Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 33

Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 33
11 E I M 1 R F R É T T I R. Enn villi Heimir beina þeirri áskorun lil söngstjóra karlakór- anna úti um laruiið, að senda blaðinu slulta pistla af því helzta, sem við ber á sviði söngsins, hver á sínuin stað, og þá sérstaklega fréttir af karla- kórunum. Hér fara á eftir söng- fréttir úr Reykjavík. Haraldur Sigurðsson píanó- leikari, hélt hljómleika í Gamla Ríó 14. júní, fyrir fullu húsi áheyrenda, og í'ékk hinar beztu viðtökur. Hann er sá listamað- ur íslenzkur, sem einna lengst hefir náð i sinni grein. Hann hefir komið fram viða um lönd og hvarvetna hlotið viðurkenn- ingu vandlátustu listdómara. Walter Nieman, að líkindum helzti listdómari um pianóleik, sem nú er uppi, hefir í bók sinni „Meister des Klaviers" (14. útg. 1921) farið svofelldum orðum um Harald: „Ultima Thule, ísland, krúnuland Dan- merkur, norður við heimskauts- baug, sem er nyrzti útvörður Evópumenningarinnar, getur sökum þess, hve hið opinbera músíklíf, sem er bundið við höf- uðstaðinn, Reykjavík, af skilj- anlegum ástæðum aðeins átl nokkra ágæta orgelleikara .... En þeim til mikillar undrunar, sem þekkja ekki hina miklu menningu og þroska landsins i skáldskap, listum og vísindum — þessarar snæviþöktu eldeyj- ar, sem umleikin er af æðandi stormum, — er það, að þetta land hefir þegar á að skipa ung- um konsert-pianóleikara í fremstu röð — Haraldi Sigurðs- syni. Tvisvar hefir hann unnið Mendelsohnverðlaunin, og hefir hann oft komið opinberlega fram í þýzkum og austurrískum tónlistarborgum. Er hann við- feldinn og eðilegur spilari, öfl- ugur og frískur. Tónninn er „plastiskur", framsetningin vit- urleg og þaulhugsuð, svo að formið fær notið sín, og leikn- in er afburðamikit, skýr og hrein, lipur og glæsileg ....“. Hljómleikar Haraldar, sem hér eru gerðir að umtalsefni, voru ekki síðri en maður hafði búist við. Fyrsta verkið, sónata í es-dúr eftir Haydn, varð svip- hrein í meðferð hans. Ein- liverjum kann að hafa fundist meðferðin ópersónuleg, en það var hún ekki. Réttara er að segja, að framsetningin liafi verið hlutræn (objektiv), þ. e. hann l'innur skyldur gagnvart höfundi tónverksins og ber frekar fyrir brjósti tilfinningar og hugsanir tónskáldsins, eins og þær birtast í verkinu, held- ur en það, að svala tilfinning- um sjálfs sín. f næsta verki, Prelude, Choral et Fugue eftir César Franck, kom þó listeðli hans betur i ljós, því að gáfa Haraldar er tjóðræn. Hann á ekki geðofsa suðræns skaplynd- is, heldur rólega, ljóðræna skáldkennd, sem norrænum

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.