Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 22
;50 H E I M I R W. A. MOZART (1756—1791). Frh. af hls. 48. ára ganialli stúlku, sem hét Aloysía Weber. Felldu þau liugi saman. En eftir skipun föður sins varð liann að yfirgefa stúlkuna og fara lil Parísar. Dugðu engin mót- mæli, og sagði karlinn faðir lians, að frá París bærist frægð hans um lieim allan. Mozart vakti þó litla eftir- tekl á sdr í París. Hann var ekki lengur undrabarnið. Hugir Parisarhúa, þeirra, er létu sig söngmálefnin ein- hverju skifta, voru uppteknir af deilunni um tónskáld- in Gluck og Piccini. Þó var þvl komið til leiðar, að Moz- art var fenginn lil þess að spila fyrir hertogafrúna af Rourbon og gesli hennar. En honum reyndist það Iítil gleði, því að herlogafrúin og gestir hennar sýndu hon- um hið mesta tómlæti, spjölluðu saman, spiluðu á spi 1 og virtust hafa lnigann við alll annað en píanóleik hans. Þetla tók Mozart sér nærri og kvartar sáran vl'ir þessu í hréfi til föður síns, og kveðst heldur vilja sjtila á lé- legl hljóðfæri og fyrir góða hlustendur, en á gott hljóð- færi og fvrir þá, sem ekki kunna að meta list hans. Svipað atvik kom fyrir Beethoven, og lýsir það allvel ólíkum skapsmunum ])essara tveggja mikilmenna tónlist- arinnar, hvernig þeir hrugðust við tómlæti og lítilsvirð- ingu áheyrendanna. Beelhoven var skapstór og þoldi ekki að sér væri misboðið. Hann hælti að spila í miðju kafi, spralt upp frá hljóðfærinu og Iirópaði lil hinna tignu áheyrenda: „Fyrir slík svín spila ég ekki.“ Hugur Mozarts var þungur um þessar mundir. Von- hrigðin á ferðalaginu, ástarsöknuður og dauði móður hans. Fæddist þá pianósónatan i a-moll, sem er eins og þung stuna, og hin undurfagra og ljóðræna fiðlu- sónala í e-moll. Á heimleiðinni til Salzlmrg kom hann við i Munchen. Þar var ástmey hans orðin söngkona við söngleikhúsið. Ilenni var hrugðið frá því sem áð- ur var og lézt ekki þekkja Iiann. Hann var þannig skapi farinn, að hann reyndi ekki að ná ástum hennar aflur.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.