauðlega með kvæði sínu og lagi um hana. Við fæðinguna var hann útnefndur her- togi af Uppsölum, og í skírninni hlaut hann heitið: Franz Gúslaf Oskar, cn sænska þjóðinn kallar hann ávallt „prins Gúslaf“. Ilann stundaði háskólanám í Uppsölum um tíma, og las sagnfræði og fagurfræði, og síðar í Kristianíu (Oslo), en þar las hann lögfræði og norður- landamálin. Á þeim tíma voru Noregur og Svíþjóð í konungssambandi. Söng lærði hann lijá I. A. Berg hirð- söngvara og lónfræði hjá Alfred Fredrik Lindblad söng- lagatónskáldinu fræga. Hann hafði fagra, bjarta tenórrödd. Faðir lians, Óskar I. konungur og' bræður hans, voru einnig raddmcnn. Það var siður þeirra, konungs og sona hans, að æfa saman

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.