Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 26

Heimir : söngmálablað - 01.12.1938, Blaðsíða 26
98 H E IM I R Karlkórssöngiirinn oy hugsjón hans. Frh. af bls. 95. Kórinn hafði hcr um bil sama hlutverlc í óperum og hann liaf'ði haft i þjóðlögunum og þjóðdönsunum eða vikivökunum, þegar allir þeir, sem dönsuðu, tóku und- ir viðlagið, en það er að auka áhrifin, sem viðburða- röðin í kvœðinu eða á leiksviðinu hafði vakið. Jafnframt því sem kórsöngurinn verður þannig þýð- ingarmikill á sviði söngleiklistar, hélt kirkjan fast við þá gömlu venju, að nola liann við guðþjónustur. Ekki var það þó þannig, að kirkjan einskorðaði sig við Pal- eslrinalög eða önnur eldri kirkjulög og liti ekki við öðru. Hver kynslóð „söng með sínu nefi“, skapaði ný form og fyllti nýju innihaldi, jafnl á sviði kirkjutón- listarinnar sem öðrum sviðum listarinnar. Píningarsag- an var færð i tónletur og þar skiptust á einsöngvar og kórar. Aðrar frásagnir ritningarinnar voru einnig á sama liátt færð i tónletur. Hinir miklu meistarar barrastefnunnar, iiacli og Hándel, mörkuðu dýpst spor- in í sögu kórsöngsins, og gætti álirifa þcirra út fvrir svið kirkjusönglistarinnar, en sá sönggróður óx ]jó upp í skugganum af henni. Kirkjutónlistin og óperutónlistin var mjög flókin og vandasöm og oft harla torskilin. Einföld og óbrotin al- þýðulög lifðu ávallt lijá fólkinu, hæði einrödduð og margrödduð, hæði veraldleg og andleg. Þessi lög söng alþýðan innan veggja heimilisins, á gildaskálum, i skógi og á akri og alstaðar þar, sem leið hennar lá. Þessi glöðu og raunalcgu lög söng námsmaðurinn og stúd- entinn, og sömuleiðis umferðarsöngvarinn, og velmetn- ir borgarar, þegar þeir hittust á veitingakrá á lcvöldin við öldrykkju. Það er sægur af þessum þjóðlögum frá 17., 18. og 19. öld, bæði einrödduðum og margrödduð- um. Mörg af þessum lögum komust inn í kirkjuna í breyttri mynd eftir að kirkjutónskáld höfðu sniðið þau eftir þörfum kirkjunnar (sálmalög mótmælendakirkj-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.