Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 7

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 7
H E I M I R mann. Fengu þeir mætur á Jónasi og útveguðu honum kennara úr hópi hinna færustu tónlistarmanna Dana, en hann stundaði námið af hinni mestu elju. Árið 187(5 varð Jónas kennari við kvennaskólann og barnaskólann. Og 1888 gerðist hann einnig kennari við skóla Seltirninga í Mýrarhúsum. Jónas lagði liina rnestu alúð við öll störf sín, einkum er það þó í frá- sögur fært, hve sýnl honum var um að kenna börnum og unglingum, hve mikla elju hann sýndi við það starf, Iive hann vandaði kennsluna og allan undirbúning und- ir hana og hve góðum árangri hann náði. Við lál Péturs Guðjohnsen 1877 varð Jónas organ'- leikari við dómkirkjuna. 1881 veitti Alþingi honum 1000 kr. árslaun fyrir að kenna ókeypis organleikara- efnum. Hélzt það til æviloka. Þegar liann féll frá, höfðu nær allir organleikarar á landinu notið kennslu lians. Hann gal' út fjórraddaða Kirkjusöngsbók 188ö og við- bætir við hana 1880. Hann „lagði grundvöllinn og vann manna mest og bezt í þarfir kirkjusöngsins hér á landi“, eins og Sigfús Einarsson segir i formála fyrir 2. útg. af kirkjusöngsbókinni. Jónas samdi fáein sönglög. Af þeim eru kunnust „Við hafið ég sat“, „Sólu særinn skýlir“ og „Þar fossinn í gljúfranna fellur þröng“, enda hafa þau í sér fólginn þann lífskraft, sem lengi nmn duga. „Við hafið“; lagið er svo samofið kvæðinu, að það fær ekki dulizt oss ís- lendingum, sem höfum hafið allt umhverfis okkur, sækj- um þangað mestu björg, en verðum ol't að gjalda því þunga skatta. „Sólu særinn skýlir"; það nnm vera sól- arlagið í Reykjavík, sem Steingrímur Tliorsteinson kveður um. Jónas Helgason var borinn og barnfædd- ur Reykvikingur og ól þar allan sinn aldur. Hann hefir því þekkl hin fögru, sólbjörtu sumarkvöld i Reykjavík, enda tekur hann vel undir með skáldinu. (Annað reyk- viskt tónskáld, Árni Thorsteinson, bróðursonur Stein- grims skálds, hefir samið eitt af símun heztu kórlög-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.