Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 11

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 11
Söngmót og söngþing í Gantaborg o. fl. 89 Land. Magister Skulason indtog alles Hjerler ved sit enkle, noble Væsen og ved sine udmærkede Taler under Kongressen." 1. dsember 1936. S. Heiðar. T Ó N S K Á L D I Ð PRÓF. BJARNI ÞORSTEINSSON, PRÉSTUR AÐ HVANNEYRI Á SIGLUFIRÐI. EFTIR BALDUR ANDRÉSSON. Mér er ljúft að verða við tilmælum ritstjóra þessa blaðs og minnast stuttlega á æfiatriði séra Bjarna Þor- steinssonar prófessors og á störf hans í þágu sönglist- arinnar hér á landi. Hann er fæddur að Mel i Hraunhreppi i Mýrasýslu 14. okt. 1861, og uppalinn á þeim bæ til þess tíma, er hann fór í lærða skólann, árið 1877. Honum sóttist nám- ið vel og skaraði fram úr í latínu. Stúdent varð hann 1883 með bezta vitnisburði. Honum lék þá hugur á að fara utan og stunda latínunám og músik. En fátæktin kyrkti allar þær vonir hans. Fór hann þá á prestaskól- ann og lauk þar prófi árið 1888 og varð sama ár prest- ur á Siglufirði. Er það í frásögur færandi, að enginn einn prestur hefir þjónað þeim söfnuði lengur siðan á 16. öld, en séra Bjarni hafði verið prestur safnaðarins samfleytt í 47 ár, er hann lét af embætti sumarið 1935. Séra Bjarni er þekktastur hjá þjóðinni fyrir frum- samin sönglög sín. Hátíðasöngvarnir eða „íslenzkur Há- tíðasöngur" eru fyrstu frumsömdu tónlögin, sem birt- ust eftir hann á prenti, og voru útgefin í Kaupmanna- höfn árið 1899. Samtímis komu út eftir hann 6 frum- samin sönglög, þar á meðal vinsælustu lögin hans, eins Frh. á bls. 94

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.