Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 16
40 Baldur Andrésson: Prins Gustaf kóiiög og syngja á heimilinu. Sungu þeir mikið lög eftir Otto Lindblad, sem þá voru alveg ný. Auk þeirra tveggja laga, sem hér hefir verið talað um að frainan, hefir Gústaf prins samið mörg önnur lög, bæði kórlög og einssöngslög, eins og að likindum lætur, svo og sorgargöngulag og hergöngulög o. fl. Flest lögin eru nú gleymd, en þó hafa nokkur lifað og eru oft sung- in, þar á meðal er sáhnurinn í sænsku kóralbókinni: „Mina levnadstimmar stupa", sem er djúpt lag og vel gert, ennfremur sönglagið: „I rosens duft", sem náð hefir út- breiðslu utan Norðuiianda, og kórlagið: „Du undersköna dal, o ság." í sænsku stúdentasöngbókinni eru kórlögin eftir hann merkt: G****. Auk tónlistarinnar hafði hann yndi af sagnfræði, og var honum falin umsjá með útgáfu: „Arkivet till upp- lysning om svenska krigens och kriginráltningarnes historia", og safnaði hann sjálfur drögum að sögu 30 ára stríðsins. , Þegar á það er litið, að Gústaf prins varð aðeins 25 ára gamall, þá verður ekki hægt annað en að viðurkenna, að hann hefir afrekað mikið á stuttri æfi. Á heimleið úr ferðalagi um Evrópu varð hann innkulsa, en virtist fjjótt æt]a að ná sér aftur. En á sjóðleiðinni frá Þýzka- landi til Noregs, en þangað var ferðinni heitið, hreppti skipið storma mikla og varð að leita hafnar í Fredriks- havn. Næsta dag var ferðinni samt haldið áfram til Oslo, og var þá enn sjógangur mikill. Prinsinn hefir ekki þolað sjóvolkið, því að honum sló niður aftur, fékk hita- sótt og andaðist fáum dögum síðar, 24. sept. 1852. Var hann öllum mikill harmdauði. ; Minningin um hann mun lifa með lögum hans á með- an hjörtu æskunnar „klappa med friska slag", og á með- an hún trúir á „ljusnande framtid" og „hoppet ár var ván och vi dess löften tro", eins og segir í stúdentasöngn- um hans ódauðlega.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.