Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 25

Heimir : söngmálablað - 01.10.1936, Blaðsíða 25
Fréttir 103 meðferð Ilallgríms á þessu verki. Meölimum félagsins gefst kostur á að beita sér fyrir þvi, að eitt kvöld að minnsta kosti á hverju háskólaári sé tileink- að þeirra eigin þjóð. Þannig eru ítölsk, sænsk, dönsk, japönsk „kvöld“ o. s. frv., og íslenzka kvöldið var að þessu sinni 14. des. s.l. Báru þau Svanhvit og Hallgrímur þar hita og þunga dagsins. Hallgrímur flutti erindi um Island með skuggamyndum. Sið- an fluttu þau íslenzk tónverk, ýmist ein eða hvort með ann- ars aðstoð. Þannig söng frúin lög eftir Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen og Þór. Jónsson. Hallgrímur lék á fiðlu lög eftir Sv. Sv. og þjóð- visu (frumsamda). Frúin lék (píanó) Vikavalta eftir Sv. Sv., en Hallgr. dansa eftir Jón Leifs og frumsamið. Aulc þessa léku þau fjórlient Ó, Guð vors lands. — Ekki verður annað séð af blaðadómum, en að þetta íslenzka kvöld i Leipzig hafi tekist vel og orðið öllum lilutaðeigendum til sóma. * Lög send Heimi. Sigv. Kaldalóns: Ivjarval, Eg bið að heilsa. Lofið þreytt- um að sofa, Mamma ætlar að sofna. Emil Thoroddsen: Vöggulag. „Heiini“ hafa borist ofan- nefnd lög. „Kjarval‘“ er tæki- færislag, samið i tilefni af 50 ára afmæli málarans Kjarvals. Er lagið i samræmi við text- ann, en hvorttveggja er i létt- um, húmoristiskum stíl, text- inn er eftir Þorst. Gíslason. Það er vandi, að semja lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar, svo að fyllilega sé samboðið skáldskap þessa mikla skáld- snillings. Það er að vísu létt yfir lagi Sigvalda við „Eg bið að heilsa“, en vel mætti hann spreyta sig á verkefninu að nýju. „Lofið þreyttum að sofa“ og „M|amma ætlar að sofna“ (textar eftir Davíð Stefánsson) eru þýð og lipur og munu auka á vinsældir höfundarins. „Vöggulag", eftir Emil Thor- odds'en, er Ijóðrænt og fallegt lag. Er það samið við lexta eftir Jón Thoroddsen (úr „Pilti og stúlku“). Frágangur- inn er allur hinn prýðilegasti og fellur lag og texti mjög vel saman. Væri æskilegt að fleiri af lögum þessa gáfaða lista- manns birtust bráðlega á prenti. * Söngflokkur sá, er Sigfús Ein- arsson hefir æft og stjórnað undanfarin ár, lét aftur til sín heyra í Dómkirkjunni 4. des- ember. Hefir kórinn nú tekið sér nafnið „Heimir". Söngskrá- in var að miklu leyti sú sama og á síðastliðnum vetri, en þó söng kórinn nú í fyrsta sinn lög eftir Heinrich Schiitz, ~Gus-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.