Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 14

Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 14
58 Ii EI M 1 R er þau eru sungin með islenzkum þýðingum á frumtext- unum, ekki sizl lögin við morgun- og kvöldsöngva Ingc- manns. Þau eru svo samgróin frumkvæðunum og danskri 1 lungu eins og blómið moldinni, sem það sprettur upp úr. Svipurinn á lögum eftir Weyse er mildur og vingjarnleg- ur og lireinn, en aldrei skuggalegur né ástríðufullur. Weyse er fulltrúi hinnar gömlu, klassisku tónlistarstefnu, ]jar sem allt er í jafnvægi, þai- sem fegurðin og samræmið er ofar öllu. Weyse steig aldrei fæti sínum út fyrir landamæri Dan- merkur frá því er hann kom þangað ungur, og frá Kaup- mannahöfn fór Iiann mjög sjaldan, nema lil þess að heimsækja aldavin sinn, Herlz prófast í Hróarskeldu og fjölskyldu hans, og síðar son hans, er tók við af föður sínum, þegar Ilertz eldri varð hiskup i Rípum. En þarna — á heimili prófastshjónanna i Hróarskeldu var Weyse alltíður og mjög kærkominn gestur. Enda kunni hann , hvergi betur við sig, en i hópi þessara vina sinna. Var Iiann þá oft glaður og gjáskafullur eins og unglingur og kom öllum í gott ska]) með fyndni og margskonar spaugi- legum upþatækjum og lét þá oft fjúka i kveðlingum. En á heiðskírum vetrarkvöldum var Iiann jafn tilbúinn í það, að fræða heimilisfólkið og aðra viðstadda um brautir stjarnanna, gagntekinn af lotningu fyrir skapara alheims- ins. Það má segja, að hann væri hvorttveggja í senn harn og spekingur. Menntaveginn svoncfnda gekk hann aldrei, en var þó lærður maður í ýmsum greinum. — Nöldrunarsamur gat hann verið stundum, en að jafnaði var hann viðmótsþýður og ástúðlegur, harngóður með af- hrigðum og mikill dýravinur. — Hann giftist aldrci, en dreng tók hann til fóslurs og1 varð sá síðar ])restur. Og ýmsum öðrum ungum mönntim rétti liann hjálparhönd. I — Weyse dó 8. olct. 1812. Eg veit, að það sem eg nú hei'i sagt urii þennan merka mann, er næsta ófullkomin fnásögn um líl' hans og lifs- slarf —• um manninn og tónskáldið, en hún verður nú

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.