Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 16
44 H EI M 1 R einni hendingunni áður en þeir, sem með honum sungu, voru búnir með næstu hendingu á undan, S'Vo aldrei yrði lilé eða þögn. Magnús Stephensen segir lílta í for- málanum fyrir sálmabókinni 1801, að það komi þvi miður fyrir, „að hver gauli i belg og keppist máta- og aðgreiningslaust, sumir að grípa liver fram fyrir ann- an, og sumir að draga seiminn liver öðrum lengur.“ Einnig finnur hann að því, að mönnum sé gjarnt á að syngja allt of sterkt, þar sem „æðarnar verði uppblásn- ar á höfði og öllu andliti af ofsanum.“ Ekki er þetta fögur lýsing á söngnum á grallaratíma- bilinu. Séra Bjarni Þorsteinsson frá Siglufirði, en eftir honum hefi ég tekið þann fróðleik, sem er í þessari grein, getur jiess, að of mikið megi gera að þvi að lasta gamla, sönginn. Hann hafi verið, eins og gefur að skilja, liarla misjafn, eftir því, hvernig söngmennirnir voru. Sumstaðar hafi hann verið ófagur, en aftur á móti liafi hann annarstaðar farið skipulega fram, þar sem for- söngvari eða prestur voru smekkmenn í söng. Séra Bjarni heldur ]>ví fram, að söngurinn og hin sönglega menntun hafi hér hjá okkur átt sitt gullaldartímabil, sitt afturfarar- og niðurlægingartímabil og sitt við- reisnartimabil. Gullaldartímabil söngsins, aðallega kirkjusöngsins, liafi verið á siðustu öldum pápiskunn- ar og fjTst eftir siðaskiptin. Þessu til sönnunar vitnar liann m. a. í það, að Arngrímur Jónsson lærði segir frá því í Analome Blefkieniana, úlg. á Hólum 1612, að landar sinir hafi þekkt lagfræðina fram á þennan dag, og sumir jafnvel liugsað upp lög með fjórum, fimm eða fleiri fylgiröddum og syngi þau all-laglega. Þetta bendir á það, að íslendingar liafi verið talsvert langt lcomnir i sönglegri kunnáttu fyrr á öldum. Á sitt lalt- asta stig mun kirkjusöngurinn hafa verið kominn, að því er séra Bjarni liyggur, sem manna mcst hefir rann- sakað söngsögu okkar, frá því liætt var við Grallara-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.