Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 24

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 24
102 H. A.: A capclla tónlist A capella þýðir í kapellustíl, þ. e. kirkjustíl, og er haft um söngverk án hljóðfæraleiks. Ildebrando Pizzetti, f. 1880, eitt helzta núlifandi tónskáld ítala. Forstjóri Tónlistarskólans í Milanó. Granville Bantock, f. 1808, enskt tónskáld. Músikprófessor i Birmingham. R. Vaughan Williams, f. 1872, enskt tónskáld, organleikari og Dr. mus. Stendur í fremstu röð nútíma-tónskálda Englendinga. F R É T TIR. Frá nemendum Tórilistarskól- ans erlendis. Nokkrir af nemendum Tón- listarskólans, sem tekið liafa burtfararpróf, dvelja nú erlend- is til frekara náms. Björn Ólafsson (sonur Ólafs heit. Björnssonar ritstj.) stund- ar fiðlunám lijá prófessor Mora- vec við „Músik-akademiið“ í Vínarborg. Björn hefir komið opinberlega fram við nemenda- tónleika og vakið á sér athygli sem ágætur fiðluleikari. Hann leikur í hljómsveit skólans og tekur auk þess mikinn þátt i „Kanunermúsik“. Ungfrú Margrét Eiriksdóttir dvelur í Lundúnum og stundar þar nám í pianóleik. Hallgrímur Helgason stundar tónlistarnám við listháskólann í Leipzig. í Leipzig dvelur einn- ig um þessar mundir frú Svan- hvít Egilsdóttir við tónlistar- nám. Við háskólann í Leipzig, sem er gamall og frægur, stunda nám stúdentar víðsvegar að úr heiminum. „Deutsch-Auslán- discher Akademiker-Kluh“, fé- lag háskólastúdenta, gengst fyr- ir ýmiskonar starfsemi innan sinna vébanda. Þess má geta til fróðleiks, að Hallgrímur, sem er einn af fulltrúum erlendu siúdentanna í stjórn félagsins, hefir með góðum árangri beitt sér fyrir sérstökum tónlistar- kvöldum í félaginu. 7. des. s.l. var fyrsta „kvöldið", sem hófst með ræðu forseta Ifélagsins, er bauð alla velkomna, stuðnings- menn, gesti og meðlimi. Þakk- aði hann sérstaklega Hallgrími fyrir atkvæðamilda forgöngu í þessu máli. — Auk þess sem Hallgrimur lék fiðluhlutverk í tríói þetta kvöld, lék liann ít- alska sónötu í 5 köflum. í blöð- um, sem hingað hafa borizt, er farið lofsamlegum orðum um

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.