Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 23

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 23
A ca.pella tónlist 101 tónskáldin getað samið eí'tir að lial'a kynnt sér vel þess- háttar verk eí'lir Haydn og Beetlioven, og ekki sízt verk Bach’s og Hándel’s og eftirkomenda þeirra. Aí'tur á móti væri óhugsandi, að hægt væri að semja nokkurt verulega áhrifamikið a capella kórverk, eða verk fyrir undirleikslaust söngtrió eða -kvartett o. s. í'rv., án náinna kynna af verkum eldri tíma. Þeir, sem syngja þessliáttar tónsmíðar, svo sem verk madigalistanna ensku og ítölsku, fjölrödduð söngverk 19. aldarinnar, eða kórverk vorra tíma, svo sem Requiem eflir Pizzetti, hið volduga tónverk Bantock’s: „Atalanta in Calydon“ eða „stemnings“-söngva Vaughan Williams, og margra þýzkra og auslurrískra tónskálda, eða yfirleitt hvaða verk sem er, munu naumlega komast hjá, að veita þvi eftirtekt, ef þeir þá hafa einhvern snefil af tónlistar- skilningi, hve greinilegur munur er á þessum ólíku tím- um og þjóðum. Að taka eftir slíkum mun, er frumstæð- asta form sögulegs tónlistarskilnings. Þroskun þessa skilnings er nauðsynleg öllum þeim, sem leggja vilja alvarlega stund á tónlistarsögunám, og leiðin til þess er að kynnast tónverkunum ekki aðeins á pappírnum eða við heyrn, heldur af að syngja með. Það er viss mun- ur á söngaðferð sérhverrar raddar í liverju einstöku verki, sem vart má greina án þess að taka þátt í söngn- um. Auðvitað er einnig mismunur á meðferð tónskákl- anna á efninu, en þeim mun mega skipta niður eftir tímabilum, löndum og „skólum“, og skerpir það athygl- ina á því, sem sérstaklega einkennir hvert tímabil, land eða hvern skóla fyrir sig. Enn mætti telja a capella tónlistinni margt lil mennta- gildis, bæði hvað viðvíkur sönglistinni sjálfri og því að semja eða gagnrýna tónverk, en það á hún sammerkt við aðrar tegundir tónlistar, og er liægt að nema að miklu leyti án þess að sá, sem í hlut á, taki þátt í a capella- samsöng. En þau atriði, er eg liefi tilgreint í þessari grein, er ekki liægt að læra á annan liátt. Árni Kristjánsson þýddi.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.