Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 20

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 20
48 H E I M I R fæðingarborgar lians. Leizl ungu stúlkunum vel á ung- Jmginn, scm öll þessi l'rægðarbirta stafaði af. Mozart fór seinna aðra Ítalíuför. Þá var það, að tónskáldið Iiasse lieyrði spilað lag eftir hann, og þótti svo mikið til um, að liann sagði: „Þessi unglingur mun varpa skugga á olduir gömlu mennina (þ. e. gömlu tónskáld- in), svo að við gleymumst alveg.“ | Bernskuárin voru nú liðin. Þau liöfðu liðið eins og æfintýri. Með bernskuárunum var fyrsti kaflinn í æfi Mozarts á enda. Saga undrabarnsins var búin. Rétt er að renna snöggvast augunum vfir afreli lians á þess- um árum. Hann Jiafði sainið tónsmíðar i flestum form- um, sem þá þekktust, frá smálögum upp i hljómkviður og söngleiki. Fyrstu tónsmíðar Jians, sem gefnar voru út, voru 4 sónötur og ein Jdjómkviða, og var hann þá 8 ára gamall. í verkum sínum frá bernskuárunum fylgdi ltann viðurkenndum reglum, og við öðru var lieldur eldvi að búast af barni. Dást söngfræðingar að þvi, live meistaraleg tök hann liefir á liyggingu laganna, — kunn- áttan var eins og Jijá þaulreyndum tónsmiðum, en inni- Jialdið var ekki að sama skapi þroskað. En við því var heldur ekki hægt að búast. Hvernig átti óþroskað barn að geta alið djúpar og frumlegar hugsanir? Hvernig áttí alvara og lífsreynsla að birtast í tónsmíðum þess? En undrun vekur það ávallt, að barn skuli þó geta valdið* hinum stóru tónlistarformum, og er það einsdæmi. Flest undrabörn hverfa næstum jafnskjótt af sjónar- sviðinu og þau koma fram. Mozart var gæddur svo mikl- um og frumlegum gáfum, að hann hrepti ekki þessi örlög. Flest undrabörn fá ofbirtu í augun af frægðar- ljómanum, sem þau liljóta svo ung. Ekki fvlltist Moz- art ofmetnaði. Til þess var hann að upplagi of sann- ur og eðlilegur. Næstu árin reyndi faðir hans að útvega honum slöðu, sem sómdi slíkum snillingi. En allar tilraunirnar brugð- ust. — Um þessar mundir varð Mozarl ástfanginn i 15 Frh. á bls. 50.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.