Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 9

Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 9
II E I M I R 53 Wevse liét fullu nafni: Clu istoph Ernst Friedrich Weyse og fæddist i Altona á Norður-Þýzkalandi 5. marz 1774. Faðir Weyse rak dálitla verzlun, en hann dó þegar Weyse var á 7. árinu. Móðir Wevse liét Margaretha Elisabeth, f. Heuser, og úr heirri ælt erfði Wevse tónlistargáfuna. Móðir lians þótti leika vel á hljóðfæri, en niest voru það lög eftir tízkuskáld þeirra tima, sem nú eru löngu gleymd. Enda lætur Weyse lítið yfir því, að sú „músik“ liafi liaft djúp áhrif á sig. En það var annað, sem kom þvi betur við hánn og það var alll lofið, sem móðir lians fékk fvrir hljóðfærasliáttinn. Það gróf svo um sig i huga drengs- ins, að hann ásetti sér að verða að minnsla kosti jafn- slyngur jiíanóleikari eins og móðir lians var. Hann tók nú lil við hljóðfærið, án [icss að kunna stakt orð i söng- l'ræði og kennslu naut liann lieldur ekki. En einhvern veginn tóksl honum að komast á lagið samt, og það svo, að Heuser gamla, afa lians, rak i „rogastans“, þegar liann sá og heyrði lil drengsins. Heuser var kantor eða söng- stjóri við aðatkirkjuna í Altona og bauðst liann nú til að kenna dótlursyni sinum á fiðlu og slaghörpu. Snemma kom sá hæfileiki í Ijéis hjá Weyse, er seinna var rómað- ur mjög af öllum sem til þekktu og þar á meðal Franz Liszt, tónskáldinu, píanósnillingnum heimsfræga, en það var leikni hans i þvi að spila undirhúningslaust, það sem homun datt í hug; í þann og þann svipinn —> „fantasera“ eða „inprovisera“, eins og það er kallað á útlendum mál- um. Hann lék sér að þessu, þegar hann var 11 ára, þótt efnið liafi sjálfsagt ekki verið jafnveigamikið eða formið með slíkum meistarabrag eins og siðar varð á fultorðins- árunum. Söngrödd tiafði Weyse óvenjufagra á barns- aldri og svo gevpi-víðfeðma, að hún tók yfir þrjár átt- undir frá litta a upp í þristrikað a. Hann sagði cinhvern líma frá því, að þessi hæfileiki sinn hcfði verið notaður nokkuð skringilega, i eitt skifti að minsla kosti. Svo stóð á, að í sálmasöngsbók beirri, sem notuð var í Altona, var greftrunarsólmur, sem var einskonar víxlsöngur rxtillí

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.