Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 11

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 11
H EIMIR 39 Bjarkarmál liin fornu á Stiklastöðum árið 1030, rctt fyrir liina nafnfrægu orustu þar, og kvað svo hátt, að heyrðist um allan herinn; hann þáði gullhring að laun- um lijá Knúti konungi. Sagan getur um mikla söng- menn, sem uppi hafa verið með þjóðinni á umliðnum öldum. Úr nútímanum eru dæmin nærtæk og vil ég fyrst benda á alla karlakórana, sem hafa flestir meira og minna góðum söngkröftum á að skipa. Nokkrir þess- ara kóra eru i fremstu röð að sönggæðum, eins og „Fóstbræður“, „Karlakór Reykjavíkur“ og „Geysir“. — Enn fremur eru nú uppi með þjóðinni lærðir söngv- arar og söngkonur, sem vakið bafa á scr athvgli utan- lands og innan. Þjóðtrúin, eins og hún birtist í gömlum sögnum. gef- ur ef til vill betur en nokkuð annað hugmynd um það, hvernig þjóðin hefir litið á sönglistina. Forfeður okk- ar liöfðu þá trú, að sæla annars lífs i himnariki væri einkum fólgin í því, að hlusta á sætan englasöng og allskonar fagurlega leikin hljóðfæri. í gömlu versi frá kaþólskri tíð segir svo: Fagur er söngur í himnahöll, þar heilagir englar syngja. Þessi skoðun á sælu himnarikis mun þó ekki vera sérkennileg fyrir okkur Islendinga, heldur sameiginleg kristnum mönnum, en liún sýnir þó vel, hve miklar mætur menn hafa haft á söng og hljóðfæraleik. Þjóðtrúin hefir haft tilhneigingu til að skýra áhrifa- mátt tónlistarinnar á þann hátt, að liún væri í eðli sínu dularfull og jafnvel ekki úr mannheimi. Menn höfðu margoft orðið fyrir því, að þeir urðu eins og heillaðir af fögrum söng og hljóðfæraslætti, og þá lá nærri að skýra þetta þannig, að áhrifin stöfuðu frá dularfullum verum og þá einkum álfum. Þess vegna hefir þjóðtrúin sett fagran söng og hljóðfæraslátt í samhand við álfa, og til er sögn um það, að liinn orðlagði Fiðlu-Björn,

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.