Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 25

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 25
Edward Grieg 61 Grieg liaí'öi samið músikina við þetta skáldverk Björn- sons. Með frægðinni auðgaðist Grieg og varð brátt auð- ugur maður. En þrátt fyrir alll þetta, sótli þunglyndi á hann. Margar tónsmíðar lians ljera vitni um hrygð og djúpan sársauka. Heimspekingurinn Schopenhauer hefir sagt: „Á leiksviðinu er einn konungur, annar fíl'l, þriðji þjónn, eða óbreyttur liðsmaður, eða þá her- foringi. Mismunurinn á þessum mönnum er þó aðeins á ytra borðinu, þvi í sjálfu sér eru þeir allir liver öðr- um likir, vesælir menn, hver með sínar sorgir og þján- ingar.“ Hinn 4. sept. 1907 andaðisl Grieg, og var hann graf- inn á kostnað ríkisins með mikilli viðhöfn. Líkið var hrennt, en askan var flutt í helli, sem liöggvinn var i'nn í brattan hamravegg við Harðangursfjörðinn. Var það gert að ósk tónskáldsins. Dauði Griegs var þjóðar- sorg. Við útförjna voru að sögn 30—40 þúsundir manns. Yfir kistunni var spilað lagið „Vorið“, sem liann hafði samið við kvæði eftir Vinje, og síðan sorgarslagurinn, sem hann samdi, ]>egar hann frétti andlát Nordraaks vinar síns. í upphafi þessarar greinar var þess getið, að list Griegs væri reisl á þjóðlegum grundvelli. Grunntónn- inn í tónskáldskap hans er norskur. Strengirnir á hörjju hans eru í senn hans eigin hjartastrengir og norsku þjóðarinnar. Um leið og liljómurinn frá þjóðlögunum norsku ómar i lögum hans, hera þau greinilegan svíjj höfundarins. Grieg liefir auðgað tónlistina nýjum hljómum —- Griegshljómum —- sem eru sérkennilegir. Lögin hans eru auðþekkt. Enginn, sem þekkir nokk- uð að ráði til tónskálda og tónsmíða þeirra, gelur ver- ið i-vafa um, hvort lag, sem hann heyrir í fyrsta sinn eftir Grieg, er eftir hann eða ekki. Svo er hann sérkenni- legur. Grieg tilheyrir þeirri stefnu i tónlistinni, sem nefnist þjóðernisstefna (Nationalisnnis). Chopin gekk

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.