Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 36

Heimir : söngmálablað - 01.06.1939, Blaðsíða 36
.64 H E IMIR María Markan óperusöngkona hefir hlotið ágæta l)laðadóma fyrir söng sinn í hlutverki greifafrúarinnar í „Brúðkaupi Figarós“ eftir Mozart, í London. Píanósónata Hallgríms Helga- sonar, sem mun vera fyrsta ísl. tónverk þeirrar tegundar, er nú komin út ljósprentuð. Hún er tileinkuð Haraldi Sigurðssyni píanóleikara, sem leikið hefir hana opinberlega við nokkur tækifæri. Sónötunnar var minnst í Heiini fyrir tveim árum. Karlakór Iteykjvíkur, undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar, fór söngför til Norðurlands i júnímónuði. Að nokkru leyti var þessi söngför farin að til- hlutun ungmennasambands Norður-Þingeyinga. Fararstjóri var Sveinn G. Björnsson, for- maður kórsins. Einsöngvari var Gunnar Pálsson, en undirleik- ari ungfrú Guðríður Guðmunds- (lóttir. Kórinn fór sjóleiðis til Akraness og þaðan landveg að öðru leyti en því, að farið var sjóleiðis frá Dalvík til Siglu- fjarðar. Söngmenn voru ekki nema 32 að þessu sinni, þvi að ýmsir gálu ekki vegna annríkis tekið þátt í förinni, en margir félagsmenn tóku konur sinar og aðra gesti með sér, svo að í förinni tóku þátt milli 50—00 manns. Kórinn söng ó ýmsum slöðum við hina beztu aðsókn, í réttri röð á eftirtöldum stöð- um: Blönduós, Akureyri, Laug- um, Húsavík, Ásbyrgi, þá Akur- eyri aftur, svo Siglufirði og að síðustu á Sauðárkróki. Auk þess söng hann á Iíristneshæli. Söng- menn róma mjög gestrisni' hvar sem kórinn kom, og stórhöfð- inglegar móltökur á Siglufirði, Akureyri og Sauðárkróki, þar sem söngbræður og annað söng- fólk tóku kórnum með ágætum og gerðu dvölina á hverjum stað svo ánægjulega, sem bezt varð á kosið, bæði með samsæt um og á ýmsa aðra lund. Veð- ur var sérstaklega gott allt ferðalagið, oftast sól og hiti. Iíarlakór Iðnaðarmanna fór um hvítasunnuna í söngför um Suðurland og söng í Vík í Mýr- dal, Heimalandi undir Eyja- fjöllum, Fljótshlíð, Þykkvabæ og Tryggaskála, við ágætar við- tökur og góða aðsókn. Kórnum- var haldið samsæti í Vík, og flutti þá Gísli Sveinsson sýslu- maður ræðu. Karlakór Eyfell- inga tók á móti kórnum undir Eyjafjöllum með söng og ræðu, sem Árni Ingvarsson á Miðskála, formaður kórsins hélt, en iðn- aðarmenn svöruðu. Síðan var kórinn boðinn lil kaffidrykkju. Söngstjóri Tðnaðarmannakórs- ins er Páll Halldórsson söng- kennari. Einsöngvarar kórsins voru þeir Maríus Sölvason og Halldór Guðmnndsson, og far- arstjóri Ólafur Pátsson, form. S. T. K. Tókst söngförin vel og var öllum til ánægju. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.