Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 6

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 6
42 Halklór Jónasson P R Ö F. S V E I N B J Ö R N S V E I N B J Ö R N S S 0 N T Ó N S K Á L D. EFTIR HALLDÓR JÓNASSON. Það er um miðja öldina síðustu að endurreisnin hefst í íslenzkum söhg og tónlist. Þeir menn, sem fremstir liafa staðið í því að breiða úl söngkunnáttu og auðga íslenzka lónlist frá þessum timamótum, eru cinmitt þeir, sem eitt- hvað sjálfstætt hafa samið, eða tónskáld tímahilsins. Fyrsti aðalbrautryðjandinn var Pétur Guðjohnsen dóm- kirkjuorganleikari. Þar næst koma þeir bræðurnir Jónas og Helgi Helgasynir. Næstur í röðinni eftir aldri er lónskáldið prófessor Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Það eru nú bráðum liðin 10 ár síðan hann andaðist. En heimildirnar um hann eru mjög svo ónógar. Það hefir mjög lítið verið um hann ritað, verk hans eru hvergi til í heild og liggja að nokkru leyti óútgefin í handrilum. Og sjálfur kemur hann lengst af mjög lítið við sögu hér heima, því að hann dvaldist erlendis mestan hluta æfi sinnar, Próf. Sveinbjörn Sveinbjörnsson var sonur Þórðar Sveinbjörnssonar dómstjóra í landsyfirréttinum og konu hans Kirslínar Knudsen, sem var systir frú Guðrúnar konu Péturs Guðjohnsens. Sveinbjörn fæddist árið 1847, 28. júní, og liefði þvi orðið níræður nú á þessu ári. Hann var settur til mennla og varð slúdenl 1886, fór þá á presla- skólann og útskrifaðist þaðan tveim árum síðar — þá að- eins 21 árs a'ð aldri. Það bar strax á þvi á unga aldri að tónlistin var aðaláhugaefni hans. Hann fckk tilsögn í klaverleik (pianóspili) hjá frú Ástríði Melsted dóttur Helga bisku])s Thordarsen. en hún var gipt Sigurði Mel- sted kennara við preslaskólann. Rinnig liafði hann notið tilsagnar hjá Pélri Guðjohnsen.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.