Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 17

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 17
Próf. Bjarni Þorsteinsson 95 legum blæ, eins og „Meðal leiðanna lágu“ eftir Kuhlau, „Guð allur heimur, eins í lágu og háu“ eftir Mendels- solm, og „Hátt ég kalla“ eftir Weber. Öll eru þessi lög gullfalleg og eftir l'ræga liöfunda, og mun það sjálf- sagt liafa freistað hans að taka þau í bókina, þótt ekki sé í þeim sálmatónn. Samskonar mótbára kom einnig á sinum tíma fram gegn laginu „1 dag er glalt í döpr- um hjörtum" eftir Mozarl, en það lag er upphaflega morgunsöngur í óperu. Merkasta afrek séra Bjarna hygg ég að sé safn lians „Islensk þjóðlög“. Þetta er yfirgripsmikið verk (nærri 1000 bls. með inngangi) og hefir liann starfað að því í 25 ár (frá 1880—1905). Með þessu mikla verki hefir hann unnið íslenzku þjóðerni mikið gagn og mun það varðveita nafn hans um ókomna tíma. Ekki sízí fyrir þetta verk mun hann hafa verið sæmdur prófessors- nafnbót, og er það mjög að verðleikum. Fyrst er vönd- uð ritgjörð, „Um þjóðlög yfir höfuð að tala og um is- lenzk þjóðlög sérstaklega“. Er þar lýst eðli og einkenni íslenzkra þjóðlaga, en þau eru flest i lydiskri tónteg- und. Ennfremur er í bókinni allmikil ritgjörð, „Um söng og söngkennslu á íslandi frá því i fornöld og alll fram á vora daga“. Þar næst koma íögin, sem höfund- ur hefir safnað. Fyrst eru prentaðar nótur eftir göml- um handritum. Nær þessi kafli yfir meira en 300 bls. Ég vil sem dæmi um efnismeðferð hans nefna: „Þor- lákslíðir“. Fyrst er stutt grein um helgi Þorláks bisk- ups. Síðan er gerð grein fyrir heimildum, aldri tiða- söngsins, en hann er saminn um 1300, og færð rök fyr- ir því, að tíðasöngurinn sé orktur af islenzkum manni og lagið við hann sé íslenzkt. Svo koma lög úr prent- uðum bókum (Hólabækurnar 1589 og 1619, Grallarinn, Davíðs saltari o. fl., allt fram til sálniasöngbókar Pét- urs Guðjohnsen. Nær þessi kafli yfir rúmlega 100 bls. -— Loks eru lög skrifuð upp eftir ýmsu fólki, en þau eru um 500 að tölu. Öll eru lögin nótnaprentuð og get-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.