Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 33

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 33
HEIMIR Listamaður nokkur kvæntist í sjöunda sinn. Þegar hinn frægi hljómsveitarstjóri Arthur Nikisch heyrði þaS, sagði hann: „Sú níunda er með kór“. (Beethoven samdi níu hljóm- drápur (Symhoniur) og er kór- söngur i þeirri niundu, en ekki hinum. * Einu sinni stjórnaði Nikisch á hljómleikum í Leith Leonora- forleiknum eftir Beethoven. Á einum stað í þessu verki heyr- ist eins og blásið sé í veiði- mannahorn i fjarska. Þetta er venjulega framkvæmt þannig, að hornaþeytarinn er látinn vera i herbergi hak við hljóm- sveitarsalinn. Þegar komið var að því, að hornahljómurinn átti að heyrast, þá heyrðist ekkert hljóð. Nú var illt i efni. En allt i einu heyrðist blásið í hornið, og gekk siðan ailt eins og i sögu. Á eftir kom horna- þeytarinn til Nikisch og kvaðst enga sök hafa átt á þessum mis- tökum. Þegar hann var húinn að koma sér fyrir og hafði tek- ið hornið til að blása i þnð, þá hafi eftirlitsmaður ruðst að honum, þrifið af honum hornið og sagt: „Hvernig dirfist þér að fara að æfa yður hérna. Heyrið þér ekki, að ])eir eru byrjaðir að spila þarna inni!“ * Brahms þótti gott i staupinu 61 og hafði vit á vinföngum. Eitt sinn er hann kom í veitingahús, þar sem hann var tíður gestur, kom eigandinn sjálfur til lians með dýrindis Rinarvín og sagði: „Þetta er Brahms meðal vin- anna.“ Brahms bragðaði á vininu og þótli það ljúffengt. Siðan sagði hann: „Úr þvi að Brahms er svona góður, langar mig til að biðja um eina flösku af Bach.“ * Danski rithöfundurinn Jens Locher var staddur í anddyri gistihúss á haðstað við Miðjarð- arhafið og var að tala við for- stöðumanninn, er roskin kona vék sér að forstöðumanninum og sagði: „Þér verðið að hafa einhver ráð til þess að fá manninn, sem hýr i næsta herbergi við mig, að hætta þessu sífellda fiðlu- spili. Það er ómögulegt að hlusta á þetta væl allan guðslangan daginn.“ Forstöðumaðurinn hneigði sig fyrir gesti sinum, en þegar hún var farin, sagði hann við Jens Locher: „Það er fiðlusnillingurinn Fritz Kreisler, sem hún kvartar undan.“ * á.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.