Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 19

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 19
Vélræti tónlist. — Útvarp 55 saman. Enn ekki er þó víst, að ástæ'ða sé að taka sér þetta nærri. Margt er þar, seni mælir með og móti. — Það var ekki alltaf sérlega skemmtilegt fyrir heimilis- fólkið að heyra heimasætuna þrælasl á einliverri Beet- liovenssónötunni dögunum saman og vikurnar úl. Og inörgum konsertum mátti alveg sleppa, því þeir voru ekkert annað en auglýsing fyrir listamanninn. En hins- vegar er þess að gæta, að þrált fyrir liraðfara endurbætur á útvarpstækni og grammófónum, þá er þó hljómurinn í útvarpi (grammófóni) enn ekki jafn frískur og i koncert- salnum, og það því fremur, sem mikill fjöldi útvarps- lækja lijá almennmgi er orðinn úreltur. Vafalaust liafa þessar framfarir átt þált í þvi, að menn fara á mis við margt, sem gildi hefir í listum, en með allmiklum rétti cr þó óhætt að fullyrða, að sú staðreynd vegi upp á móti þessu tapi, að músikin í útvarpi og á hljómplötum getur nú orðið allra eign. — Það sem skiptir máli i þessum efnum er það, að áður átlu tiltölulega fáir menn kost á að heyra músik, en nú eiga allir menn kost á þvi, einnig þeir, sem liafa þess mest þörf, — menn, sem búa i afskeklum sveilum, og gela ekki tekið þátt i skemmtanalifi kaup- staðanna, og þeir, sem eru sjúkir, og þeir, sem ellin hefir fjötrað heima. Menn, sem liefðu aldrei látið sér til hugar koma að kaupa sig inn í konsertsalinn, fikra sig nú smám sainan frá léttum lögum til þeirra þyngri og veigameiri, og fá þannig með tímanum ])roskaðan skilning á tónverk- um. Allt er þetta svo þýðingarmikið, að það vegur fylli- lega upp á móti þeim meinum, sem menn liafa kennt útvarpi og grammófónum. En úr einu varð þó að bæla. Menn voru liættir að spila sjálfir. Enda þótt það hafi ekki verið neitt sérlega ánægju- legt að lieyra einhvern viðvaninginn glíma við eitthvert meistaraverkið af vanmætti sínum, ])á hafði liann þó sjálfur sérstaklega mikla glcði af því. Þá lá ennfremur inikil hætta i þvi, að þegar menn þurftu ekkert á sig að Framh. á bls. 57.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.