Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 25

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 25
H E I M I R 53 þar mestu við söngleikhúsið. Hann óttaðist, að söngleik- ir Mozarts myndu skyggja á söngleiki sína. Svo mjög óx lionnm i angnm lirifningin, sem „Brúðarránið” vakti hvarvetna. Hann vildi brjóta þennan liættulega keppi- nant sinn á bak aftur. Það lial'ði þurft valdboð keisar- ans til þess að „Brúðarránið“ yrði sungið i söngleik- húsinu. Svo mikið var ofríki þessa italska óvinar. Salí- eri tókst að koma því þannig fyrir, að Mozart fengi ekki fyrst um sinn tilhoð um að semja söngleiki fyrir Vínarsöngleikhúsið. Hann sneri sér að annari tegund tónsmíða. Hann samdi þá lög fyrir hljómsveitir og strengjahljóðfæri. Frá þessum tíma eru kvartettarnir sex (þ. e. lög fyrir fjögur strengjahljóðfæri). Þeir eru til- einkaðir Haydn gamla. Þótti Haydn svo mikið til þeirra koma, að hann sagði við Leopold föður Mozarts, að son- ur lians væri mesta tónskáldið, sem hann kynni að nafngreina. Ekki gekk mönnum vel að skilja þessi lög. liljóm- arnir voru djarl'ir og óvenjulcgir, svo að jafnvel söng- fræðingar deildu um réttmæti þeirra. Menn sögðu, að þetta væru falskir hljómar og héldu sumir að spilar- arnir spiluðu falskt. Sagan endurtekur sig. Beethoven samdi einnig kvartetta, sem létu svo illa i eyrum sam- tíðarmanna hans, að þeir voru kallaðir „vitlausu kvart- ettarnir". Nú þykja þessi lög eftir þá með því he/.ta, sem eftir þá liggur. Mozart samdi einnig píanósónötur og píanókonserta, enda var honum það liljóðfæri hjartfólgið. Eru til lof- samleg ummæli samtíðarmanna lians um píanóspil lians, eins og Clemenli’s Dittersdorf og Haydn’s. Blöðin köll- uðu hann jafnan liezta pianóleikarann. En Mozart vildi ekki takmarka tónsmíðar sínar við þessi svið eingöngu. Söngleikir stóðu þó huga hans næst. „Brúðarránið“ var ilmandi vorlioði í sögu söng- leikanna. Hann fann köllun hjá sér að halda áfram á þeirri braut. Hann lét hendur standa fram úr ermum

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.