Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 34

Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 34
78 I I !•; I M 1 R mönnum er eiginleg. Samt kann sutmuni að hafa fundizt Harald- ur í þessu verki halda aftur af sér uin of, vera of hæverskur eða feiminn við að birta tilfinn- ingar sínar, en yfir þvi þurfti enginn að kvarta, þegar hann hafði lokið við að spila verkin, sem á eftir komu, eins og Sher- zo í h-nioll eftir Chopin. Hann þurfti aðeins að „spila sig upp“. í píanóspili Haraldar er jafnvægi, heilhrigð og skýr hugsun. I>ar eru engar öfgar og ýkjur, því hann leyfir sér ekki að ryfta þeim takmörkuni, seni formið liefir. Mér finnst næst að líkja list hans við jurt, gróður- setta í góðuni jarðvegi, sem hef- ir þau skilyrði fram yl'ir þá ó- ræktuðu, að hún liefir átt við nákvæma umhyggju að búa. Að lokum vil ég taka mér i munn orð Árna Kristjánssonar píanó- leikara um þennan sama hljóm- leik Haraldar í listdómi, en þau voru á þá leið, að list lians væri i senn vönduð og fáguð — hún væri „aristókratisk". Stefán Guðmundsson, óperusöngvari. Hann söng hér nokkrum sinn- um í júnímánuði og fór síðan í söngför um Vestur- og Norð- urland og söng enn hér í hæn- um eftir að hann kom úr þeirri för, jafnan fyrir fullu húsi og við mikinn fögnuð áheyrenda. Hér á eftir fara uinmæli Emils Thoroddsen um söng hans eftir fyrstu söngskemtun hans hér i Reykjavík: „Stefán Guðmundsson liefir margt fleira til brunns að bera en röddina eina. Röddin er að sönnu mikil og tiltakanlega hljómfögur, og hefir þjálfást og þroskast ótrúlega mikið, síð- an ég man fyrst eftir Stefáni, en röddin ein gerir engan mann að söngvara, engu frekar en gott hljóðfæri mundi gera livern mann að góðuni hljóðfæraleik- ara. Það, sem gerir Stefán að góðum söngvara er, að hann hefir persónuleika, sönggáfu og skap til þess að nota rödd sina í þágu sönglistarinnar, að hann með þessum eiginleikum sínum gefur verkefnum sínum inni- liald. Sá, sem heyrði Stefán syngja sömu lögin nú og hann söng, er hann kom fyrst frá ítaliu fyrir þrem árum, heyrir, að Stefán er stöðugt að vaxa að þroska og skilningi, og að hann hugsar viðfangsefni sín — og er þó ekki almennt álitið, að söngv arar hugsi. Þó er ýmislegl i söng hans, sem gæli orðið að ásteytingarsteinum, ef ekki er vLiógu vel á lialdið, ýms sérkenni (t. d. að renna sér upp tóninn o. fl.), sem gætu orðið kækir, of mikið er að gert, og Stef- áiii hættir óneitanlega til að „yfirdrifa" og „forcera" rödd- ina. Þess vegna þurfa einmitt söngvarar með sterk persónu- leg sérkenni, að hafa Stöðugan aga á sjálfum sér. Við höfum þess allt of mörg dæmi, að efni- legir söngvarar, sem virtust vera, hafa lent i ógöngum, und- ir eins og aga kennarans sleppti. Það er engin ás'tæða til þess að fjölyrða um viðfangscfnin.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.