Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 15

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 15
Brynjólfur Þorláksson sjötugur 51 síðan veturinn 1898—’99 í KaupniannahÖfn og lærði orgel- leik hjá Joh. H. Nebelong, organista við St. Johannes- kirkju, en tónfræði hjá P. Rasmussen, organista við Garnisonkirkjuna. Enda þótt þetla myndi nú á dögum þykja stuttur og ónógur námstími, þá er þáð alvcg áreið- aidegt, . að í þessum skóla voru ekki vindhöggin slegin, því sá grundvöllur, sem hann lagði með námi sínu, var traustur, og byggði hann síðan ofan á hann með sjálls- námi og æfingum, og varð aðdáun manna á söngstjórn lsans og organslætli alveg einróma. Um árslok 1900 tók Brynjólfur við söngkennslu í Menntaskólanum af Steingrimi Jolmsen, og við andlát Jónasar Helgasonar 1903 tók hann auk þess við söng- kennslu í barnaskólanum og kennslu organleikaraefna og varð jafnframt dómkirkjuorganisti. Öll þessi störf hafði hann á liendi þar til hann fór af landi burt vestur um liaf til Kanada i ársbyrjun 1913. Á þessum lima fellur aðalstarf Brynjólfs fyrir sönglíf og söngmenningu okkar liér á landi. Einn þátturinn i þvi er söngkennslan í skólanum. Um söngkennslu lians i Menntaskólanum ætla ég ekki að vera Jangorður. Eitt er vist, að þá var söngur í skóla og þá út- skrifuðust „syngjandi stúdentar“. Þannig fannst mér það reyndar vera lílea á minum skólaárum og þannig er þetta sjálfsagt enn. En ég minnist þess, að eldri skólapiltamir voru stoltir af söng sínum lijá Brynjólfi, og fannst hann betri en okkar yngri piltanna. Brynjólfur þótti einkar laginn að kenna bqrnum söng. Yar jafnan fjölmennt við söngpróf í barnaskólanum á vorin og þótti mönnum unun að Jieyra börnin syngja undir stjórn lians. Ég vil gela }>ess liér, að ég liefi lieyrt Vestur-Islending tala með aðdáun um söng barnaflokka undir stjórn Brynjólfs í Winnepeg, en starfi lians þar vestra, sein mun allt liafa legið á sviði söngsins, er ég lítið kunnugur. Síðan hann kom heim lumstið 1933 hefir liann liaft ó liendi umsjón

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.