Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 34

Heimir : söngmálablað - 01.07.1937, Blaðsíða 34
70 Fréttir hefir liana alveg á valdi sínu. Veikustu tónar líða um salinn og heyrast í hverjum krók og kinia. Hún kann að syngja. — Söngur hennar er ekki magn- aður kyngikrafti eða óstjórn- legum ástríðum. Ekki reynir hún að vekja aðdáun með íburðarlegum og skrautlegum siing né leikaraskap. Hún hélt sér við það svið, sem ljóð- söngvurum er sérstaklega af- markað. Þótt söngur hennar komi ekki fram í stórbrotinni mynd, þá er hann innilegur og sannur, i honum er einhver hjartans ylur, sem vekur sam- úð þeirra, er yndi hafa af söng. Abrahamsen tónfræðihgur komst að orði um söng henn- ar á þá leið, er hún söng í Kaupmannahöfn í vor, að söng- ur hennar væri í senn dulur og opinskár. Eitt er víst, að söngur hennar er dulur, ]>ví að áheyrandinn finnur, að hún á meira lil en hún gefur. En við ])að verður söngurinn líka geð- þekkari. .— Móðir ungfrúarinn- ar, frú Valborg Einarsson, að- stoðaði dóttur sína með smekk- legum undirleik. Orgeltónleikar Páls fsólfssonar. Hin'n 8. júni síðastf. efndi hann til orgeltónleika í Fri- kirkjunni. Verkefnin voru 5 mikilfengleg tónverk. „Prelú- día og fúga“ etfir ,T. S. Bach var fyrsta viðfangsefnið. Þessu verki er ekki fisjað saman. Það var skýrt dregið upp og var meðferðin alveg i anda Bachs. Næsta viðfangsefnið var „Tok- kata og fúga“ eftir Max Reger. ( Verkið er stórkostlegt og glæsi- legt á ytra borðinu. Reger, liinn öfgafulli kunnáttuma'ður, not- aði öll læki til hins ítrasta, ó- vænt hljómbrigði, snögg lón- tegundaskifti, og er slyngur í að spinna og vefa raddir. En kjarninn ev /þftast aninni en ætla mætti eftir umbúðunum. Að því leyti er ekki óskemmti- legt að bera hann saman við Bach, en tónsmíðar hans eru blóðríkar og þrungnar innra lifi. Þar næst spilaði Páll tvö tónverk eftir Buxtehude, „hinn mikla Dana“ (der gewaltige Dáne), sem reyndar er alþýzk- ur í tónsmíðum sínum, enda dvaldist hann lengst af æfinn- ar í Lúbeck. í vor voru liðin 300 ár frá fæðingu hans, og var þess minnst i útvarpi og með konsertum um allan hinn menntaða heim. Verkin, sem spiluð voru eftir hann, voru „Kóralforspil“ og „Passacag- lia“ í d-moll. Að lokum spilaði Páll „Kóral fyrir stórt orgeI“ í a-moll eftir Cesar Franck, fagurt verk og skrautlegt, lit- auðugt að hætti 19. aídarinnar. Við orgelið hittir maður Pál ísólfsson á hinum rétta vett- vangi. Hann er fyrst og fremst orgelleikari. Hann er skaprílc- ur og andríkur listamaður, sem » er vaxinn erfiðustu viðfangs- efnum, og lætur hin fjölbreytt- ustu sérkenni þeirra ná rétti sínum.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.