Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 29

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 29
H E I M I R 57' Skömmu í'yrir dauða siim fékk Mozart tilkynningu um að nokkrir ungverlcsir aðalsmenn hefðu ákveðið að sjá honum árlega fyrir fjárlueð, er nægði lionum til lífsframdráttar. Fclag eitt i Amsterdam, sem hafði það markmið, að efla tónlistina, bauð honum og liina glæsileguslu borgun fyrir tónsmíðar lians. En þelta kom of seint. Hann heyrði fótatak dauðans nálgast, er honum hárust þessi hoð. Dánardaginn var mannmargt i götunni, sem Mozarts- fjölskyldan bjó í. „Töfraflautan" liafði farið sigurför um Vinarborg og nafn höfundarins var á allra vörum. Ekkjan tók dauða hans sér svo nærri, að liún varð viti sínu fjær og reyndi að, svifta sig lífinu. Jarðarförin var eins ömurleg og imgsast getur. Allan daginn var aftaka veður með snjókomu. Vinirnir gáfust upp á miðri leið- inni í kirkjugarðinn og sneru al'tur. Ekki liafði efna- hagurinn leyft að sérstök gröf yrði tekin. Hann var því grafinn í sameiginlegri gröf fátæklinga. Nokkurum ár- um seinna kom ekkjan út í kirkjugarðinn að vitja leiðis mannsins síns. Hún var þá orðin heil Iieilsu. Enginn vissi livar gröl'in var. Grafarinn gamli var dáinn. Mozart var lítill vexti, grannur og ekki mikill fvrir mann að sjá, og þótti honum það mjög leiðinlegt. En hann var skartmenni og limaburður allur fagur, svo sumir héldu að hann væri liirðmaður. Munnurinn var litill og aldrei hreyfingarlaus. Ýmist flautaði liann, söng eða I)lés, eins og liann væri að Iierma eflir hlásturs- hljóðfærunum. Oftast var liann i góðu skapi, en alltaf eins og viðutan. Ilann svaraði skynsamlega spurnirig- um, hæði alvarlegum og gamansömum, en þó eins og hann væri með hugann við annað. Músikin ólgaði í hon- um. Þess vegna raulaði hann, flautaði eða söng, hæði einsamall og innan um vini. Við borðið sló hann hljóð- fallið með hnífnum eða gaflinum. Aldrei var liann fjör- ugri i vinahóp, en þegar liann vann að stærstu tónsmíð-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.