Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 22
58 Pcdcr Gram: Vélrœn tónlist. — Útvarp einföld lög einraddað, og ef margraddað lag er sungið, þá er fremur valinn frískur „kanónn“ eða annað svipað fjölraddað lag, heldur en fjórraddað kórlag eftir róman- lískri fyrirmynd. Þessi hreyfing kom fram i Þýzkalandi um 1910 og vakti fyrir þeim mönnum, sem hrundu henni af stað, að reyna að koma æskunni i náið samlíf við músikina, og íinna ráð til þess að músikin gæli orðið að álirifamiklu og þroskandi afli. Sigurför útvarpsins og grammófónsins hefir opnað augu manna enn betur fyrir nauðsyninni á slikri lireyfingu, og á síðari árum hefir verið lagt mikið kapp á að úlbreiða liana, bæði í Þýzkalandi og nágranna- löndum þess. Framtiðin mun leiða það í ljós, hvort ár- angurinn verður sá, sem l'ylgjendur stefnunnar búast við, en stefnan hefir þó þegar haft áhrif á mörg nýtízku tón- skáldin. Menn leituðu að heppilegum lögum og fundu þau í hinum fjölrödduðu lögum nýtizku lónskáldanna. Meðal annars hefir Hindemith samið verk fyrir litla hljómsveit (skólaldjómsveit), og hið litla dramatíska verk eflir Kurt Weill, „Der Jasager“, er einnig samið fyrir íkólafólk. I Danmörku hefir „Folkemusikskolen“ heitt scr fyrir stefnunni. Otvarpið hefir mikið ýtt undir þá tilhneigingu nýtízku tónlistar, að hverfa frá stórum hljómsveitum. Það er vit- anlcgt, að lónverk með sterkum, einföldum og skírum hnum hljóma hezt í útvarpi, og þegar útvarpið var orðið þýðingarmikið fyrir tónskáldin, ])á sniðu þau ósjálfrátt tækni sína eftir þörfum þess, og það því fremur, sem að sjálf þróunin virtist að sjálfu sér hníga í sömu átt. — Þannig eru ])að hin ytri skilyrði, scm móta form og tækni í tónlistinni, því einnig á andlega sviðinu er það, að eftir- spurnin veldur ])ví, að einmitt sú varan verður til, sem spurt er um. (Tekið úr „Moderne Musik“ eftir Peder Gram).

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.