Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 17

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 17
Brynjólfur Þorláksson sjötugur 53 VÉLRÆN TÓNLIST. — ÚTVARP. Enda þótt Marconi liafi stofnað „Wireless Telegraph Company“ í Englandi árið 1897, þá var það þó ekki fyrr en árið 1921 að félagið fór að útvarpa músík. Önnur lönd tóku þetta siðan upp á eftir. Uppgötvunin vakti strax niilda athygli, en fáa grunaði þá, að liún ætti eftir að ná á fáum árum eins geysimikilli útbreiðslu eins og raun varð á. Útvarpið hefir haft svo róttæk áhrif á. músíklífið, að jafnvel sjálf tónskáldin hafa. orðið að taka tillit til þess og hafa sniðið tónsmíðar sínar eftir því. Áður en útvarp kom til sögunnar var grammófónninn tima. Flóknari og vandasamari lög hlutu þá að falla liér i ófrjósaman jarðveg, því almenningur liafði livorki tam- ið smekk sinn lil þess að geta notið slíkra laga, og svo voru þeir næsta fáir, sem voru færir um að spila slík lög að nokkru gagni, enda ekki samin fyrir harmonium, sem þá var lang algengasta hljóðfærið. Organlónar liafa þvi ált mikinn þátt i að glæða músíkþekkingu þjóðarinn- ar og svala músikþorsta hennar á sínum tíma, og jafn- framt undirbúa jarðveginn undir þá músík, sem koma átti, veigameiri tónlist, og vekja þrána eftir henni, en hún er þegar orðin sameiginleg eign margra manna liér á landi, því eins og kunnugt er, þá rann hér upp „píanó- öld“ á eftir „harmoníumöldinni“. — Brynjólfur hefir ennfremur gefið út ljóðlagaheftið „Svanur“ og safn af léttum forspilum fyrir organista. Bróðir Brynjólfs er Þorkell Þorláksson stjórnarráðs- vitari. Hann er söngvinur mikill og listfenginn maður, og get ég hans hér vegna þess, að liann er höfundur söng- lagsins alkunna „Fýkur vfir hæðir og frostkaldan mel“, sem birt er í Organlónum og fyrir löngu er orðið að nokkurskonar þjóðlagi hér á landi.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.