Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 17

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 17
Fréttir 41 F R É T T IR. Sönglíf á Akureyri. Margt virðist benda til þess, að sönglíf verði með fjörugra móti hér i bæ á þessum vetri. Og tvö meginskilyrði fyrir góð- um söng eru fyrir hendi: Áhugi og góðir söngkraftar. — Karlakórinn „Geysir" (söng- stjóri Ingmundur Árnason) er fyrir löngu farinn að æfa, og það all-kappsamlega. Vegna Matthíasarhátíðahaldanna 11. nóv. síðastl. hafði kórinn full- æfð 6—8 lög, öll með ljóðum þjóðskáldsins síra Matthíasar Jochumssonar, og voru þau sungin opinberlega við ýms tækifæri þá dagana,sem hátiðar- höldin stóðu yfir. í kórnum eru nú um 40 manns starfandi. — „Karlakór Akureyrar" (söng- Stjóri Áskell Snorrason) starf- aði ötulllega i fyrravetur og i sumar, og hélt samsöngva bæði hér i bæ og víðar nærlendis. En það, sem af er vetrar, er starfsemin hinsvegar ekki enn tekin upp opinberlega. í kórn- um eru um 40 manns. —• „Kantötukór Akureyrar", blandaður kór (söngstjóriBjörg- vin Guðmundsson, lónskáld) er byrjaður að æfa kórverk söng- stjórans: Friður á jörðu. Var það nokkuð æft og sungið sið- astliðinn vetur. Um 60 manns, karlar og konur, eru í kór þess- um. Tónleikar hafa nokkrir verið haldnir hér í vetur. „M.A.-kvartetlinn" kom hing- að í nóvember og hélt 3 tón- leika. Fyrsti tónleikurinn var prýðilega sóltur og honum vel tekið, cn hinir 2 síðari voru miður vel sóttir. „Geysir" hélt sinn afmælis- lónleik að vanda, 1. desember; var félagið þá 13 ára gamalt. Auk 9 laga á söngskránni sungn- um af „Geysi", söng Hreinn Pálsson 2 einsöngva og Gunn- ar Pálsson aðra 2 einsöngva. Þýzki hljómsveitarstjórinn Ró- bert Abraham, sem dvelur hér um hríð, aðstoðaði þá með flyg- elundirspili, auk þess lék hann 3 flygelsólóar. Var öllum þess- um hlutverkum tekið með kost- um og kynjum, svo að margar endurtekningar og aukalög voru knúin fram. Aðsókn var meiri en hús leyfði. S. H. * Söngkennari S.Í.K., hr. Sig. Birkis, kennir nú sem stendur karlakórnum „Þrestir" i Hafnarfirði. Samkv. samþykt síðasta aðal- fundar, ber stjórn S.Í.K. að ráð- stafa söngkennslu til s'ambands- kóra til 1. júlí n. á., og hefir hún þegar veitt kennslu sem hér segir: Karlakór Iðnaðarmanna i jan. — K.F.U.M. i febr. — Alþýðu í marz. — Vísir í apríl. —¦ fsafjarðar í mai. Júnímán. er þannig ennþá laus.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.