Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.10.1935, Blaðsíða 18
42 Fréttir Athygli sambandskóra skal vakin á þvi, aS senda skriflegar umsóknir um söngkennslu til stjórnarinnar. * Stjórn S.Í.K. óskar eftir uppá- stungum og teikningum á sam- eiginlegu merki fyrir S.Í.K., sem gert yrði úr gulli, silfri og ó- dýrara efni. Merkið verður að vera tákn- mynd (Symbol) af músik og í þvi verður að standa: „Sam- band islenzkra karlakóra". Það skal tekið fram, að óskað er að hafa ekki hörpu, vegna þess, hve þetta tákn er orðið algengt. 50 kr. verðlaun verða veitt fyrir bestu teikninguna, ef hún álizt fullnœg.jandi. Réttur til þess að hafna öll- um uppástungum og teikningum er áskilinn. Teikningarnar séu komnar til stjórnar S.Í.K. fyrir 15. febr. næstk. * Sönglíf í Reykjavík. Tónleikalíf bæjarins hefir verið með daufara móti, það sem af er vetrar. Þó hafa nokkr- ir tónleikar verið haldnir, og verður þeirra lauslega getiS hér. Einar Markan hélt minningar- tónleika um Markús Kristjáns- son tónskáld. Gunnar Sigur- geirsson aðstoðaði. Fjögur lög eftir Grieg voru fyrst á söng- skránni, en þar næst níu lög eftir Markús. Lög hans eru flest frumleg og geyma í sér mikla lyriska fegurð, og má lelja þau meðal beztu sönglaga, sem þjóð vor á. Söngur Einars var góð- ur og tónleikarnir vel undirbún- ir af beggja hálfu, söngvara og undirleikara. Naut rödd söngv- arans sín vel, og þá sérstaklega á veiku tónunum. Sigurður Skagfield söng í dómkirkjunni, með aðstoð Páls Isólfssonar lög við sálma eftir Matthías Jochumsson, og lagði þannig sinn skerf til hundrað ára minningar þjóðskáklsins. Aðsókn var ágæt. M.A.-kvartettinn söng i Nýja Bíó við ágæta aðsókn. A söng- skránni voru flest lögin i létt- um anda, og voru þau lipurt sungin. Annar bassi naut sin betur nú en fyr, en nokkuð bar á þreytu hjá fyrsta tenór. Mættu fleiri taka upp þann sið, að syngja létta, glaða söngva, og ættu stúdentarnir að leggja drýgri skerf til karlakörs- söngsins framvegis en verið hefir nú um skeiS. Veigameslir voru tónleikar þeir, er Árni Kristjánsson hélt í Gamla Bíó og helgaðir voru Bach, Frescobaldi, Carl Nielsen og Chopin. Árni er mikill pianó- snillingur og stórgáfaður lista- maður. Hann gerir miklar kröf- ur til sjálfs sín og leggst djúpt í list sinni. Aðsókn var góð að þessum tónleikum, og viðtökur nijög góðar. Er þaS von vand- látra tónlistarvina, að ckki verSi langt aS bíSa næstu tónleika hans. P. í. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.